Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Mósebók 28
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

2. Mósebók – yfirlit

      • Fatnaður presta (1–5)

      • Hökullinn (6–14)

      • Brjóstskjöldurinn (15–30)

        • Úrím og túmmím (30)

      • Ermalausa yfirhöfnin (31–35)

      • Vefjarhötturinn með gullplötunni (36–39)

      • Annar fatnaður presta (40–43)

2. Mósebók 28:1

Millivísanir

  • +Heb 5:4
  • +2Mó 6:23; 1Kr 6:3
  • +3Mó 10:1; 4Mó 26:61
  • +2Mó 38:21; 3Mó 10:16; 1Kr 24:2
  • +3Mó 8:2; Heb 5:1

2. Mósebók 28:2

Millivísanir

  • +2Mó 29:5; 3Mó 8:7

2. Mósebók 28:3

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „alla sem eru vitrir í hjarta“.

Millivísanir

  • +2Mó 31:6; 36:1

2. Mósebók 28:4

Millivísanir

  • +2Mó 39:8, 15; 3Mó 8:8
  • +2Mó 39:2
  • +2Mó 39:22
  • +2Mó 39:27, 28, 30, 31; 3Mó 8:9
  • +2Mó 39:27, 29; 3Mó 8:7

2. Mósebók 28:6

Millivísanir

  • +2Mó 39:2–5

2. Mósebók 28:8

Neðanmáls

  • *

    Eða „Mittisbandið“.

Millivísanir

  • +2Mó 29:5

2. Mósebók 28:9

Millivísanir

  • +2Mó 35:5, 9, 27
  • +2Mó 1:1–4

2. Mósebók 28:11

Millivísanir

  • +2Mó 39:6, 14

2. Mósebók 28:12

Millivísanir

  • +2Mó 39:7

2. Mósebók 28:14

Millivísanir

  • +2Mó 39:15
  • +2Mó 39:18

2. Mósebók 28:15

Millivísanir

  • +2Mó 28:30; 3Mó 8:8; 4Mó 27:21
  • +2Mó 39:8–14

2. Mósebók 28:16

Neðanmáls

  • *

    Um 22 cm. Sjá viðauka B14.

2. Mósebók 28:19

Neðanmáls

  • *

    Óþekktur eðalsteinn, hugsanlega raf, hýasint, ópal eða túrmalín.

2. Mósebók 28:22

Millivísanir

  • +2Mó 39:15–18

2. Mósebók 28:26

Millivísanir

  • +2Mó 39:19–21

2. Mósebók 28:27

Neðanmáls

  • *

    Eða „mittisbandið“.

Millivísanir

  • +2Mó 28:8; 3Mó 8:7

2. Mósebók 28:28

Neðanmáls

  • *

    Eða „mittisbandið“.

2. Mósebók 28:30

Neðanmáls

  • *

    Sjá orðaskýringar.

Millivísanir

  • +3Mó 8:8; 4Mó 27:21; 5Mó 33:8; 1Sa 28:6; Esr 2:62, 63

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Nýheimsþýðingin, bls. 1652

2. Mósebók 28:31

Millivísanir

  • +2Mó 39:22–26; 3Mó 8:7

2. Mósebók 28:35

Millivísanir

  • +3Mó 16:2; 4Mó 18:7

2. Mósebók 28:36

Neðanmáls

  • *

    Eða „Heilagleiki tilheyrir Jehóva“.

Millivísanir

  • +2Mó 39:30, 31; 3Mó 8:9; 1Kr 16:29; Sl 93:5; 1Pé 1:16

2. Mósebók 28:37

Millivísanir

  • +2Mó 29:6

2. Mósebók 28:38

Millivísanir

  • +3Mó 22:9; 4Mó 18:1

2. Mósebók 28:39

Millivísanir

  • +2Mó 28:4; 39:27–29

2. Mósebók 28:40

Millivísanir

  • +3Mó 8:13
  • +2Mó 28:2

2. Mósebók 28:41

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „fylla hönd þeirra“.

Millivísanir

  • +2Mó 29:4, 7; 30:30; Pos 10:38; 2Kor 1:21
  • +2Mó 29:8, 9; 3Mó 8:33; 4Mó 3:2, 3

2. Mósebók 28:42

Neðanmáls

  • *

    Eða „nærbuxur úr líni“.

Millivísanir

  • +3Mó 6:10

Almennt

2. Mós. 28:1Heb 5:4
2. Mós. 28:12Mó 6:23; 1Kr 6:3
2. Mós. 28:13Mó 10:1; 4Mó 26:61
2. Mós. 28:12Mó 38:21; 3Mó 10:16; 1Kr 24:2
2. Mós. 28:13Mó 8:2; Heb 5:1
2. Mós. 28:22Mó 29:5; 3Mó 8:7
2. Mós. 28:32Mó 31:6; 36:1
2. Mós. 28:42Mó 39:8, 15; 3Mó 8:8
2. Mós. 28:42Mó 39:2
2. Mós. 28:42Mó 39:22
2. Mós. 28:42Mó 39:27, 28, 30, 31; 3Mó 8:9
2. Mós. 28:42Mó 39:27, 29; 3Mó 8:7
2. Mós. 28:62Mó 39:2–5
2. Mós. 28:82Mó 29:5
2. Mós. 28:92Mó 35:5, 9, 27
2. Mós. 28:92Mó 1:1–4
2. Mós. 28:112Mó 39:6, 14
2. Mós. 28:122Mó 39:7
2. Mós. 28:142Mó 39:15
2. Mós. 28:142Mó 39:18
2. Mós. 28:152Mó 28:30; 3Mó 8:8; 4Mó 27:21
2. Mós. 28:152Mó 39:8–14
2. Mós. 28:222Mó 39:15–18
2. Mós. 28:262Mó 39:19–21
2. Mós. 28:272Mó 28:8; 3Mó 8:7
2. Mós. 28:303Mó 8:8; 4Mó 27:21; 5Mó 33:8; 1Sa 28:6; Esr 2:62, 63
2. Mós. 28:312Mó 39:22–26; 3Mó 8:7
2. Mós. 28:353Mó 16:2; 4Mó 18:7
2. Mós. 28:362Mó 39:30, 31; 3Mó 8:9; 1Kr 16:29; Sl 93:5; 1Pé 1:16
2. Mós. 28:372Mó 29:6
2. Mós. 28:383Mó 22:9; 4Mó 18:1
2. Mós. 28:392Mó 28:4; 39:27–29
2. Mós. 28:403Mó 8:13
2. Mós. 28:402Mó 28:2
2. Mós. 28:412Mó 29:4, 7; 30:30; Pos 10:38; 2Kor 1:21
2. Mós. 28:412Mó 29:8, 9; 3Mó 8:33; 4Mó 3:2, 3
2. Mós. 28:423Mó 6:10
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Mósebók 28:1–43

Önnur Mósebók

28 Kallaðu til þín af Ísraelsmönnum Aron+ bróður þinn og syni hans,+ þá Nadab, Abíhú,+ Eleasar og Ítamar,+ til að þjóna mér sem prestar.+ 2 Gerðu heilagan fatnað handa Aroni bróður þínum, honum til heiðurs og prýði.+ 3 Talaðu við alla hæfileikamenn* sem ég hef fyllt visku.+ Biddu þá að gera fatnað handa Aroni sem sýnir að hann er helgaður til að þjóna mér sem prestur.

4 Þetta er fatnaðurinn sem þeir eiga að gera: brjóstskjöldur,+ hökull,+ ermalaus yfirhöfn,+ kyrtill úr köflóttu efni, vefjarhöttur+ og belti.+ Þeir eiga að gera þennan heilaga fatnað handa Aroni bróður þínum og sonum hans svo að þeir geti þjónað mér sem prestar. 5 Handverksmennirnir eiga að nota gullið, bláa garnið, purpuralitu ullina, skarlatsrauða garnið og fína línið.

6 Þeir eiga að gera hökulinn úr gulli, bláu garni, purpuralitri ull, skarlatsrauðu garni og fínu tvinnuðu líni, og hann á að vera útsaumaður.+ 7 Hann á að vera með tveim hlýrum sem eru festir saman að ofan. 8 Beltið*+ á höklinum til að gyrða hann að sér á að vefa úr sömu efnum: gulli, bláu garni, purpuralitri ull, skarlatsrauðu garni og fínu tvinnuðu líni.

9 Taktu tvo ónyxsteina+ og grafðu á þá nöfn sona Ísraels,+ 10 sex nöfn á annan steininn og hin sex nöfnin á hinn steininn í sömu röð og þeir fæddust. 11 Leturgrafari á að grafa nöfn sona Ísraels á steinana tvo eins og innsigli eru grafin.+ Láttu síðan greypa þá í umgjarðir úr gulli. 12 Festu steinana tvo á hlýra hökulsins sem minnissteina fyrir syni Ísraels,+ og Aron á að bera nöfn þeirra á báðum hlýrunum frammi fyrir Jehóva til að minna á Ísraelsmenn. 13 Gerðu umgjarðir úr gulli 14 og tvær keðjur úr hreinu gulli snúnar saman eins og reipi.+ Festu keðjurnar við umgjarðirnar.+

15 Láttu útsaumara gera dómskjöldinn.+ Það á að gera hann, eins og hökulinn, úr gulli, bláu garni, purpuralitri ull, skarlatsrauðu garni og fínu tvinnuðu líni.+ 16 Hann á að vera ferningslaga þegar efnið er brotið saman, spönn* á lengd og spönn á breidd. 17 Festu á hann fjórar raðir af steinum. Í fyrstu röðinni er rúbín, tópas og smaragður. 18 Í annarri röðinni er túrkis, safír og jaspis. 19 Í þriðju röðinni er lesemsteinn,* agat og ametýst. 20 Í fjórðu röðinni er krýsólít, ónyx og jaði. Steinana skal greypa í umgjarðir úr gulli, 21 einn stein fyrir hvern af 12 sonum Ísraels. Á hverjum steini á að standa nafn, grafið eins og á innsigli, en nöfnin standa fyrir ættkvíslirnar 12.

22 Gerðu keðjur úr hreinu gulli fyrir brjóstskjöldinn, snúnar saman eins og reipi.+ 23 Gerðu tvo gullhringi fyrir brjóstskjöldinn og festu þá á efri horn hans. 24 Þræddu gullkeðjurnar tvær í gegnum hringina á báðum hornum brjóstskjaldarins. 25 Þræddu endana á keðjunum í gegnum umgjarðirnar tvær og festu þær á hlýra hökulsins að framanverðu. 26 Gerðu tvo gullhringi og festu þá í neðri horn brjóstskjaldarins að innanverðu sem snýr að höklinum.+ 27 Gerðu tvo gullhringi til viðbótar og festu þá framan á hökulinn fyrir neðan hlýrana og fyrir ofan beltið* þar sem hann er festur saman.+ 28 Brjóstskjöldinn á að binda með bláu bandi sem á að liggja úr hringjum hans í hringi hökulsins. Það heldur brjóstskildinum á sínum stað á höklinum fyrir ofan beltið.*

29 Aron skal bera nöfn sona Ísraels á dómskildinum nærri hjarta sér þegar hann gengur inn í hið heilaga til að minna stöðugt á þá frammi fyrir Jehóva. 30 Settu úrím og túmmím*+ inn í dómskjöldinn þannig að þau séu nærri hjarta Arons þegar hann gengur fram fyrir Jehóva. Hann skal alltaf bera þau nærri hjarta sér frammi fyrir Jehóva og nota þau þegar úrskurðað er í málum sem varða Ísraelsmenn.

31 Ermalausu yfirhöfnina sem er undir höklinum á að vefa eingöngu úr bláu garni.+ 32 Hálsmálið á yfirhöfninni á að vera með ofnum borða eins og á brynju svo að ekki rifni út úr því. 33 Gerðu granatepli úr bláu garni, purpuralitri ull og skarlatsrauðu garni. Festu þau á faldinn hringinn í kring og gullbjöllur á milli þeirra. 34 Settu gullbjöllur og granatepli á víxl hringinn í kring á fald yfirhafnarinnar. 35 Aron á að vera í henni þegar hann gegnir þjónustu svo að það heyrist í bjöllunum þegar hann gengur inn í helgidóminn fram fyrir Jehóva og þegar hann gengur út. Annars deyr hann.+

36 Þú skalt gera gljáandi plötu úr hreinu gulli og grafa á hana eins og á innsigli: ‚Jehóva er heilagur.‘*+ 37 Festu hana á vefjarhöttinn+ með bláu bandi. Hún á að vera framan á vefjarhettinum, 38 á enni Arons. Hann er ábyrgur þegar einhver fer ekki rétt með heilagar fórnir+ sem Ísraelsmenn eiga að færa Guði að helgigjöf. Gullplatan á alltaf að vera á enni hans svo að þeir hljóti velþóknun Jehóva.

39 Þú skalt vefa köflóttan kyrtil úr fínu líni, gera vefjarhött úr fínu líni og vefa belti.+

40 Gerðu einnig kyrtla, belti og höfuðbúnað handa sonum Arons,+ þeim til heiðurs og prýði.+ 41 Klæddu Aron bróður þinn og syni hans í þennan fatnað. Þú skalt smyrja þá,+ vígja þá*+ og helga þá, og þeir skulu þjóna mér sem prestar. 42 Gerðu líka stuttar línbuxur* handa þeim til að hylja nekt þeirra.+ Þær eiga að ná frá mjöðmum niður á læri. 43 Aron og synir hans eiga að vera í þeim þegar þeir ganga inn í samfundatjaldið eða ganga að altarinu til að þjóna við helgidóminn. Annars baka þeir sér sekt og deyja. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir hann og afkomendur hans.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila