Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jeremía 52
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jeremía – yfirlit

      • Sedekía gerir uppreisn gegn Babýlon (1–3)

      • Umsátur Nebúkadnesars um Jerúsalem (4–11)

      • Borginni og musterinu eytt (12–23)

      • Fólk flutt í útlegð til Babýlonar (24–30)

      • Jójakín leystur úr fangelsi (31–34)

Jeremía 52:1

Millivísanir

  • +2Kon 24:17–20; 2Kr 36:11, 12
  • +2Kon 23:31

Jeremía 52:2

Millivísanir

  • +2Kon 24:1; 2Kr 36:5

Jeremía 52:3

Millivísanir

  • +3Mó 26:33; 5Mó 31:16, 17
  • +2Kr 36:11, 13; Esk 17:15

Jeremía 52:4

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Nebúkadresar“, annar ritháttur.

Millivísanir

  • +5Mó 28:52; 2Kon 25:1, 2; Jes 29:3; Jer 39:1; Esk 4:1, 2; 21:21, 22

Jeremía 52:6

Millivísanir

  • +Jer 39:2
  • +5Mó 28:53–57; 2Kon 25:3–7; Jes 3:1; Esk 4:16

Jeremía 52:7

Millivísanir

  • +Jer 39:4–7

Jeremía 52:8

Millivísanir

  • +Jer 24:8; 34:21; 37:17; 38:18

Jeremía 52:11

Millivísanir

  • +Esk 12:13

Jeremía 52:12

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Nebúkadresars“, annar ritháttur.

Millivísanir

  • +2Kon 25:8–10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.3.2007, bls. 12

Jeremía 52:13

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hús konungs“.

Millivísanir

  • +1Kon 9:8; 2Kr 36:17, 19; Sl 74:8; 79:1; Jer 26:18; Hlj 2:7; Esk 24:21

Jeremía 52:14

Millivísanir

  • +Jer 39:8

Jeremía 52:15

Millivísanir

  • +2Kon 25:11, 12; Jer 39:9, 10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Jesaja 2, bls. 404

Jeremía 52:16

Millivísanir

  • +2Kon 25:22

Jeremía 52:17

Millivísanir

  • +1Kon 7:15, 21
  • +1Kon 7:27
  • +1Kon 7:23; 2Kr 4:11–15
  • +2Kon 25:13–16; Jer 27:19, 22

Jeremía 52:18

Millivísanir

  • +1Kon 7:45
  • +2Kr 4:19, 22

Jeremía 52:19

Millivísanir

  • +1Kon 7:50
  • +1Kon 7:48, 49
  • +2Kr 24:14; 36:18

Jeremía 52:20

Millivísanir

  • +1Kon 7:23, 25

Jeremía 52:21

Neðanmáls

  • *

    Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.

  • *

    Fingurbreidd jafngilti 1,85 cm. Sjá viðauka B14.

Millivísanir

  • +1Kon 7:15–20

Jeremía 52:22

Millivísanir

  • +2Kr 3:15

Jeremía 52:23

Millivísanir

  • +2Kr 3:16; 4:13

Jeremía 52:24

Millivísanir

  • +1Kr 6:14; Esr 7:1
  • +Jer 21:1, 2; 29:25
  • +2Kon 25:18–21

Jeremía 52:27

Millivísanir

  • +2Kon 25:6; Jer 52:10
  • +3Mó 18:25; 26:33; 5Mó 28:36; Jes 24:3; Jer 25:9

Jeremía 52:28

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Nebúkadresar“, annar ritháttur.

Millivísanir

  • +2Kon 24:12, 14

Jeremía 52:29

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Nebúkadresars“, annar ritháttur.

Millivísanir

  • +Jer 32:1

Jeremía 52:30

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Nebúkadresars“, annar ritháttur.

Millivísanir

  • +Jer 6:9

Jeremía 52:31

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hóf hann upp höfuð Jójakíns Júdakonungs“.

Millivísanir

  • +2Kon 24:8; Jer 24:1; 37:1; Mt 1:11
  • +2Kon 25:27–30

Jeremía 52:32

Neðanmáls

  • *

    Eða „setti hásæti hans ofar hásætum hinna konunganna“.

Almennt

Jer. 52:12Kon 24:17–20; 2Kr 36:11, 12
Jer. 52:12Kon 23:31
Jer. 52:22Kon 24:1; 2Kr 36:5
Jer. 52:33Mó 26:33; 5Mó 31:16, 17
Jer. 52:32Kr 36:11, 13; Esk 17:15
Jer. 52:45Mó 28:52; 2Kon 25:1, 2; Jes 29:3; Jer 39:1; Esk 4:1, 2; 21:21, 22
Jer. 52:6Jer 39:2
Jer. 52:65Mó 28:53–57; 2Kon 25:3–7; Jes 3:1; Esk 4:16
Jer. 52:7Jer 39:4–7
Jer. 52:8Jer 24:8; 34:21; 37:17; 38:18
Jer. 52:11Esk 12:13
Jer. 52:122Kon 25:8–10
Jer. 52:131Kon 9:8; 2Kr 36:17, 19; Sl 74:8; 79:1; Jer 26:18; Hlj 2:7; Esk 24:21
Jer. 52:14Jer 39:8
Jer. 52:152Kon 25:11, 12; Jer 39:9, 10
Jer. 52:162Kon 25:22
Jer. 52:171Kon 7:15, 21
Jer. 52:171Kon 7:27
Jer. 52:171Kon 7:23; 2Kr 4:11–15
Jer. 52:172Kon 25:13–16; Jer 27:19, 22
Jer. 52:181Kon 7:45
Jer. 52:182Kr 4:19, 22
Jer. 52:191Kon 7:50
Jer. 52:191Kon 7:48, 49
Jer. 52:192Kr 24:14; 36:18
Jer. 52:201Kon 7:23, 25
Jer. 52:211Kon 7:15–20
Jer. 52:222Kr 3:15
Jer. 52:232Kr 3:16; 4:13
Jer. 52:241Kr 6:14; Esr 7:1
Jer. 52:24Jer 21:1, 2; 29:25
Jer. 52:242Kon 25:18–21
Jer. 52:272Kon 25:6; Jer 52:10
Jer. 52:273Mó 18:25; 26:33; 5Mó 28:36; Jes 24:3; Jer 25:9
Jer. 52:282Kon 24:12, 14
Jer. 52:29Jer 32:1
Jer. 52:30Jer 6:9
Jer. 52:312Kon 24:8; Jer 24:1; 37:1; Mt 1:11
Jer. 52:312Kon 25:27–30
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jeremía 52:1–34

Jeremía

52 Sedekía+ var 21 árs þegar hann varð konungur og hann ríkti í 11 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Hamútal+ og var dóttir Jeremía frá Líbna. 2 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og Jójakím.+ 3 Það sem gerðist í Jerúsalem og Júda vakti reiði Jehóva og að lokum rak hann íbúana burt úr augsýn sinni.+ Sedekía gerði uppreisn gegn Babýlonarkonungi.+ 4 Á níunda stjórnarári Sedekía, á tíunda degi tíunda mánaðarins, kom Nebúkadnesar* konungur Babýlonar til Jerúsalem ásamt öllum her sínum. Þeir settust um borgina og reistu árásarvirki allt í kringum hana.+ 5 Umsátrið stóð fram á 11. stjórnarár Sedekía konungs.

6 Á níunda degi fjórða mánaðarins,+ þegar hungursneyðin var orðin mikil í borginni og landsmenn höfðu ekkert að borða,+ 7 var loks brotið skarð í borgarmúrinn. Um nóttina, meðan Kaldear umkringdu borgina, flúðu allir hermennirnir út úr borginni, um hliðið milli múranna tveggja við garð konungs, og héldu í átt að Araba.+ 8 En her Kaldea elti Sedekía konung og náði honum+ á eyðisléttum Jeríkó. Allir hermenn hans yfirgáfu hann og tvístruðust. 9 Kaldear gripu þá konung og fóru með hann til Babýlonarkonungs í Ribla í Hamathéraði þar sem hann kvað upp dóm yfir honum. 10 Konungur Babýlonar drap syni Sedekía fyrir augunum á honum. Hann drap einnig alla höfðingja Júda þar í Ribla. 11 Konungur Babýlonar blindaði síðan Sedekía,+ setti hann í koparhlekki og flutti hann til Babýlonar þar sem honum var haldið föngnum til dauðadags.

12 Á tíunda degi fimmta mánaðarins, það er á 19. stjórnarári Nebúkadnesars* Babýlonarkonungs, kom Nebúsaradan inn í Jerúsalem, en hann var varðforingi og þjónn Babýlonarkonungs.+ 13 Hann brenndi hús Jehóva,+ konungshöllina* og öll hús í Jerúsalem. Hann brenndi líka öll stórhýsin. 14 Allur her Kaldea sem var undir forystu varðforingjans reif niður múrana umhverfis Jerúsalem.+

15 Nebúsaradan varðforingi flutti í útlegð hluta af lágstéttarfólkinu og þá sem eftir voru í borginni. Hann flutti einnig með sér liðhlaupana sem höfðu slegist í lið með konungi Babýlonar og þá sem eftir voru af handverksmönnunum.+ 16 En Nebúsaradan varðforingi skildi eftir nokkra af fátækustu íbúum landsins til að rækta víngarða og vinna kvaðavinnu.+

17 Kaldearnir brutu koparsúlurnar+ í húsi Jehóva og einnig vagnana+ og koparhafið+ sem voru í húsi Jehóva og fluttu allan koparinn til Babýlonar.+ 18 Þeir tóku líka föturnar, skóflurnar, skarklippurnar, skálarnar,+ bikarana+ og öll koparáhöldin sem voru notuð við þjónustuna í musterinu. 19 Varðforinginn tók kerin,+ eldpönnurnar, skálarnar, föturnar, ljósastikurnar,+ bikarana og skálarnar sem voru úr ekta gulli og silfri.+ 20 Koparinn í súlunum tveim, hafinu, koparnautunum 12+ sem hafið hvíldi á og vögnunum sem Salómon konungur hafði gert fyrir hús Jehóva var svo mikill að ekki var hægt að vigta hann.

21 Súlurnar voru 18 álnir* á hæð og 12 álna mælisnúru þurfti til að ná utan um hvora þeirra.+ Þær voru fjórar fingurbreiddir* á þykkt og holar að innan. 22 Súlnahöfuðin voru úr kopar. Þau voru fimm álnir á hæð+ og netin og granateplin allt í kringum þau voru úr kopar. Súlurnar tvær voru alveg eins, og það voru granateplin líka. 23 Granateplin sem sneru út á við voru 96 talsins. Alls voru 100 granatepli á netinu hringinn í kring.+

24 Varðforinginn flutti einnig með sér Seraja+ yfirprest, Sefanía+ prest, sem var næstur honum, og dyraverðina þrjá.+ 25 Úr borginni tók hann hirðmanninn sem var yfir hermönnunum, sjö af nánustu ráðgjöfum konungs sem fundust í borginni, ritara hershöfðingjans, sem kvaddi landsmenn í herinn, og 60 almúgamenn sem voru enn í borginni. 26 Nebúsaradan varðforingi tók þá og flutti þá til Babýlonarkonungs í Ribla. 27 Konungur Babýlonar lét taka þá af lífi í Ribla+ í Hamathéraði. Þannig voru íbúar Júda fluttir í útlegð úr landi sínu.+

28 Þetta er fjöldi þeirra sem Nebúkadnesar* flutti í útlegð: á sjöunda stjórnarárinu 3.023 Gyðinga.+

29 Á 18. stjórnarári Nebúkadnesars*+ voru 832 fluttir frá Jerúsalem.

30 Á 23. stjórnarári Nebúkadnesars* flutti Nebúsaradan varðforingi 745 Gyðinga í útlegð.+

Alls voru 4.600 manns fluttir í útlegð.

31 Árið sem Evíl Meródak varð konungur í Babýlon lét hann Jójakín+ Júdakonung lausan* og sleppti honum úr fangelsi. Það var á 37. útlegðarári Jójakíns Júdakonungs, á 25. degi 12. mánaðarins.+ 32 Hann talaði vingjarnlega við hann og veitti honum meiri heiður en hinum konungunum* sem voru hjá honum í Babýlon. 33 Jójakín fór úr fangabúningnum og borðaði hjá konungi það sem eftir var ævinnar. 34 Hann fékk daglegan matarskammt frá Babýlonarkonungi það sem eftir var ævinnar, allt þar til hann dó.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila