-
2. Kroníkubók 26:16–18Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
16 En þegar hann var orðinn voldugur hrokaðist hann upp og það varð honum að falli. Hann syndgaði gegn Jehóva Guði sínum með því að ganga inn í musteri Jehóva til þess að brenna reykelsi á reykelsisaltarinu.+ 17 Asarja prestur fór rakleiðis á eftir honum ásamt 80 öðrum hugrökkum prestum Jehóva. 18 Þeir gengu upp að Ússía konungi og sögðu: „Ússía, þú hefur engan rétt til að brenna reykelsi handa Jehóva!+ Prestarnir eru þeir einu sem mega brenna reykelsi. Þeir eru afkomendur Arons+ og hafa verið helgaðir. Farðu út úr helgidóminum því að þú hefur syndgað. Jehóva Guð veitir þér enga upphefð fyrir þetta.“
-