-
2. Konungabók 22:18, 19Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
18 En segið við Júdakonung sem sendi ykkur til að leita ráða hjá Jehóva: „Jehóva Guð Ísraels segir varðandi orðin sem þú heyrðir: 19 ‚Hjarta þitt var móttækilegt* og þú auðmýktir þig+ frammi fyrir Jehóva þegar þú heyrðir dóm minn yfir þessum stað og íbúum hans – að bölvun kæmi yfir þá og að fólk myndi fyllast óhug vegna þeirra. Þú reifst líka föt þín+ og grést frammi fyrir mér. Þess vegna hef ég heyrt bæn þína, segir Jehóva.
-
-
Lúkas 15:22–24Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
22 En faðirinn sagði við þjóna sína: ‚Flýtið ykkur! Komið með skikkju, þá bestu, og klæðið hann í. Dragið hring á fingur hans og klæðið hann í sandala. 23 Sækið líka alikálfinn og slátrið honum. Borðum og gerum okkur glaðan dag 24 því að þessi sonur minn var dáinn en er lifnaður aftur.+ Hann var týndur en er fundinn.‘ Síðan gerðu menn sér glaðan dag.
-
-
Lúkas 18:13, 14Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
13 En skattheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni horfa til himins heldur barði sér á brjóst og sagði: ‚Guð, ég er syndugur. Miskunnaðu mér.‘+ 14 Ég segi ykkur að þessi maður fór heim til sín réttlátari en faríseinn+ því að hver sem upphefur sjálfan sig verður niðurlægður en hver sem auðmýkir sjálfan sig verður upphafinn.“+
-