Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Mósebók 37
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Mósebók – yfirlit

      • Draumar Jósefs (1–11)

      • Jósef og afbrýðisamir bræður hans (12–24)

      • Jósef seldur sem þræll (25–36)

1. Mósebók 37:1

Millivísanir

  • +1Mó 23:3, 4; 28:1, 4; Heb 11:8, 9

1. Mósebók 37:2

Millivísanir

  • +1Mó 30:25; 46:19
  • +1Mó 47:3
  • +1Mó 35:25
  • +1Mó 35:26

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 11

    1.9.1987, bls. 20

1. Mósebók 37:3

Millivísanir

  • +1Kr 2:1, 2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 12

1. Mósebók 37:4

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 12-13

1. Mósebók 37:5

Millivísanir

  • +1Mó 37:19

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.1987, bls. 20

1. Mósebók 37:6

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 13

1. Mósebók 37:7

Millivísanir

  • +1Mó 42:6, 9

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 13

1. Mósebók 37:8

Millivísanir

  • +1Mó 45:8; 49:26

1. Mósebók 37:9

Millivísanir

  • +1Mó 44:14; 45:9

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 13

1. Mósebók 37:11

Millivísanir

  • +Pos 7:9

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 13

1. Mósebók 37:12

Millivísanir

  • +1Mó 33:18

1. Mósebók 37:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 13

1. Mósebók 37:14

Neðanmáls

  • *

    Eða „af Hebronssléttu“.

Millivísanir

  • +1Mó 23:19; 35:27

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 13

    1.9.1987, bls. 20

1. Mósebók 37:19

Millivísanir

  • +1Mó 37:5

1. Mósebók 37:20

Neðanmáls

  • *

    Eða „gryfju; vatnsþró“.

1. Mósebók 37:21

Neðanmáls

  • *

    Eða „Drepum ekki sál hans“.

Millivísanir

  • +1Mó 49:3
  • +1Mó 9:5; 2Mó 20:13

1. Mósebók 37:22

Neðanmáls

  • *

    Eða „leggið ekki hendur á hann“.

Millivísanir

  • +1Mó 4:8, 10; 42:22
  • +1Mó 42:21

1. Mósebók 37:23

Millivísanir

  • +1Mó 37:3

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 13-14

1. Mósebók 37:24

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 13-14

1. Mósebók 37:25

Millivísanir

  • +1Mó 25:12
  • +1Mó 43:11

1. Mósebók 37:26

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „blóð hans“.

Millivísanir

  • +1Mó 4:8, 10

1. Mósebók 37:27

Millivísanir

  • +Pos 7:9

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1992, bls. 4

1. Mósebók 37:28

Millivísanir

  • +1Mó 25:1, 2
  • +1Mó 40:15; 45:4; Sl 105:17

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.2014, bls. 13-14

    1.8.1992, bls. 4

1. Mósebók 37:32

Millivísanir

  • +1Mó 37:3

1. Mósebók 37:33

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.8.2010, bls. 15

    1.9.1987, bls. 20-21

1. Mósebók 37:34

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.8.2010, bls. 15

    1.10.1995, bls. 22

1. Mósebók 37:35

Neðanmáls

  • *

    Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Millivísanir

  • +1Mó 42:38; 44:29; Sl 89:48; Pré 9:10; Hós 13:14; Pos 2:27; Op 20:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.10.1995, bls. 22

    Lifað að eilífu, bls. 82-83

1. Mósebók 37:36

Millivísanir

  • +1Mó 39:1
  • +1Mó 40:2, 3

Almennt

1. Mós. 37:11Mó 23:3, 4; 28:1, 4; Heb 11:8, 9
1. Mós. 37:21Mó 30:25; 46:19
1. Mós. 37:21Mó 47:3
1. Mós. 37:21Mó 35:25
1. Mós. 37:21Mó 35:26
1. Mós. 37:31Kr 2:1, 2
1. Mós. 37:51Mó 37:19
1. Mós. 37:71Mó 42:6, 9
1. Mós. 37:81Mó 45:8; 49:26
1. Mós. 37:91Mó 44:14; 45:9
1. Mós. 37:11Pos 7:9
1. Mós. 37:121Mó 33:18
1. Mós. 37:141Mó 23:19; 35:27
1. Mós. 37:191Mó 37:5
1. Mós. 37:211Mó 49:3
1. Mós. 37:211Mó 9:5; 2Mó 20:13
1. Mós. 37:221Mó 4:8, 10; 42:22
1. Mós. 37:221Mó 42:21
1. Mós. 37:231Mó 37:3
1. Mós. 37:251Mó 25:12
1. Mós. 37:251Mó 43:11
1. Mós. 37:261Mó 4:8, 10
1. Mós. 37:27Pos 7:9
1. Mós. 37:281Mó 25:1, 2
1. Mós. 37:281Mó 40:15; 45:4; Sl 105:17
1. Mós. 37:321Mó 37:3
1. Mós. 37:351Mó 42:38; 44:29; Sl 89:48; Pré 9:10; Hós 13:14; Pos 2:27; Op 20:13
1. Mós. 37:361Mó 39:1
1. Mós. 37:361Mó 40:2, 3
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Mósebók 37:1–36

Fyrsta Mósebók

37 Jakob settist að í Kanaanslandi þar sem faðir hans hafði búið sem útlendingur.+

2 Þetta er saga Jakobs:

Þegar Jósef+ var ungur maður, 17 ára að aldri, gætti hann hjarðarinnar+ með sonum Bílu+ og sonum Silpu,+ konum föður síns. Hann sagði föður sínum frá því ranga sem bræður hans tóku upp á að gera. 3 Ísrael elskaði Jósef meira en alla hina syni sína+ þar sem hann eignaðist hann í elli sinni. Hann lét gera handa honum fallegan síðkyrtil. 4 Þegar bræður hans sáu að faðir þeirra elskaði hann meira en þá fóru þeir að hata hann og gátu ekki talað vingjarnlega við hann.

5 Eitt sinn dreymdi Jósef draum og sagði bræðrum sínum hvað hann dreymdi.+ Þá hötuðu þeir hann enn meir. 6 „Heyrið hvað mig dreymdi,“ sagði hann við þá. 7 „Við vorum úti á akri að binda kornknippi. Mitt knippi reisti sig við og stóð upprétt en knippin ykkar röðuðu sér í kringum mitt og lutu því.“+ 8 „Ertu að segja að þú verðir konungur yfir okkur og munir ríkja yfir okkur?“+ spurðu bræður hans. Og þeir hötuðu hann enn meir vegna drauma hans og þess sem hann sagði.

9 Seinna dreymdi hann annan draum og sagði bræðrum sínum hann: „Mig dreymdi annan draum. Í þetta skipti voru það sólin, tunglið og 11 stjörnur sem lutu mér.“+ 10 Þegar hann sagði föður sínum og bræðrum drauminn ávítaði faðir hans hann og sagði: „Hvers konar draumur er þetta? Eigum við móðir þín og bræður að koma og lúta til jarðar fyrir þér?“ 11 Bræður hans öfunduðu hann+ en faðir hans festi þetta í huga sér.

12 Bræður hans fóru nú með hjörð föður síns til að halda henni á beit nálægt Síkem.+ 13 Ísrael sagði þá við Jósef: „Bræður þínir halda hjörðinni á beit í grennd við Síkem. Ég vil að þú farir til þeirra.“ „Já, ég skal fara,“ svaraði Jósef. 14 Og faðir hans sagði við hann: „Farðu og athugaðu hvort allt sé í lagi hjá bræðrum þínum og hvort hjörðinni líði vel. Láttu mig síðan vita.“ Hann sendi hann burt úr Hebronsdal*+ og hann hélt til Síkem. 15 Þegar hann reikaði um úti á víðavangi hitti hann mann nokkurn. „Að hverju ertu að leita?“ spurði maðurinn. 16 „Ég er að leita að bræðrum mínum,“ svaraði hann. „Veistu hvar þeir eru með hjörðina á beit?“ 17 Maðurinn svaraði: „Þeir eru farnir héðan. Ég heyrði þá segja: ‚Förum til Dótan.‘“ Jósef fór þá á eftir bræðrum sínum og fann þá í Dótan.

18 Þeir komu auga á hann í fjarska. Áður en hann náði til þeirra lögðu þeir á ráðin um að drepa hann. 19 Þeir sögðu hver við annan: „Sjáið, þarna kemur draumamaðurinn.+ 20 Komum, drepum hann og köstum honum ofan í brunn.* Segjum síðan að villidýr hafi étið hann. Þá sjáum við hvað verður úr draumunum hans.“ 21 Þegar Rúben+ heyrði þetta vildi hann bjarga honum úr greipum þeirra og sagði: „Drepum hann ekki.“*+ 22 Rúben hélt áfram: „Úthellið ekki blóði.+ Kastið honum ofan í þennan brunn hér í óbyggðunum en gerið honum ekki mein.“*+ Hann vildi bjarga honum úr greipum þeirra og fara með hann heim til föður síns.

23 Þegar Jósef kom til bræðra sinna rifu þeir hann úr kyrtlinum, fallega síðkyrtlinum sem hann var í,+ 24 og þeir tóku hann og köstuðu honum ofan í brunninn. En brunnurinn var tómur, ekkert vatn var í honum.

25 Þeir settust nú niður til að fá sér að borða. Þá komu þeir auga á hóp af Ísmaelítum+ sem voru að koma frá Gíleað. Úlfaldar þeirra voru klyfjaðir sólrósarkvoðu, balsami og kvoðuríkum berki.+ Þeir voru á leið til Egyptalands. 26 Júda sagði við bræður sína: „Hvað græðum við á því að drepa bróður okkar og hylma yfir morðið?*+ 27 Komið, seljum hann+ Ísmaelítum og leggjum ekki hendur á hann. Hann er nú einu sinni bróðir okkar, hold okkar og blóð.“ Þeir gerðu eins og bróðir þeirra lagði til. 28 Þegar midíönsku+ kaupmennirnir fóru fram hjá drógu bræður Jósefs hann upp úr brunninum og seldu Ísmaelítunum hann fyrir 20 silfursikla,+ og þeir tóku hann með sér til Egyptalands.

29 Þegar Rúben kom aftur að brunninum og sá að Jósef var ekki þar reif hann föt sín, 30 hljóp til bræðra sinna og hrópaði: „Drengurinn er horfinn! Hvað á ég að gera?“

31 Þeir tóku þá kyrtil Jósefs, slátruðu geithafri og dýfðu kyrtlinum í blóðið. 32 Síðan sendu þeir föður sínum kyrtilinn með þessum orðum: „Við fundum þetta. Athugaðu hvort þetta sé kyrtill sonar þíns.“+ 33 Hann skoðaði hann og hrópaði: „Þetta er kyrtill sonar míns! Villidýr hlýtur að hafa rifið Jósef í sig og étið hann!“ 34 Jakob reif föt sín og batt hærusekk um mittið, og hann syrgði son sinn dögum saman. 35 Allir synir hans og dætur reyndu að hugga hann en hann lét ekki huggast. „Ég syrgi son minn þar til ég fer í gröfina,“*+ sagði hann. Og hann hélt áfram að syrgja son sinn.

36 Midíanítarnir komu til Egyptalands en þar seldu þeir Jósef Pótífar, hirðmanni faraós+ og lífvarðarforingja.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila