Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 4. Mósebók 36
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

4. Mósebók – yfirlit

      • Lög um hjónabönd kvenna sem erfa land (1–13)

4. Mósebók 36:1

Millivísanir

  • +4Mó 26:29

4. Mósebók 36:2

Millivísanir

  • +4Mó 26:55; 33:54
  • +4Mó 27:1–7

4. Mósebók 36:4

Millivísanir

  • +3Mó 25:10

4. Mósebók 36:8

Millivísanir

  • +1Kr 23:22

4. Mósebók 36:10

Millivísanir

  • +4Mó 36:6

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.2.2008, bls. 4-5

4. Mósebók 36:11

Millivísanir

  • +4Mó 27:1

4. Mósebók 36:13

Millivísanir

  • +4Mó 26:3; 33:50; 35:1

Almennt

4. Mós. 36:14Mó 26:29
4. Mós. 36:24Mó 26:55; 33:54
4. Mós. 36:24Mó 27:1–7
4. Mós. 36:43Mó 25:10
4. Mós. 36:81Kr 23:22
4. Mós. 36:104Mó 36:6
4. Mós. 36:114Mó 27:1
4. Mós. 36:134Mó 26:3; 33:50; 35:1
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
Biblían – Nýheimsþýðingin
4. Mósebók 36:1–13

Fjórða Mósebók

36 Ættarhöfðingjar afkomenda Gíleaðs, sem voru af ættum sona Jósefs, gengu nú fram, en Gíleað var sonur Makírs+ Manassesonar. Þeir gengu fyrir Móse og höfðingja Ísraelsmanna 2 og sögðu: „Jehóva sagði þér, herra, að skipta landinu með hlutkesti+ í erfðalönd milli Ísraelsmanna, og Jehóva fól þér, herra, að gefa dætrum Selofhaðs bróður okkar erfðaland hans.+ 3 Ef þær giftast mönnum af annarri ættkvísl Ísraels verður erfðaland kvennanna tekið frá erfðalandi feðra okkar og bætt við erfðaland þeirrar ættkvíslar sem þær tilheyra þá. Þannig yrði það tekið frá erfðalandinu sem við fáum með hlutkesti. 4 Á fagnaðarári+ Ísraelsmanna bætist erfðaland kvennanna við erfðaland þeirrar ættkvíslar sem þær tilheyra þá þannig að erfðaland þeirra verður tekið frá erfðalandi ættkvíslar feðra okkar.“

5 Móse flutti þá Ísraelsmönnum þessi fyrirmæli að skipun Jehóva: „Ættkvísl sona Jósefs hefur rétt fyrir sér. 6 Þetta eru fyrirmæli Jehóva um dætur Selofhaðs: ‚Þær mega giftast hverjum sem þær vilja en þó aðeins að hann sé af ætt innan ættkvíslar föður þeirra. 7 Ekkert erfðaland Ísraelsmanna má ganga frá einni ættkvísl til annarrar því að Ísraelsmenn eiga að halda erfðalandi ættkvíslar forfeðra sinna. 8 Dóttir sem erfir eignarland meðal ættkvísla Ísraels á að giftast manni af ættkvísl föður síns+ svo að Ísraelsmenn haldi erfðalandi forfeðra sinna. 9 Ekkert erfðaland á að ganga frá einni ættkvísl til annarrar því að ættkvíslir Ísraels eiga að halda erfðalandi sínu.‘“

10 Dætur Selofhaðs gerðu eins og Jehóva gaf Móse fyrirmæli um.+ 11 Þær Mahla, Tirsa, Hogla, Milka og Nóa, dætur Selofhaðs,+ giftust sonum föðurbræðra sinna. 12 Þær giftust mönnum af ætt Manasse Jósefssonar til að erfðaland þeirra héldist í ættkvísl föðurættar þeirra.

13 Þetta eru þau boðorð og lög sem Jehóva gaf Ísraelsmönnum fyrir milligöngu Móse á eyðisléttum Móabs við Jórdan gegnt Jeríkó.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila