Fjórða Mósebók
8 Jehóva sagði við Móse: 2 „Segðu við Aron: ‚Þegar þú kveikir á lömpunum sjö á ljósastikunni skaltu sjá til þess að þeir lýsi upp svæðið fyrir framan hana.‘“+ 3 Aron gerði það. Hann kveikti á lömpunum til að lýsa upp svæðið fyrir framan ljósastikuna+ eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um. 4 Ljósastikan var smíðuð þannig: Hún var úr gulli, mótuð með hamri+ allt frá fætinum til blómanna. Hún var smíðuð eins og Jehóva hafði opinberað Móse í sýn.+
5 Jehóva talaði aftur við Móse og sagði: 6 „Aðgreindu Levítana frá öðrum Ísraelsmönnum og hreinsaðu þá.+ 7 Svona skaltu hreinsa þá: Slettu á þá vatni sem hreinsar af synd. Síðan eiga þeir að raka allan líkama sinn með rakhníf, þvo föt sín og hreinsa sig.+ 8 Þeir eiga að koma með ungnaut+ og tilheyrandi kornfórn+ úr fínu olíublönduðu mjöli og þú átt að koma með annað ungnaut til syndafórnar.+ 9 Láttu síðan Levítana ganga fram fyrir samfundatjaldið og kallaðu saman allan söfnuð Ísraelsmanna.+ 10 Þegar þú leiðir Levítana fyrir Jehóva eiga Ísraelsmenn að leggja hendur sínar yfir þá.+ 11 Aron á að leiða Levítana fram fyrir* Jehóva sem veififórn+ frá Ísraelsmönnum og þeir eiga að gegna þjónustu við Jehóva.+
12 Levítarnir eiga síðan að leggja hendur sínar á höfuð nautanna+ og færa annað þeirra að syndafórn en hitt að brennifórn handa Jehóva til að friðþægja+ fyrir Levítana. 13 Þú skalt láta Levítana standa frammi fyrir Aroni og sonum hans og leiða þá fram fyrir* Jehóva sem veififórn. 14 Aðgreindu Levítana frá öðrum Ísraelsmönnum. Þeir skulu tilheyra mér.+ 15 Eftir það eiga Levítarnir að ganga inn og þjóna við samfundatjaldið. Svona áttu að hreinsa þá og leiða þá fram* sem veififórn. 16 Þeir eru gefnir mér að gjöf, aðgreindir frá öðrum Ísraelsmönnum. Ég tek þá handa mér í stað allra frumburða Ísraelsmanna*+ 17 því að allir frumburðir meðal Ísraelsmanna tilheyra mér, bæði menn og skepnur.+ Ég helgaði þá sjálfum mér daginn sem ég banaði öllum frumburðum í Egyptalandi.+ 18 Ég tek Levítana í stað allra frumburða meðal Ísraelsmanna. 19 Ég tek Levítana frá Ísraelsmönnum og gef þá Aroni og sonum hans til að gegna þjónustu í þágu Ísraelsmanna við samfundatjaldið+ og friðþægja fyrir þá svo að engin plága komi yfir þá+ þegar þeir koma nálægt helgidóminum.“
20 Móse og Aron og allur söfnuður Ísraelsmanna gerðu allt sem Jehóva hafði sagt Móse í sambandi við Levítana. 21 Levítarnir hreinsuðu sig og þvoðu föt sín+ og Aron leiddi þá fram fyrir* Jehóva sem veififórn.+ Aron friðþægði síðan fyrir þá til að hreinsa þá.+ 22 Eftir það gengu Levítarnir inn til að gegna þjónustu sinni við samfundatjaldið frammi fyrir Aroni og sonum hans. Allt sem Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um varðandi Levítana var gert við þá.
23 Jehóva sagði nú við Móse: 24 „Eftirfarandi gildir um Levítana: Þegar karlmaður verður 25 ára á hann að ganga í hóp þeirra sem þjóna við samfundatjaldið. 25 En þegar hann verður fimmtugur á hann að hætta þjónustu sinni með hópnum. 26 Hann getur aðstoðað bræður sína sem gegna ábyrgðarstörfum við samfundatjaldið en sjálfur má hann ekki gegna þjónustu þar. Þannig áttu að haga málum Levítanna og ábyrgðarstörfum þeirra.“+