Blaðsíða 2
HEFUR ÞÚ nokkurn tíma horft á mynd af þér frá því að þú varst barn og sagt við sjálfan þig að lífið sé sannarlega stutt? Hefur þú velt fyrir þér hvort þú hafir möguleika á að lifa umtalsvert lengur en þorri manna gerir nú á dögum?
Menn hafa löngum sóst eftir því að geta búið við eilíft æskufjör hér á jörð. En er það ekki aðeins óskhyggja? Við skulum velta fyrir okkur bjartsýnum hugmyndum sumra og skoða hvers vegna við höfum gilda ástæðu til bjartsýni.