Fræðslurit fyrir lífið
Kennari í Zimbabwe í Afríku tók eftir að boðið var upp á námsgreinina „Fræðsla fyrir lífið“ í Nyatsime-háskólanum þar sem hann kennir. Hann lýsti fjölskylduvandamálum sínum og viðurkenndi að hann hefði þurft á hjálp að halda við að leysa þau.
Hann útskýrði hvað gerðist eftir að hann kvæntist og sagði: „Vandamál komu upp nærri því strax og enduðu með þeirri ákvörðun okkar að skilja í nóvember 1989.“ Það voru einnig önnur vandamál. „Ég er elsti sonur móður minnar sem var fyrsta eiginkona föður míns. Þegar ég var á öðru ári í kennaraskólanum dó faðir minn svo það kom þá í minn hlut að sjá um 16 yngri bræður og systur,“ skrifaði hann.
Biblíunám hjá vottum Jehóva hjálpaði þessum kennara að leysa fjölskylduvandamál sín. Hann og eiginkona hans eru sameinuð á ný og hamingjusöm. Hann skrifaði: „Við eiginkona mín höfum lært af erfiðri reynslu okkar að tilraunir mannsins til að leysa vandamál sín óháð Guði eru til einskis.“ Hvað þá um hjálp handa nemendum hans til að leysa vandamál sín?
„Ég mælti með bókinni Spurningar unga fólksins — svör sem duga við skólastjórann og aðra kennara, sem hentugri kennslubók,“ skrifaði hann. „Þeir voru allir sammála og skólinn pantaði 56 bækur, sem ég hef síðan afhent.“
Við teljum að þú getir einnig haft mikið gagn af þessu fallega myndskreytta, 320 blaðsíðna fræðsluriti. Ef þú vilt fá eintak af bókinni eða ókeypis heimabibíunámskeið vinsamlegast skrifaðu þá Varðturninum, Pósthólf 8496, 128 Reykjavík, eða notaðu annað viðeigandi póstfang á bls. 5