Konur lifa lengur — En ekki þar með sagt betur
KONUR um heim allan giftast síðar, eignast færri börn og lifa lengur en áður var. „Líf kvenna er að breytast,“ segir tímaritið UNESCO Sources. Frá árunum 1970 til 1990 lengdust ævilíkur kvenna við fæðingu um 4 ár í iðnríkjum heims og um nærri því 9 ár í þróunarlöndunum. „Það merkir að í iðnríkjunum lifa konur nú að meðaltali 6,5 árum lengur en karlar. Í þróunarlöndunum er munurinn 5 ár í Rómönsku-Ameríku og eins á eyjum Karíbahafs, 3,5 ár í Afríku og 3 ár í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu.“
En fyrir margar konur er lengra líf ekki betra líf. Tímaritið Our Planet, gefið út af Sameinuðu þjóðunum, bendir á að fyrir meirihluta kvenna í heiminum séu grundvallarmannréttindi enn þá „kremið á kökunni sem þær hafi aldrei smakkað. Þær séu enn að sækjast eftir hversdagslegu, venjulegu brauði og vatni.“ En jafnvel grundvallarmannréttindi eru utan seilingar milljóna kvenna, segja Sameinuðu þjóðirnar, af því að enn er yfirgnæfandi meirihluti fátækra, ólæsra og flóttamanna í heiminum konur. Þrátt fyrir einhverjar framfarir „er heildarmyndin . . . dapurleg fyrir konur,“ segir UNESCO Sources.