Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g97 8.4. bls. 24
  • Fyrirmynd til eftirbreytni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fyrirmynd til eftirbreytni
  • Vaknið! – 1997
  • Svipað efni
  • Fegurð þjóðgarða Alpafjalla
    Vaknið! – 1998
Vaknið! – 1997
g97 8.4. bls. 24

Fyrirmynd til eftirbreytni

Eftir fréttaritara Vaknið! í Síle

Giacomo Castelli á íbúð í Antofagasta, um 170.000 manna borg í Norður-Síle. Af svölum sínum í júní síðastliðnum veitti hann athygli hópi manna í nálægum almenningsgarði. Hann skrifaði í bréfi til dagblaðsins El Mercurio: „Það sem var ótrúlegt var að sjá unglinga hlæja og skemmta sér með foreldrum sínum.“ Hann fór niður í garðinn til að staðfesta þessa óvenjulegu sjón.

„Fleira kom mér á óvart,“ sagði hinn forvitni bréfritari. „Þegar nokkrar fjölskyldnanna höfðu snætt hádegisverðinn, tók sérhver úr fjölskyldunni að tína upp það sem hafði óvart fallið á grasflötina og setja það í ruslapokann sinn. . . .

Ég vildi vita hvaða óvenjulega fólk þetta væri,“ hélt bréfritarinn áfram. „Ég tók yndislega stúlku tali, sem var nógu snotur til að sigra í hvaða fegurðarsamkeppni sem væri, og hún sagði mér elskulega: ‚Við erum vottar Jehóva og erum samankomnir á Regional — leikvanginum til að halda mót.‘“ Í hádegishléinu fóru hópar frá svæðismótinu, sem yfir 3.000 manns sóttu, í almenningsgarðinn til að snæða hádegisverð.

„Ég er rómversk-kaþólskur,“ sagði bréfritarinn. „Ég sæki trúfastlega heilaga messu og ég fór jafnvel í pílagrímsferð til Lourdes í Frakklandi fyrir mörgum árum.

Með fullri virðingu fyrir kristnu uppeldi mínu hlýt ég samt að spyrja mig hreinskilnislega: Hvað hafa þeir sem við kaþólskir menn, og trúarbrögð meirihlutans í Síle, höfum ekki? Hvers vegna virðist þessum unglingum líða svona vel með foreldrum sínum, á meðan dætur mínar þrjár hlaupa burt frá mér þegar ég sting upp á að við förum út saman?

Hvers vegna eru kaþólsku börnin okkar ofbeldissinnuð; hvers vegna æpa þau og leika ‚Power Rangers,‘ slá önnur börn, . . . en þessi börn eru friðsöm, glaðvær, heilbrigð og hugsa um umhverfisvernd? Hvers vegna getum við, kaþólskir menn, ekki komið saman á mótum án þess að flækjast í hina andstyggilegu kaupsýslu sem umkringir allra helgustu trúarstaði okkar, svo sem helgidómana La Tirana, Andacollo og aðra?“

Castelli lauk bréfi sínu til dagblaðsins með spurningunni: „Verðum við sem teljum okkur kaþólsk og kristin, nokkurn tíma eins og þeir? Megi Guð og María mey hjálpa okkur til þess.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila