Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g99 8.1. bls. 8-10
  • Þegar vonin og ástin snýr aftur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar vonin og ástin snýr aftur
  • Vaknið! – 1999
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Vinir og aðrir fullorðnir geta liðsinnt
  • Forðað frá sjálfsvígi
  • Þegar unga fólkið deyr ekki framar
  • Ætti ég að binda enda á líf mitt?
    Vaknið! – 2008
  • Hvers vegna gefst fólk upp á lífinu?
    Vaknið! – 2002
  • Sjálfsvígsfaraldur unga fólksins
    Vaknið! – 1999
  • Þú getur fengið hjálp
    Vaknið! – 2002
Sjá meira
Vaknið! – 1999
g99 8.1. bls. 8-10

Þegar vonin og ástin snýr aftur

FORELDRAR, kennarar og þeir sem vinna með unglingum vita að hvorki þeir, unglingar né aðrir geta breytt heiminum. Þar eru að verki öfl sem enginn ræður við. Margt er þó hægt að gera til að unglingum líði bærilega, séu heilbrigðir og í góðu jafnvægi.

„Betra er heilt en vel gróið,“ segir máltækið, og foreldrar ættu að hugleiða alvarlega hvaða áhrif líferni þeirra og lífsgildi hafa á viðhorf og hegðun barnanna. Umhyggja og ástríkt fjölskyldulíf veitir börnum öryggiskennd sem er besta vörnin gegn sjálfstortímingu. Einhver brýnasta þörf unglinga er sú að eiga aðgang að einhverjum sem hlustar á þá. Ef foreldrarnir hlusta ekki getur svo farið að unglingarnir finni heyrandi eyra hjá einhverjum miður æskilegum.

Hvað þýðir þetta fyrir foreldra? Taktu þér tíma fyrir börnin þegar þau þarfnast þess — meðan þau eru ung. En það er þrautin þyngri fyrir marga foreldra. Oft eiga hjón ekki um annað að velja en að vinna bæði úti til að láta enda ná saman. Þeir sem hafa getað og viljað færa fórnir til að vera meira með börnunum hafa oft uppskorið það að sjá þau fóta sig í lífinu. En eins og áður er nefnt geta börn lent í alvarlegum erfiðleikum þótt foreldrarnir leggi sig alla fram.

Vinir og aðrir fullorðnir geta liðsinnt

Stríð, nauðgun og misnotkun getur skaddað unglinga svo, að það kosti mikla vinnu og umhyggju að hjálpa þeim. Og það er ekki gefið mál að unglingur, sem hefur orðið fyrir þess konar áföllum, taki slíkri hjálp feginshendi. Það getur kostað mikinn tíma og krafta að bæta það tjón sem orðið er. Auðvitað er hvorki viturlegt né kærleiksríkt að gera lítið úr unglingnum eða hafna honum. Getum við gefið örlítið meira af sjálfum okkur og sýnt þá ást og góðvild sem þarf til að ná til þeirra sem eru í hættu?

Vinir og jafnvel systkini þurfa líka að hafa augun vel opin fyrir tilhneigingum unglinga sem geta gefið vísbendingu um viðkvæmt tilfinningaástand og hugsanlega geðrænt ójafnvægi. (Sjá rammagreinina „Leita þarf hjálpar hjá fagfólki,“ bls. 8.) Ef þú sérð hættumerki skaltu vera fljótur til að ljá heyrandi eyra. Ef hægt er skaltu reyna að fá unglinginn til að opna sig með því að spyrja vingjarnlegra spurninga og fullvissa hann um ósvikna vináttu þína. Traustir vinir og ættingjar geta oft hjálpað foreldrum að taka á erfiðum málum af þessu tagi, en þeir ættu auðvitað að varast að taka að sér hlutverk foreldranna. Mjög oft eru sjálfsvígstilhneigingar unglinga örvæntingaróp — þeir eru að kalla á athygli foreldra sinna.

Einhver besta gjöfin, sem hægt er að gefa unglingi, er áreiðanleg von um hamingjusama framtíð, eitthvað til að lifa fyrir. Margir unglingar hafa fengið traust á loforðum Biblíunnar um betri heim í náinni framtíð.

Forðað frá sjálfsvígi

Ung japönsk kona, sem hugsaði oft um sjálfsvíg, segir: „Oft hefur mig langað til að binda enda á allt. Þegar ég var smábarn var ég misnotuð kynferðislega af manni sem ég treysti. . . . Ég hef skrifað svo marga miða um dagana með orðunum: ‚Ég vil deyja,‘ að ég er búin að týna tölunni. Nú er ég orðin vottur Jehóva og er boðberi í fullu starfi, en þessi löngun kemur enn yfir mig af og til. . . . En Jehóva hefur leyft mér að halda lífi og hann virðist vera að segja mér blíðlega: ‚Haltu áfram að lifa.‘“

Fimmtán ára rússnesk stúlka segir: „Þegar ég var átta ára tók sú tilfinning að sækja á mig að enginn þarfnaðist mín. Foreldrar mínir máttu ekki vera að því að tala við mig og ég reyndi að leysa vandamálin upp á eigin spýtur. Ég dró mig inn í skel. Ég var sífellt að rífast við ættingja mína. Og svo fór ég að hugsa um að fyrirfara mér. Ég er ákaflega glöð að ég skyldi hitta votta Jehóva!“

Og frásaga Cathyar, sem er rösklega þrítugur Ástrali, sýnir að örvænting getur snúist í von: „Mig dreymdi stöðugt um ólíkar aðferðir til að stytta mér aldur og reyndi það að lokum. Mig langaði til að sleppa frá þessum heimi sem er fullur af sársauka, reiði og tómleika. Þunglyndi gerði mér það erfitt að losna úr ‚köngulóarvefnum‘ sem ég sat föst í. Þess vegna virtist sjálfsvíg vera lausnin á þeim tíma.

Þegar ég heyrði fyrst talað um að jörðin gæti orðið paradís, þar sem allir gætu lifað í friði og hamingju, var ég gripin sterkri þrá. En þetta virtist vera svo fjarlægur draumur. Smám saman skildi ég þó hvaða augum Jehóva lítur á lífið og hversu dýrmætt hvert og eitt okkar er í augum hans. Ég sannfærðist um að það væri til framtíðarvon. Loksins fann ég leið til að losna úr ‚köngulóarvefnum.‘ En það var ekki auðvelt að slíta sig lausa. Stundum náði þunglyndið tökum á mér og ég varð hræðilega ráðvillt. En með því að einbeita mér að Jehóva Guði gat ég styrkt sambandið við hann og fundið til öryggis. Ég þakka Jehóva allt sem hann hefur gert fyrir mig.“

Þegar unga fólkið deyr ekki framar

Biblíunám getur vakið unga fólkið til vitundar um að það sé eitthvað betra til að hlakka til en heimurinn hefur að bjóða — það sem Páll postuli kallar „hið sanna líf.“ Hann ráðlagði hinum unga Tímóteusi: „Bjóð ríkismönnum . . . að hreykja sér ekki né treysta fallvöltum auði, heldur Guði, sem lætur oss allt ríkulega í té til nautnar. Bjóð þeim að gjöra gott, vera ríkir af góðum verkum, . . . með því safna þeir handa sjálfum sér fjársjóði sem er góð undirstaða til hins ókomna, og munu geta höndlað hið sanna líf.“ — 1. Tímóteusarbréf 6:17-19.

Páll er raunverulega að ráðleggja okkur að eiga samskipti við aðra og hjálpa þeim að hafa örugga framtíðarvon. Jehóva hefur lofað ‚nýjum himni og nýrri jörð‘ þar sem menn hljóta „hið sanna líf.“ — 2. Pétursbréf 3:13.

Margir unglingar, sem voru einu sinni á hættubraut, hafa áttað sig á því að fíkniefnanotkun og siðlaust líferni er ávísun á opinn dauðann, og sjálfsvíg er aðeins styttri leið. Þeir hafa gert sér grein fyrir að þessi heimur líður bráðlega undir lok ásamt styrjöldum sínum, hatri, misnotkun og ástleysi. Þeir vita að þetta heimskerfi á sér ekki viðreisnar von. Þeir eru sannfærðir um að ríki Guðs sé eina raunverulega vonin, því að það ryður brautina fyrir nýjum heimi þar sem hvorki unglingar né nokkur annar, sem hlýðir Guði, þarf að deyja né vill deyja. — Opinberunarbókin 21:1-4.

[Rammi á blaðsíðu 8]

Leita þarf hjálpar hjá fagfólki

Handbókin The American Medical Association Encyclopedia of Medicine bendir á að „rekja megi rösklega 90 af hundraði sjálfsvíga til geðrænna sjúkdóma.“ Bókin telur upp sjúkdóma svo sem alvarlegt þunglyndi (um 15 prósent), geðklofa (um 10 prósent), drykkjusýki (um 7 prósent), andfélagslegt hátterni (um 5 prósent) og taugaveiklun í einhverri mynd (innan við 5 prósent). Bókin ráðleggur: „Taka ætti allar sjálfsvígstilraunir alvarlega. Tuttugu til 30 prósent þeirra, sem reyna að fyrirfara sér, gera aðra tilraun innan árs.“ Jan Fawcett læknir skrifar: „Rösklega 50 prósent þeirra sem fyrirfara sér [í Bandaríkjunum] hafa ekkert samband haft við fagfólk.“ Annað heimildarrit segir: „Þýðingarmesti meðferðarþátturinn er sá að hitta geðlækni eins fljótt og hægt er til að hjálpa sjúklingnum að vinna úr þunglyndinu sem að baki býr.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila