Frá lesendum
Sjálfsvíg unglinga Ég vil þakka ykkur innilega fyrir greinaröðina „Hvaða von er um unga fólkið?“ (Janúar-mars 1999) Hún kom mér til að gráta. Ég hef reynt að stytta mér aldur nokkrum sinnum. En ég er ánægð að það tókst ekki.
A. Z., Tékklandi
Þetta voru mjög skilningsríkar greinar um viðkvæmt mál. Ég reyndi að binda enda á líf mitt fyrr á þessu ári þegar ég þjáðist af þunglyndi. Þakka ykkur fyrir þetta tímabæra efni. Það bjargaði lífi mínu.
R. P., Englandi
Það er sorglegt að segja frá því að tveir bekkjarfélagar mínir hafa reynt að fyrirfara sér. Annar þeirra gerði það af því að hann sá ekkert gott þegar hann horfði til framtíðarinnar — aðeins erfiðleika sem þurfti að yfirstíga. Greinin var því gagnleg vegna þess að hún útskýrði skýrt og skilmerkilega hvernig framtíð okkar getur haft tilgang.
R. D., Spáni
Þessi grein snerti hjarta mitt. Það var eins og Jehóva talaði til mín sem ástríkur faðir. Faðir minn beitti mig ofbeldi þegar ég var barn. Mér hefur fundist ég einskis virði og hef oft hugsað um að binda enda á líf mitt. En núna rækta ég með mér löngun í „hið sanna líf,“ eins og greinin stakk upp á. — 1. Tímóteusarbréf 6:19.
S. R., Brasilíu
Bestu þakkir, sérstaklega fyrir tilvitnanirnar í unglinga sem komu oft með hnitmiðaðar lausnir á vandamálum.
W. H., Þýskalandi
Táknmál Ég vil þakka ykkur fyrir hve mikinn stuðning þið veitið heyrnarlausum. Ég lét opinbera embættismenn fá nokkur eintök af greininni. (Janúar-mars 1999) Þeir báðu um fleiri eintök þar sem hún var svo vel skrifuð! Ég sýndi einnig konu eintak en hún var mjög á móti því að dóttir hennar, sem er heyrnarlaus, væri að kynna sér Biblíuna hjá vottum Jehóva. Hún grét gleðitárum eftir að hafa lesið greinina. Nú styður hún dóttur sína í að sækja samkomur og hefur jafnvel lofað að greiða fyrir ferð hennar á mót!
E. R., Mexikó
Það var hrífandi að lesa hvernig heyrnarlausir hugsa á táknmáli. Ég hef fulla heyrn en verð hér eftir betur vakandi fyrir því að hafa gott samband við heyrnarlausa.
P. H., Bandaríkjunum
Leyndardómurinn um Shakespeare „Stórkostlegt“ er eina orðið sem ég finn til að lýsa greininni „Ráðgátan um William Shakespeare.“ (Janúar-mars 1999) Ég kenni portúgölsku og bókmenntir í barnaskóla og gagnfræðiskóla og nota greinarnar ykkar oft við kennsluna.
J. S. G., Brasilíu
Að elska hver annan Greinaröðin „Munu allir menn nokkurn tíma elska hver annan?“ (apríl-júní 1999) var frábær! Hún hefur hjálpað mér að hafa hemil á sterkri hvöt, sem ég fæ stundum, til að ala með mér gremju og hatur. Þúsund þakkir! Ég vona að hvatningin, sem ég fæ frá ritum ykkar, hjálpi mér að verða þjónn Jehóva Guðs.
G. C., Ítalíu
Að tileinka sér sannleikann Fyrir ári spurði ég sjálfan mig þessarar sömu spurningar um sannleikann. Ég var ekki viss um hvort ég elskaði sannleikann í raun og veru eða væri í honum fjölskyldunnar vegna. Þá gerði ég það sem þið hvöttuð til (janúar-mars 1999)— ég sannaði það fyrir sjálfum mér með því að rannsaka Biblíuna. Núna get ég glaður sagt að ég hafi tileinkað mér sannleikann. Ég hlakka til að hefja þjónustuna í fullu starfi!
H. N., Bandaríkjunum