Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g99 8.10. bls. 3
  • Kjarnorkuváin — er hún liðin hjá?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kjarnorkuváin — er hún liðin hjá?
  • Vaknið! – 1999
  • Svipað efni
  • Kjarnorkuváin er ekki liðin hjá
    Vaknið! – 1999
  • Hvað segir Biblían um kjarnorkustríð?
    Fleiri viðfangsefni
  • Er kjarnorkuváin loksins liðin hjá?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Kjarnorkuváin fjarlægð fyrir fullt og allt!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
Sjá meira
Vaknið! – 1999
g99 8.10. bls. 3

Kjarnorkuváin — er hún liðin hjá?

KJARNORKUVÁ hefur vofað yfir mannkyninu í meira en 40 ár. En árið 1989 féll Berlínarmúrinn og sovét-kommúnisminn í kjölfarið. Áður en langt um leið höfðu risaveldin samið um að hætta að miða eldflaugum hvort á annað. Heimurinn varp öndinni léttara. Kjarnorkuvánni virtist hafa verið afstýrt eða í það minnsta slegið á frest.

En margir sérfræðingar álíta að það sé alls ekki tímabært að fagna. Árið 1998 var hin fræga dómsdagsklukka tímaritsins The Bulletin of the Atomic Scientists færð fram um fimm mínútur, í níu mínútur fyrir miðnætti, sem er skýr vísbending um að kjarnorkuváin sé ekki liðin hjá.a Heimurinn hefur að vísu breyst. Í stað þráteflis milli tveggja risavelda ráða nú allnokkrar þjóðir yfir kjarnavopnum! Sérfræðingar óttast einnig að fyrr eða síðar komist einhver hryðjuverkasamtök yfir geislavirk efni og smíði ófullkomna kjarnorkusprengju.

Og þrátt fyrir verulega fækkun kjarnaodda ráða Bandaríkin og Rússland enn yfir óhugnanlega miklu magni. Rannsóknarsamtök, sem kalla sig Kjarnorkustefnunefndina, segja að um þessar mundir séu hér um bil 5000 kjarnorkusprengjur hafðar í ítrustu viðbragðsstöðu. „Ef gefin væri skotskipun við núverandi aðstæður gætu 4000 langdrægar eldflaugar (2000 úr hvorri átt) verið komnar í loftið innan nokkurra mínútna og 1000 til viðbótar [kafbátaeldflaugar] skömmu síðar,“ segir í skýrslu samtakanna.

Þessar miklu kjarnavopnabirgðir skapa þá hættu að stríð geti brotist út fyrir slysni eða jafnvel að yfirlögðu ráði. Rússneski hernaðarsérfræðingurinn Vladimir Belous varar við að „örlagaríkt óhapp gæti orðið til þess að kjarnorkuhamfarir brystu á, gagnstætt því sem stjórnmálaleiðtogar vilja.“ Hættan á kjarnorkubáli er því ekki liðin hjá þótt kalda stríðið sé afstaðið. En hversu mikil er hættan? Verður kjarnavopnum einhvern tíma útrýmt algerlega? Þessar spurningar eru skoðaðar í greinunum á eftir.

[Neðanmáls]

a Dómsdagsklukkan á forsíðu The Bulletin of the Atomic Scientists segir til um hve langt eða skammt er talið í að „miðnætti“ skelli á, það er að segja kjarnorkustyrjöld. Mínútuvísirinn hefur verið færður fram og aftur síðustu áratugi miðað við þær breytingar sem orðið hafa á vettvangi heimsstjórnmálanna.

[Rétthafi myndar á blaðsíðu 3]

Sprengingar á bls. 2 og 3: U.S. National Archives

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila