Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 54 bls. 130-bls. 131 gr. 2
  • Jehóva var þolinmóður við Jónas

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva var þolinmóður við Jónas
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jónas og stórfiskurinn
    Biblíusögubókin mín
  • Jónas – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Reyndu að líta aðra sömu augum og Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Hvaða augum eigum við að líta aðra er dagur Jehóva nálgast?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 54 bls. 130-bls. 131 gr. 2
Jónas sekkur ofan í sjóinn og risastór fiskur syndir hjá.

SAGA 54

Jehóva var þolinmóður við Jónas

Í Assýríu var borg sem hét Níníve. Fólkið sem bjó þar var vont. Jehóva sagði Jónasi spámanni sínum að fara til Níníve og segja fólkinu að það þyrfti að breyta sér. En Jónas flúði og fór í hina áttina. Hann fór um borð í skip sem var á leiðinni til Tarsis.

Á meðan hann var á skipinu kom mjög vont veður og sjómennirnir urðu dauðhræddir. Þeir báðu til guðanna sinna og spurðu: ‚Af hverju er þetta að gerast?‘ Að lokum sagði Jónas við þá: ‚Þetta er mér að kenna. Ég er að flýja frá því sem Jehóva sagði mér að gera. Hendið mér út í sjó og þá lagast veðrið.‘ Sjómennirnir vildu ekki henda Jónasi í sjóinn en hann hélt áfram að segja þeim að gera það. Þegar þeir gerðu það lagaðist veðrið.

Jónas hélt að hann myndi deyja. Hann sökk dýpra og dýpra ofan í sjóinn. Og þá bað hann til Jehóva. Þá sendi Jehóva risastóran fisk sem gleypti hann. En Jónas dó ekki. Hann bað til Jehóva inni í fiskinum og sagði: ‚Ég lofa að hlýða þér alltaf.‘ Jehóva verndaði Jónas inni í fiskinum í þrjá daga og síðan lét hann fiskinn spýta Jónasi upp á land.

Jehóva bjargaði Jónasi. En hann sagði honum aftur að fara til Níníve. Í þetta skipti hlýddi Jónas. Hann fór þangað og sagði þessu vonda fólki: ‚Níníve verður eytt eftir 40 daga.‘ Þá gerðist svolítið óvænt. Fólkið sem bjó í Níníve hlustaði og breytti sér. Konungurinn í Níníve sagði við fólk sitt: ‚Kallið til Guðs og iðrist. Kannski leyfir hann okkur að lifa.‘ Þegar Jehóva sá að fólkið iðraðist hætti hann við að eyða Níníve.

Jónas nálgast Níníve.

Jónas var reiður yfir því að borginni var ekki eytt. Hugsaðu þér: Jehóva var þolinmóður og miskunnsamur við Jónas. En Jónas var ekki miskunnsamur við fólkið í Níníve. Hann sat í fýlu fyrir utan borgina undir flöskugraskersjurt. Síðan dó plantan og þá varð Jónas reiður. Jehóva sagði við hann: ‚Þér þykir meira vænt um þessa plöntu heldur en fólkið í Níníve. Ég sýndi fólkinu miskunn og það lifði af.‘ Hvað var hann að kenna Jónasi? Engin planta var mikilvægari en fólkið í Níníve.

„Jehóva er … þolinmóður við ykkur því að hann vill ekki að neinn farist heldur að allir fái tækifæri til að iðrast.“ – 2. Pétursbréf 3:9.

Spurningar: Hvað kenndi Jehóva Jónasi? Hvað lærum við af sögunni um Jónas?

Jónas 1:1–4:11

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila