Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 55 bls. 132
  • Engill Jehóva verndaði Hiskía

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Engill Jehóva verndaði Hiskía
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Konungi umbunuð trúin
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
  • Guð hjálpar Hiskía konungi
    Biblíusögubókin mín
  • Sjö hirðar og átta leiðtogar – hvað þýða þeir fyrir okkur?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Engin hjálp frá heiminum
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 55 bls. 132
Engill ræðst á herbúðir Assýringa.

SAGA 55

Engill Jehóva verndaði Hiskía

Assýringar voru búnir að sigra tíuættkvíslaríkið Ísrael. Og núna vildi Sanheríb konungur Assýringa sigra tveggjaættkvíslaríkið Júda. Hann sigraði borgirnar í Júda hverja á fætur annarri. En helst af öllu vildi hann sigra Jerúsalem. En Sanheríb vissi ekki að Jehóva verndaði Jerúsalem.

Hiskía Júdakonungur borgaði Sanheríb fullt af peningum til að hann myndi láta Jerúsalem í friði. Sanheríb tók við peningunum en sendi samt sterkan her til að ráðast á Jerúsalem. Fólkið í borginni var hrætt af því að Assýringarnir voru að koma nær og nær. En Hiskía sagði: ‚Ekki vera hrædd. Assýringarnir eru sterkir, en Jehóva mun gera okkur sterkari en þá.‘

Sanheríb sendi yfirdrykkjarþjón sinn til Jerúsalem til að gera grín að fólkinu. Hann stóð fyrir utan borgina og hrópaði: ‚Jehóva getur ekki hjálpað ykkur. Ekki láta Hiskía plata ykkur. Það er enginn guð sem getur verndað ykkur frá okkur.‘

Hiskía spurði Jehóva hvað hann ætti að gera. Jehóva svaraði: ‚Ekki láta yfirdrykkjarþjóninn hræða þig. Sanheríb sigrar ekki Jerúsalem.‘ Síðan fékk Hiskía bréf frá Sanheríb. Í bréfunum stóð: ‚Gefstu bara upp. Jehóva getur ekki bjargað þér.‘ Hiskía bað: ‚Jehóva, bjargaðu okkur svo að allir sjái að þú ert hinn eini sanni Guð.‘ Jehóva sagði við hann: ‚Assýríukonungur kemur ekki inn í Jerúsalem. Ég passa upp á borgina mína.‘

Sanheríb var alveg viss um að hann myndi eignast Jerúsalem bráðlega. En eina nóttina sendi Jehóva engil þangað sem hermennirnir voru með tjöldin sín. Engillinn drap 185.000 hermenn! Sanheríb konungur missti sterkustu hermennina sína. Hann átti ekki um neitt annað að velja en að fara heim. Hann var búinn að tapa. Jehóva verndaði Hiskía og Jerúsalem alveg eins og hann lofaði. Hefðir þú treyst Jehóva ef þú hefðir verið í Jerúsalem?

„Engill Jehóva stendur vörð um þá sem óttast hann og bjargar þeim.“ – Sálmur 34:7.

Spurningar: Hvernig passaði Jehóva upp á Jerúsalem? Heldur þú að Jehóva muni vernda þig?

2. Konungabók 17:1–6; 18:13–37; 19:1–37; 2. Kroníkubók 32:1–23

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila