Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 53 bls. 128
  • Jójada var hugrakkur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jójada var hugrakkur
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jóas yfirgaf Jehóva út af slæmum félagsskap
    Varðturninn: Er Jesús guð?
  • Hvers vegna ættum við að óttast Jehóva?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Jehóva launar hugrekki
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
  • Metnaðargjörn og ill kona sleppur ekki við refsingu
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 53 bls. 128
Jójada æðstiprestur kynnir Jóas konung fyrir fólkinu.

SAGA 53

Jójada var hugrakkur

Jesebel átti dóttur sem hét Atalía. Hún var alveg jafn vond og mamma hennar. Atalía var gift konunginum í Júda. Þegar hann dó varð sonur hennar konungur. En þegar sonur hennar dó gerði Atalía sjálfa sig að stjórnanda yfir Júda. Síðan reyndi hún að losa sig við alla konungsfjölskylduna. Hún drap alla sem hefðu getað orðið stjórnendur í staðin fyrir hana, meira að segja barnabörnin sín. Allir voru hræddir við hana.

Jójada æðstiprestur og Jóseba konan hans vissu að það sem Atalía var að gera var mjög slæmt. Þau settu líf sitt í hættu til að fela eitt barnabarn Atalíu, lítinn strák sem hét Jóas. Þau ólu hann upp í musterinu.

Þegar Jóas var orðinn sjö ára safnaði Jójada saman öllum höfðingjunum og Levítunum. Hann sagði við þá: ‚Standið vörð við dyrnar á musterinu og ekki hleypa neinum inn.‘ Síðan gerði Jójada Jóas að konungi yfir Júda og setti kórónu á hann. Fólkið í Júda hrópaði: „Lengi lifi konungurinn!“

Atalía drottning öskrar.

Atalía drottning heyrði hrópin í fólkinu og flýtti sér í musterið. Þegar hún sá nýja konunginn hrópaði hún: „Samsæri! Samsæri!“ Höfðingjarnir gripu vondu drottninguna, fóru með hana í burtu og tóku hana af lífi. Myndi fólkið í landinu núna fara að tilbiðja Jehóva, þegar Atalía var ekki lengur á lífi?

Jójada hjálpaði þjóðinni að gera sáttmála við Jehóva um að hún myndi bara tilbiðja Jehóva. Jójada lét fólkið rífa niður musteri Baals og mölbrjóta líkneskin. Hann sagði að prestarnir og Levítarnir ættu að vinna í musterinu svo að fólkið gæti aftur tilbeðið Jehóva þar. Hann setti verði við hlið musterisins til að passa að enginn óhreinn gæti komist inn. Síðan fóru Jójada og höfðingjarnir með Jóas í höllina og settu hann í hásætið. Fólkið í Júda fagnaði. Loksins var það laust við Atalíu og Baalsdýrkun og gat þjónað Jehóva. Tókstu eftir hvernig hugrekki Jójada hjálpaði mörgum?

„Hræðist ekki þá sem drepa líkamann en geta ekki drepið sálina. Hræðist heldur þann sem getur tortímt bæði sál og líkama í Gehenna.“ – Matteus 10:28.

Spurningar: Hvernig sýndi Jójada að hann var hugrakkur? Heldurðu að Jehóva geti hjálpað þér að vera hugrakkur?

2. Konungabók 11:1–12:12; 2. Kroníkubók 21:1–6; 22:10–24:16

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila