Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 58 bls. 140-bls. 141 gr. 3
  • Jerúsalem er eytt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jerúsalem er eytt
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jehóva mun gjalda sérhverjum eftir verkum hans
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
  • Jeremía – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 58 bls. 140-bls. 141 gr. 3
Jerúsalem og musterið að brenna.

SAGA 58

Jerúsalem er eytt

Fólkið í Júda yfirgaf Jehóva aftur og aftur og fór að tilbiðja falsguði. Jehóva reyndi í mörg ár að hjálpa Júdamönnum. Hann sendi marga spámenn til að vara þá við, en þeir hlustuðu ekki. Þeir gerðu bara grín að spámönnunum. Hvað gerði Jehóva til að láta þá hætta að tilbiðja falsguði?

Nebúkadnesar, konungur í Babýlon, sigraði hverja þjóðina á fætur annarri. Í fyrra skiptið sem hann sigraði Jerúsalem tók hann Jójakín konung, höfðingjana, stríðskappana og handverksmennina og flutti þá til Babýlonar. Hann tók líka alla fjársjóðina úr musteri Jehóva. Síðan gerði Nebúkadnesar Sedekía að konungi yfir Júda.

Sedekía hlýddi Nebúkadnesari til að byrja með. En þjóðirnar í kring og falsspámennirnir sögðu honum að gera uppreisn gegn Babýlon. Jeremía varaði hann við og sagði: ‚Ef þú gerir uppreisn verða morð, hungur og sjúkdómar í Júda.‘

Sedekía ákvað að gera uppreisn gegn Babýlon þegar hann var búinn að vera konungur í átta ár. Hann bað egypska herinn að hjálpa sér. Þá sendi Nebúkadnesar her sinn til að ráðast á Jerúsalem og þeir settu herbúðir sínar í kringum borgina. Jeremía sagði við Sedekía: ‚Jehóva segir að þú og borgin munið bjargast ef þú gefst upp fyrir Babýlon. En ef þú gerir það ekki munu Babýloníumenn brenna Jerúsalem og taka þig til fanga.‘ Sedekía sagði: ‚Ég ætla ekki að gefast upp!‘

Einu og hálfu ári seinna braust babýlonski herinn inn í Jerúsalem og kveikti í borginni. Herinn kveikti í musterinu, drap marga og tók mörg þúsund manns til fanga.

Sedekía slapp út úr Jerúsalem en Babýloníumenn eltu hann. Þeir náðu honum nálægt Jeríkó og fóru með hann til Nebúkadnesars. Hann þvingaði Sedekía til að horfa á þegar synir hans voru drepnir. Síðan gerði Nebúkadnesar Sedekía blindan og setti hann í fangelsi. Hann dó í fangelsinu. En Jehóva lofaði Júdamönnum: ‚Þið fáið að koma heim aftur til Jerúsalem eftir 70 ár.‘

Hvað varð um unga fólkið sem var tekið til fanga og farið með til Babýlonar? Sýndi þetta unga fólk Jehóva trúfesti?

„Jehóva Guð, þú almáttugi, dómar þínir eru sannir og réttlátir.“ – Opinberunarbókin 16:7.

Spurningar: Hver var Nebúkadnesar? Hvað gerði hann við Jerúsalem? Hver var Sedekía?

2. Konungabók 24:1, 2, 8–20; 25:1–24; 2. Kroníkubók 36:6–21; Jeremía 27:12–14; 29:10, 11; 38:14–23; 39:1–9; Esekíel 21:27

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila