Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 63 bls. 150-bls. 151 gr. 1
  • Skriftin á veggnum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Skriftin á veggnum
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Skriftin á veggnum
    Biblíusögubókin mín
  • Fólk Guðs yfirgefur Babýlon
    Biblíusögubókin mín
  • Fjögur orð sem breyttu heiminum
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Treystu á Jehóva — ekki á „samsæri“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 63 bls. 150-bls. 151 gr. 1
Hönd skrifar á vegginn.

SAGA 63

Skriftin á veggnum

Seinna varð Belsassar konungur í Babýlon. Eitt kvöldið hélt hann þúsund manna veislu og bauð valdamesta fólkinu í landinu. Hann sagði þjónunum sínum að koma með gullbikarana sem Nebúkadnesar hafði tekið úr musteri Jehóva. Belsassar og gestir hans drukku úr bikurunum og lofuðu guði sína. Allt í einu birtist mannshönd sem fór að skrifa dularfull orð á vegginn í matsalnum.

Belsassar varð dauðhræddur. Hann lét sækja galdramennina og lofaði þeim: ‚Ef einhver getur útskýrt þessi orð skal ég gera hann að þriðja voldugasta manni í Babýlon.‘ Þeir reyndu að útskýra orðin en enginn þeirra gat það. Þá kom drottningin og sagði: ‚Það er maður sem heitir Daníel sem var vanur að útskýra ýmislegt fyrir Nebúkadnesari. Hann getur útskýrt þessi orð fyrir þér.‘

Daníel kom og Belsassar sagði við hann: ‚Ef þú getur lesið þessi orð og útskýrt þau skal ég gefa þér gullhálsmen og gera þig að þriðja voldugasta manni í Babýlon.‘ Daníel sagði: ‚Ég vil ekki gjafirnar þínar en ég skal segja þér hvað þessi orð þýða. Nebúkadnesar faðir þinn var stoltur maður en Jehóva auðmýkti hann. Þú veist hvað kom fyrir hann en þú sýndir Jehóva samt óvirðingu með því að drekka vín úr gullbikurunum úr musteri hans. Þess vegna hefur Guð skrifað þessi orð: Mene, mene, tekel og parsin. Þetta þýðir að Medar og Persar eiga eftir að sigra Babýlon og þú verður ekki lengur konungur.‘

Hermenn Kýrusar konungs fara yfir ána upp að hliðum Babýlonar.

Það voru þykkir múrar og djúp á í kringum Babýlon sem vernduðu borgina. Það virtist ómögulegt að sigra hana. En þessa sömu nótt gerðu Medar og Persar árás. Kýrus Persakonungur lét ána renna í aðra átt svo að hermennirnir gætu gengið beint upp að borgarhliðunum. Þegar þeir komu þangað voru hliðin opin. Herinn réðst inn í borgina, sigraði hana og drap konunginn. Kýrus varð síðan konungur Babýlonar.

Innan við ári seinna tilkynnti Kýrus: ‚Jehóva hefur sagt mér að endurreisa musterið í Jerúsalem. Allir af þjóð hans sem vilja hjálpa til mega fara.‘ Margir af Gyðingunum fóru þess vegna heim 70 árum eftir að Jerúsalem var eytt, alveg eins og Jehóva var búinn að lofa. Kýrus skilaði gullbikurunum og silfurbikurunum og áhöldunum sem Nebúkadnesar hafði tekið úr musterinu. Tókstu eftir hvernig Jehóva notaði Kýrus til að hjálpa fólki sínu?

„Hún er fallin! Babýlon hin mikla er fallin og er orðin dvalarstaður illra anda.“ – Opinberunarbókin 18:2.

Spurningar: Hvað þýddi skriftin á veggnum? Hvað sagði Jehóva Kýrusi að gera?

Esrabók 1:1–11; Daníel 5:1–30; Jesaja 44:27–45:2; Jeremía 25:11, 12

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila