Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 69 bls. 164-bls. 165 gr. 2
  • Gabríel heimsækir Maríu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Gabríel heimsækir Maríu
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Engill heimsækir Maríu
    Biblíusögubókin mín
  • Heiðraður fyrir fæðingu
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Ófrísk en ógift
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 69 bls. 164-bls. 165 gr. 2
Engillinn Gabríel birtist Maríu.

SAGA 69

Gabríel heimsækir Maríu

Engill birtist Jósef í draumi.

Elísabet átti unga frænku sem hét María. María bjó í Nasaret í Galíleu. Hún var trúlofuð Jósef, en hann var smiður. Þegar Elísabet var búin að vera ólétt í sex mánuði kom engillinn Gabríel til Maríu. Hann sagði: ‚Sæl, María. Jehóva er sérstaklega ánægður með þig.‘ Hún skildi ekki hvað Gabríel átti við. Þá sagði hann við hana: ‚Þú verður ólétt og eignast son. Þú átt að láta hann heita Jesú. Hann verður konungur og ríki hans mun standa að eilífu.‘

María sagði: ‚En ég er hrein mey. Hvernig get ég eignast barn?‘ Gabríel svaraði: ‚Ekkert er ómögulegt fyrir Jehóva. Heilagur andi kemur yfir þig og þú eignast son. Elísabet frænka þín er líka orðin ólétt.‘ Þá sagði María: ‚Ég er þjónn Jehóva. Það sem þú sagðir um mig má gerast.‘

Jósef giftist Maríu þegar hún er ólétt.

María fór að heimsækja Elísabetu, sem bjó í borg í fjallendi. Þegar María heilsaði henni fann Elísabet að barnið sparkaði í maganum á henni. Elísabet fylltist heilögum anda og sagði: ‚María, Jehóva hefur blessað þig. Það er mikill heiður fyrir mig að hafa mömmu Messíasar í heimsókn.‘ María sagði: ‚Ég lofa Jehóva af öllu hjarta.‘ María var hjá Elísabetu í þrjá mánuði og síðan fór hún heim til Nasaret.

Þegar Jósef komst að því að María var ólétt ætlaði hann að hætta við að giftast henni. En engill kom til hans í draumi og sagði: ‚Ekki vera hræddur við að giftast henni. Hún hefur ekki gert neitt rangt.‘ Jósef giftist þá Maríu.

„Jehóva gerir allt sem hann vill á himni og jörð.“ – Sálmur 135:6.

Spurningar: Hvað sagði Gabríel við Maríu um son hennar? Hvað heldurðu að Elísabetu og Maríu hafi fundist um það sem gerðist?

Matteus 1:18–25; Lúkas 1:26–56; Jesaja 7:14; 9:7; Daníel 2:44; Galatabréfið 4:4

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila