SAGA 70
Englar tilkynna fæðingu Jesú
Ágústus keisari, stjórnandi Rómaveldis, sagði öllum Gyðingum að fara og láta skrásetja sig í heimabæjum sínum. Jósef og María fóru þess vegna til Betlehem af því að fjölskylda Jósefs var þaðan. María var alveg að fara að eiga barnið.
Þegar þau komu til Betlehem fundu þau engan stað til að gista á. Það eina sem þau fundu var gripahús og þar fæddi María Jesú son sinn. Hún vafði hann í mjúkan klút og lagði hann varlega í jötu.
Nálægt Betlehem voru fjárhirðar úti um nóttina að passa kindurnar sínar. Allt í einu stóð engill fyrir framan þá og birtan af dýrð Jehóva var allt í kringum þá. Fjárhirðarnir urðu hræddir en engillinn sagði: ‚Ekki vera hræddir. Ég er með spennandi fréttir. Messías fæddist í Betlehem í dag.‘ Þá birtust margir englar á himninum. Þeir sögðu: ‚Dýrð sé Guði á himnum og friður á jörðinni.‘ Síðan hurfu englarnir. Hvað gerðu fjárhirðarnir?
Þeir sögðu hver við annan: ‚Förum strax til Betlehem.‘ Þeir flýttu sér þangað og fundu Jósef og Maríu í gripahúsinu með nýfædda barnið.
Allir sem fréttu hvað engillin hafði sagt við fjárhirðana voru steinhissa. María hugsaði vandlega um það sem engillinn sagði og hún gleymdi því aldrei. Fjárhirðarnir fóru aftur til kindanna sinna og þökkuðu Jehóva fyrir allt sem þeir höfðu séð og heyrt.
„Ég kem frá Guði og nú er ég hér. Ég kom ekki að eigin frumkvæði heldur sendi hann mig.“ – Jóhannes 8:42.