Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 79 bls. 186-bls. 187 gr. 2
  • Jesús gerir mörg kraftaverk

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús gerir mörg kraftaverk
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jesús reisir upp dána
    Biblíusögubókin mín
  • Dánir geta fengið upprisu
    Lærum af kennaranum mikla
  • Grátur breytist í fögnuð
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Hún snerti klæði hans
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 79 bls. 186-bls. 187 gr. 2
Veikt fólk kemur til Jesú til að fá lækningu.

SAGA 79

Jesús gerir mörg kraftaverk

Jesús kom til jarðarinnar til að boða fagnaðarboðskapinn um ríki Guðs. Jehóva sýndi hvað Jesús mun gera sem konungur með því að gefa honum heilagan anda svo að hann gæti gert kraftaverk. Hann gat læknað hvaða sjúkdóm sem var. Hvert sem hann fór kom veikt fólk til hans til að fá hjálp og hann læknaði það allt. Blindir gátu séð, heyrnarlausir gátu heyrt, lamaðir gátu gengið og þeir sem illir andar stjórnuðu losnuðu við þá. Meira að segja þeir sem bara rétt svo snertu fötin hans gátu fengið lækningu. Fólk elti Jesú hvert sem hann fór. Jesús sendi aldrei neinn í burtu, ekki einu sinni þegar hann langaði til að vera einn.

Einu sinni komu nokkrir með lamaðan mann að húsi þar sem Jesús var. En það voru svo margir í húsinu að þeir komust ekki inn. Þeir gerðu þess vegna gat á þakið og létu manninn síga niður til Jesú. Þá sagði Jesús við manninn: ‚Stattu upp og labbaðu.‘ Hann gerði það og allir voru steinhissa.

Og einu sinni þegar Jesús var að koma að þorpi stóðu tíu menn með holdsveiki svolítið langt í burtu og kölluðu: ‚Jesús, hjálpaðu okkur!‘ Á þeim tíma máttu holdsveikir ekki koma nálægt öðru fólki. Lög Jehóva sögðu að holdsveikir ættu að fara í musterið eftir að þeir læknuðust og Jesús sagði mönnunum að fara þangað. Þeir læknuðust á leiðinni. Einn af mönnunum fór til baka til að þakka Jesú fyrir og lofa Guð þegar hann fattaði að hann var búinn að fá lækningu. Hann var sá eini af þessum tíu sem þakkaði Jesú fyrir.

Ein kona var búin að vera veik í 12 ár. Það var ekkert sem hana langaði meira en að fá lækningu. Hún læddist aftan að Jesú þar sem hann var innan um allt fólkið og rétt svo snerti yfirhöfnina hans. Hún læknaðist alveg um leið. Þá spurði Jesús: „Hver snerti mig?“ Konan var hrædd en hún steig fram og sagði honum hvað hún hafði gert. Jesús huggaði hana með því að segja: ‚Dóttir, þetta er allt í lagi.‘

Samkundustjóri sem hét Jaírus sárbað Jesú: ‚Komdu heim til mín. Litla stelpan mín er fárveik.‘ En stelpan dó áður en Jesús kom heim til Jaírusar. Þegar Jesús kom sá hann að margir voru komnir þangað til að gráta með fjölskyldunni. Jesús sagði við fólkið: ‚Ekki gráta. Hún er bara sofandi.‘ Síðan tók hann í höndina á stelpunni og sagði: ‚Rístu upp, vinan.‘ Hún settist strax upp og Jesús sagði mömmu hennar og pabba að gefa henni eitthvað að borða. Hugsaðu þér hvað þau hljóta að hafa verið glöð!

Jesús reisir upp dóttur Jaírusar.

„Guð smurði hann heilögum anda og gaf honum kraft. Hann fór um landið, gerði gott og læknaði alla sem Djöfullinn þjakaði því að Guð var með honum.“ – Postulasagan 10:38.

Spurningar: Af hverju gat Jesús læknað alla sjúkdóma? Hvað kom fyrir dóttur Jaírusar?

Matteus 9:18–26; 14:36; Markús 2:1–12; 5:21–43; 6:55, 56; Lúkas 6:19; 8:41–56; 17:11–19

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila