SAGA 93
Jesús fer aftur til himna
Jesús hitti fylgjendur sína í Galíleu. Hann gaf þeim mjög mikilvægt verkefni: ‚Farið og gerið fólk frá öllum löndum að lærisveinum. Kennið því það sem ég kenndi ykkur og skírið það.‘ Síðan lofaði hann þeim: ‚Ég verð alltaf með ykkur.‘
Í 40 daga eftir að Jesús reis upp frá dauðum birtist hann mörg hundruð lærisveinum í Galíleu og Jerúsalem. Hann kenndi þeim margt mikilvægt og gerði mörg kraftaverk. Jesús hitti postulana í síðasta sinn á Olíufjallinu.
Hann hafði sagt þeim: ‚Ekki fara frá Jerúsalem. Bíðið eftir því sem Jehóva hefur lofað ykkur.‘ Postularnir höfðu ekki skilið hvað hann var að tala um. Þess vegna spurðu þeir hann á Olíufjallinu: ‚Verðurðu núna konungur í Ísrael?‘ Jesús svaraði: ‚Það er ekki enn þá kominn tími Jehóva til að láta mig verða konungur. Bráðum fáið þið kraft frá heilögum anda og verðið vottar mínir. Farið og boðið í Jerúsalem, Júdeu, Samaríu og út um alla jörðina.‘
Síðan var Jesú lyft upp í himininn og hann fór á bak við ský. Lærisveinarnir héldu áfram að horfa á eftir honum, en hann var farinn.
Lærisveinarnir fóru niður af Olíufjallinu og til Jerúsalem. Næstu dagana hittust þeir í herbergi á efri hæð til að biðja til Jehóva. Þeir voru að bíða eftir að Jesús myndi gefa þeim meiri leiðbeiningar.
„Fagnaðarboðskapurinn um ríkið verður boðaður um alla jörðina til að allar þjóðir fái að heyra hann, og síðan kemur endirinn.“ – Matteus 24:14.