Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 92 bls. 214-bls. 215 gr. 1
  • Jesús birtist fiskimönnunum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús birtist fiskimönnunum
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Við Galíleuvatn
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Þjónað sem mannaveiðarar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Lífshættir fólks á biblíutímanum – fiskimaðurinn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Hann lærði fyrirgefningu af meistaranum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 92 bls. 214-bls. 215 gr. 1
Jesús talar við lærisveina sína á meðan hann grillar fisk á eldi.

SAGA 92

Jesús birtist fiskimönnunum

Einhvern tíma eftir að Jesús birtist postulunum ákvað Pétur að fara að veiða í Galíleuvatni. Tómas, Jakob, Jóhannes og nokkrir aðrir lærisveinar fóru með honum. Þeir voru að veiða alla nóttina en fengu ekkert.

Snemma morguninn eftir sáu þeir mann standa á ströndinni. Hann kallaði til þeirra út á vatnið: ‚Hafið þið veitt eitthvað?‘ „Nei,“ svöruðu þeir. Maðurinn sagði: „Kastið netinu hægra megin við bátinn.“ Þeir gerðu það og fengu svo mikinn fisk að þeir gátu ekki dregið hann upp í bátinn. Jóhannes fattaði allt í einu að þetta var Jesús og sagði: „Þetta er Drottinn!“ Pétur stökk strax út í vatnið og synti í land. Hinir lærisveinarnir komu á eftir á bátnum.

Þegar þeir komu í land sáu þeir að það var brauð þar og að Jesús var að grilla fisk. Jesús sagði þeim að koma með eitthvað af fiskinum sem þeir voru að veiða. Síðan sagði hann: „Komið og fáið ykkur morgunmat.“

Pétur kemur til Jesú á ströndinni og hinir lærisveinarnir fylgja á eftir á báti.

Þegar þeir voru búnir að borða morgunmat spurði Jesús Pétur: ‚Elskarðu mig meira en að veiða?‘ Pétur svaraði: ‚Já, Drottinn, þú veist að ég geri það.‘ Jesús sagði: ‚Gefðu þá lömbunum mínum að borða.‘ Jesús spurði aftur: ‚Pétur, elskarðu mig?‘ Pétur svaraði: ‚Drottinn, þú veist að ég geri það.‘ Jesús sagði: „Gættu lamba minna.“ Jesús spurði Pétur að því sama í þriðja sinn. Pétur varð mjög leiður og sagði: ‚Drottinn, þú veist allt. Þú veist að ég elska þig.‘ Jesús sagði: „Fóðraðu lömbin mín.“ Að lokum sagði hann við Pétur: „Haltu áfram að fylgja mér.“

„[Jesús] sagði við þá: ‚Komið og fylgið mér og ég skal láta ykkur veiða menn.‘ Þeir yfirgáfu netin samstundis og fylgdu honum.“ – Matteus 4:19, 20.

Spurningar: Hvaða kraftaverk gerði Jesús fyrir fiskimennina? Af hverju heldurðu að Jesús hafi spurt Pétur þrisvar sinnum: „Elskarðu mig?“

Jóhannes 21:1–19, 25; Postulasagan 1:1–3

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila