Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • es20 bls. 27-37
  • Mars

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Mars
  • Rannsökum daglega ritningarnar – 2020
  • Millifyrirsagnir
  • Sunnudagur 1. mars
  • Mánudagur 2. mars
  • Þriðjudagur 3. mars
  • Miðvikudagur 4. mars
  • Fimmtudagur 5. mars
  • Föstudagur 6. mars
  • Laugardagur 7. mars
  • Sunnudagur 8. mars
  • Mánudagur 9. mars
  • Þriðjudagur 10. mars
  • Miðvikudagur 11. mars
  • Fimmtudagur 12. mars
  • Föstudagur 13. mars
  • Laugardagur 14. mars
  • Sunnudagur 15. mars
  • Mánudagur 16. mars
  • Þriðjudagur 17. mars
  • Miðvikudagur 18. mars
  • Fimmtudagur 19. mars
  • Föstudagur 20. mars
  • Laugardagur 21. mars
  • Sunnudagur 22. mars
  • Mánudagur 23. mars
  • Þriðjudagur 24. mars
  • Miðvikudagur 25. mars
  • Fimmtudagur 26. mars
  • Föstudagur 27. mars
  • Laugardagur 28. mars
  • Sunnudagur 29. mars
  • Mánudagur 30. mars
  • Þriðjudagur 31. mars
Rannsökum daglega ritningarnar – 2020
es20 bls. 27-37

Mars

Sunnudagur 1. mars

„Þú ríkir yfir öllu.“ – 1. Kron. 29:12.

Þegar við lesum tvo fyrstu kaflana í 1. Mósebók er auðvelt að sjá að Adam og Eva nutu frelsis sem menn nú á dögum geta aðeins vonast eftir – frelsis frá ótta, kúgun og frá áhyggjum af nauðsynjum. Fyrstu hjónin voru algerlega laus við áhyggjur af mat, vinnu, veikindum og dauða. (1. Mós. 1:27–29; 2:8, 9, 15) En lykilatriði, sem við ættum að hafa í huga, er að Jehóva Guð einn býr yfir því sem kalla má algert og ótakmarkað frelsi. Af hverju segjum við það? Af því að hann er skapari alls og alvaldur drottinn alheims. (1. Tím. 1:17; Opinb. 4:11) Í samræmi við þessa lýsingu er frelsi allra sköpunarvera á himni og jörð afstætt. Þær þurfa að viðurkenna að Jehóva Guð fer með æðsta vald til að setja takmörk sem hann ákveður að séu réttlát, nauðsynleg og sanngjörn. Og það hefur hann reyndar gert allt frá upphafi mannkyns. w18.04 4 gr. 4, 6

Mánudagur 2. mars

Hversu yndislegir eru fætur fagnaðarboðans. – Jes. 52:7.

Við getum aðeins haldið út í þessum heimi með hjálp Jehóva. (2. Kor. 4:7, 8) En hugsaðu um alla þá sem eiga ekki Jehóva að vini. Það hlýtur að vera mjög erfitt að lifa í þessum heimi án hans hjálpar. Við finnum til með þeim líkt og Jesús og við finnum okkur knúin til að færa þeim „gleðitíðindin“. Við skulum því vera þolinmóð við þá sem við kennum. Höfum í huga að þeir hafa kannski aldrei hugleitt sum þeirra biblíusanninda sem við þekkjum mjög vel. Og mörgum er ákaflega annt um þá trú sem þeir hafa. Þeir líta kannski svo á að trúarskoðanir þeirra séu stór hluti af menningu þeirra og samfélagi og að þær bindi fjölskylduna einingarböndum. Áður en fólk segir skilið við „gamlar“ trúarskoðanir sem eru því hjartfólgnar gætum við sömuleiðis fyrst þurft að hjálpa því að meta að verðleikum „ný“ sannindi – kenningar Biblíunnar sem það þekkti ekki áður. Þá er það fyrst reiðubúið að segja skilið við fyrri skoðanir. Það getur tekið tíma að hjálpa fólki að gera slíkar breytingar. – Rómv. 12:2. w19.03 23 gr. 10, 12; 24 gr. 13

Þriðjudagur 3. mars

„Á þér hef ég velþóknun.“ – Mark. 1:11.

Fordæmi Jehóva um að láta í ljós kærleika sinn og velþóknun minnir okkur á að leita færis til að hvetja aðra. (Jóh. 5:20) Við blómstrum þegar einhver sem okkur þykir vænt um sýnir kærleika og hrósar okkur fyrir það góða sem við gerum. Fjölskylda okkar og trúsystkini þarfnast þess einnig að við hvetjum þau og sýnum þeim kærleika. Þegar við hrósum öðrum styrkjum við trú þeirra og hjálpum þeim að þjóna Jehóva trúfastlega. Það er sérstaklega mikilvægt að foreldrar hvetji börnin sín. Börn dafna þegar foreldrar þeirra hrósa þeim í einlægni og sýna þeim umhyggju. Orðin: „Á þér hef ég velþóknun,“ sýna að Jehóva var fullviss um að Jesús myndi staðfastur framfylgja vilja hans. Fyrst Jehóva ber slíkt traust til sonar síns getum við einnig verið fullviss um að Jesús verði trúfastur og uppfylli öll loforð Jehóva. (2. Kor. 1:20) Þegar við hugleiðum fordæmi Jesú verðum við enn ákveðnari í að læra af honum og feta í fótspor hans. – 1. Pét. 2:21. w19.03 8 gr. 3; 9 gr. 5–6

Miðvikudagur 4. mars

„Lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.“ – Rómv. 8:2.

Þegar við fáum gjöf sem er okkur mikils virði langar okkur til að sýna þeim sem gaf okkur hana þakklæti. Ísraelsmenn kunnu ekki að meta frelsið sem Jehóva gaf þeim með því að leysa þá úr ánauðinni í Egyptalandi. Aðeins fáeinum mánuðum eftir að þeir fengu frelsi fóru þeir að sakna þess sem þeir höfðu haft að borða og drekka í Egyptalandi. Þeir kvörtuðu yfir því sem Jehóva gaf þeim og vildu meira að segja snúa aftur til Egyptalands. Hugsaðu þér! Þeir mátu ,fisk, gúrkur, melónur, blaðlauk, lauk og hvítlauk‘ meira en frelsið sem Jehóva gaf þeim til að tilbiðja hann. Er nokkur furða að Jehóva skyldi reiðast þjóð sinni? (4. Mós. 11:5, 6, 10; 14:3, 4) Við getum dregið dýrmætan lærdóm af þessu. Páll postuli varaði alla kristna menn við að líta á það sem sjálfsagðan hlut að Jehóva hefur gefið okkur frelsi fyrir milligöngu sonar síns, Jesú Krists. – 2. Kor. 6:1. w18.04 9–10 gr. 6–7

Fimmtudagur 5. mars

„Hann hefur mætur á réttlæti og rétti, jörðin er full af gæsku Drottins.“ – Sálm. 33:5.

Við viljum öll vera elskuð og að komið sé fram við okkur af sanngirni. Ef okkur er ítrekað synjað um ást og réttlæti getur okkur fundist við einskis virði og við fundið fyrir vonleysi. Jehóva veit að við þráum réttlæti og að vera elskuð. (Sálm. 33:5) Við megum treysta því að Guð elskar okkur heitt og vill að við njótum sanngirni. Það má sjá af lögmálinu sem Jehóva gaf Ísraelsþjóðinni fyrir milligöngu Móse. Við kynnumst umhyggju Jehóva, okkar kærleiksríka Guðs, þegar við hugleiðum Móselögin. (Rómv. 13:8–10) Við getum séð að Móselögin hafa verið byggð á kærleika því að kærleikur er hvötin að baki öllu sem Jehóva gerir. (1. Jóh. 4:8) Hann byggði öll ákvæði Móselaganna á tveim grundvallarboðum – að elska Guð og að elska náungann. (3. Mós. 19:18; 5. Mós. 6:5; Matt. 22:36–40) Hvert og eitt af hinum rúmlega 600 ákvæðum lögmálsins getur kennt okkur eitthvað um kærleika Jehóva. w19.02 20–21 gr. 1–4

Föstudagur 6. mars

„Hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ – Matt. 6:21.

Job gætti að því hvernig hann kom fram við konur. (Job. 31:1) Hann vissi að það væri óviðeigandi að sýna öðrum en eiginkonu sinni rómantískan áhuga. Í heiminum nú til dags eru kynferðislegar freistingar á hverju strái. Erum við staðráðin í að líkja eftir Job og sýna engum óviðeigandi athygli sem er ekki maki okkar? Erum við ákveðin í að horfa ekki á klúrar eða klámfengnar myndir, sama hvar þær kunna að birtast? (Matt. 5:28) Ef við sýnum slíka sjálfstjórn á hverjum degi verðum við ákveðnari í að láta aldrei af ráðvendni okkar. Job hlýddi Jehóva einnig með því að sjá efnislega hluti í réttu ljósi. Hann vissi að það væri alvarleg og refsiverð synd að setja traust sitt á efnislegar eigur. (Job. 31:24, 25, 28) Við búum í heimi þar sem efnishyggja er allsráðandi. En við verðum enn ákveðnari í að vera ráðvönd ef við tileinkum okkur rétt viðhorf til peninga og efnislegra hluta eins og Biblían hvetur til. – Orðskv. 30:8, 9; Matt. 6:19, 20. w19.02 6 gr. 13–14

Laugardagur 7. mars

„Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig.“ – Jóh. 15:9.

Jesús endurspeglaði fullkomlega kærleika Jehóva til okkar í öllu sem hann gerði. (1. Jóh. 4:8–10) Og umfram allt var hann fús til að gefa líf sitt í okkar þágu. Hvort sem við erum af hinum andasmurðu eða ,öðrum sauðum‘ njótum við góðs af kærleikanum sem Jehóva og sonur hans sýndu okkur með þessari fórn. (Jóh. 10:16; 1. Jóh. 2:2) Hugleiðum einnig hvernig brauðið og vínið á minningarhátíðinni bera vitni um kærleika og tillitssemi Jesú við lærisveina sína. Jesús sýndi andasmurðum fylgjendum sínum kærleika með því að innleiða einfalda máltíð í stað þess að ætla þeim að fara eftir flóknum helgisiðum til að minnast dauða hans. Andasmurðir lærisveinar hans myndu halda minningarhátíðina árlega og þyrftu að gera það við ýmsar aðstæður, þar á meðal í fangelsum. (Opinb. 2:10) Hafa þeir getað hlýtt boði Jesú? Já, svo sannarlega. Allt fram á okkar tíma hafa sannkristnir menn lagt sig fram um að minnast dauða Jesú. w19.01 24 gr. 13–15

Sunnudagur 8. mars

Þið munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa. – Jóh. 8:32.

Það felur í sér að vera frjáls undan falstrúarbrögðum, fáfræði og hjátrú. En ekki nóg með það. Það færir okkur að lokum „frelsið í dýrðinni með börnum Guðs“. (Rómv. 8:21) Þú getur nú þegar notið þessa frelsis að hluta til með því að fara eftir því sem Jesús kenndi. (Jóh. 8:31) Þannig muntu „þekkja sannleikann“, ekki aðeins með því að fræðast um hann heldur með því að lifa eftir honum. Í þessu gamla heimskerfi er jafnvel það sem kallast gott líf í besta falli stutt og ótraust. Við vitum ekki hvað gerist á morgun. (Jak. 4:13, 14) Það er því skynsamlegt að taka ákvarðanir sem hjálpa þér að eignast „hið sanna líf“ – eilífa lífið. (1. Tím. 6:19) Jehóva neyðir okkur að sjálfsögðu ekki til að þjóna sér. Það er undir okkur komið hvað við gerum. Láttu því Jehóva vera „hlutskipti“ þitt. (Sálm. 16:5) Mettu að verðleikum ,gæðin‘ sem hann hefur gefið þér. (Sálm. 103:5) Og treystu því að Jehóva geti veitt þér „gleðignótt“ og hamingjuríkt líf að eilífu. – Sálm. 16:11. w18.12 28 gr. 19, 21

Mánudagur 9. mars

Maðurinn á ekki að skilja við konuna. – 1. Kor. 7:11.

Allir þjónar Guðs ættu að virða hjónabandið eins og Jesús og Jehóva gera. En við erum öll ófullkomin og því gera það ekki allir sem skyldi. (Rómv. 7:18–23) Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að sumir þjónar Guðs á fyrstu öld áttu í hjónabandserfiðleikum. Páll skrifaði að „konan skuli ekki skilja við mann sinn“, það er að segja slíta samvistum við hann. Engu að síður átti það til að gerast. (1. Kor. 7:10) Páll útskýrði ekki hvað varð til þess að hjón slitu samvistum. Vandamálið var ekki að eiginmaðurinn hafði framið kynferðislegt siðleysi, svo dæmi sé tekið. Þá hefði konan haft gilda ástæðu til að skilja og giftast að nýju. En Páll skrifaði að eiginkona, sem hafði slitið samvistum við mann sinn, ætti að vera ,áfram ógift eða sættast við manninn‘. Þau voru því enn gift í augum Guðs. Páll sagði að ef kynferðislegt siðleysi hefur ekki átt sér stað ætti markmiðið alltaf að vera að ná sáttum, sama hvaða erfiðleika er um að ræða. Hjónin geta leitað aðstoðar öldunganna. w18.12 13 gr. 14–15

Þriðjudagur 10. mars

„Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis.“ – Matt. 6:33.

Vilji Guðs með okkur er að við eigum vináttusamband við hann og tökum eins mikinn þátt og við getum í að boða fagnaðarerindið. (Matt. 28:19, 20; Jak. 4:8) Fólk, sem vill vel, gæti reynt að letja okkur. Hvað myndirðu til dæmis gera ef vinnuveitandi þinn byði þér stöðuhækkun með töluvert hærri launum en sem myndi trufla andlegu dagskrána? Eða segjum, ef þú ert enn í skóla, að þér stæði til boða að fara að heiman til að fara í frekara nám. Myndirðu þurfa að rannsaka málið í bæn fyrst þá og ráðfæra þig við aðra áður en þú tækir ákvörðun? Kynntu þér heldur núna hvernig Jehóva lítur á slík mál og tileinkaðu þér sama hugarfar og hann. Þá má vel vera að það verði tæplega nokkur freisting ef þú færð slíkt boð. Þú hefur þá þegar sett þér skýr andleg markmið og ert búinn að gera upp hug þinn. Það eina sem þú þarft að gera er að standa við ákvörðun sem þú hefur þegar tekið. w18.11 27 gr. 18

Miðvikudagur 11. mars

„Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru.“ – Orðskv. 4:23.

Salómon var ungur að árum þegar hann varð konungur Ísraels. Stuttu eftir að hann tók við völdum birtist Jehóva honum í draumi og sagði: „Segðu hvað þú vilt að ég gefi þér.“ Salómon svaraði: „Ég er enn ungur og óreyndur ... Gefðu því þjóni þínum vilja til að hlýða þér svo að ég geti stjórnað þjóð þinni.“ (1. Kon. 3:5–10) Hvílík hógværð! Salómon bað aðeins um „vilja til að hlýða“, eða „hlýðið hjarta“ eins og segir í frumtextanum. Það er engin furða að Jehóva elskaði Salómon. (2. Sam. 12:24) Guð okkar var svo ánægður með svar þessa unga konungs að hann gaf honum „hyggið og skynugt hjarta“. (1. Kon. 3:12) Salómon naut ríkulegrar blessunar meðan hann var trúfastur. Hann fékk þann heiður að reisa „nafni Drottins, Guðs Ísraels“, musteri. (1. Kon. 8:20) Hann hlaut frægð fyrir viskuna sem Guð gaf honum. Og það sem hann sagði undir innblæstri er skráð í þrem bókum Biblíunnar. Ein þeirra er Orðskviðirnir. w19.01 14 gr. 1–2

Fimmtudagur 12. mars

„Fylgið ekki háttsemi þessa heims.“ – Rómv. 12:2.

Sumir vilja ekki að aðrir móti þá eða hafi áhrif á hugarfar þeirra. Þeir segjast geta hugsað fyrir sig sjálfa. Sennilega eiga þeir við að þeir eigi rétt á að taka eigin ákvarðanir. Þeir vilja ekki láta stjórna sér eða verða eins og allir aðrir. Við getum verið viss um að við hættum ekki að hugsa sjálfstætt eða hafa eigin skoðanir þótt við tileinkum okkur hugarfar Jehóva. Í 2. Korintubréfi 3:17 segir: „Þar sem andi Drottins er, þar er frelsi.“ Við höfum frelsi til að vera við sjálf. Við getum haft okkar eigin smekk og valið okkur áhugamál. Jehóva skapaði okkur þannig. En við getum ekki notað frelsi okkar takmarkalaust. (1. Pét. 2:16) Jehóva vill að við leitum leiðsagnar í orði hans þegar við þurfum að meta hvort eitthvað sé rétt eða rangt. w18.11 19 gr. 5–6

Föstudagur 13. mars

„Demas hefur yfirgefið mig vegna þess að hann elskaði þennan heim.“ – 2. Tím. 4:10.

Þegar við kynntumst sannleikanum gerðum við okkur grein fyrir að þjónustan við Jehóva skiptir meira máli en efnislegir hlutir. Við vorum meira en fús til að fórna efnislegum þægindum til að geta gengið í sannleikanum. En eftir því sem tíminn líður sjáum við kannski aðra kaupa sér nýjustu tæki og tól eða njóta annarra efnislegra þæginda. Okkur gæti fundist við fara á mis við eitthvað. Ef við erum ekki ánægð með það sem við höfum gætum við farið að sækjast eftir efnislegum hlutum í stað þess að einbeita okkur að þjónustunni við Jehóva. Það minnir okkur á Demas. „Hann elskaði þennan heim“ og fyrir vikið sagði hann skilið við þjónustuverkefnið sem hann sinnti með Páli. Hvers vegna yfirgaf Demas Pál? Kannski elskaði hann efnislega hluti meira en þjónustuna við Jehóva eða kannski var hann ekki lengur fús til að fórna eigin þægindum til að geta unnið með Páli. Við viljum svo sannarlega ekki endurvekja löngun okkar í efnislega hluti og láta það verða til þess að við hættum að elska sannleikann. w18.11 10 gr. 9

Laugardagur 14. mars

„Sannið til, þið munuð ekki deyja.“ – 1. Mós. 3:4.

Lygi Satans var illkvittin vegna þess að hann vissi mætavel að ef Eva tryði honum og borðaði ávöxtinn myndi hún deyja. Bæði Eva og Adam óhlýðnuðust boði Jehóva og dóu að lokum. (1. Mós. 3:6; 5:5) Og það sem meira er, þá er „dauðinn runninn til allra manna“ vegna þessarar syndar. Meira að segja „ríkti dauðinn ... einnig yfir þeim sem höfðu ekki syndgað á sömu lund og Adam“. (Rómv. 5:12, 14) Nú er svo komið að í stað þess að njóta þess að lifa fullkomnu lífi að eilífu, eins og Guð ætlaði mönnunum í upphafi, lifa menn í „sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár“. Og jafnvel þá er lífið oft „mæða og hégómi“. (Sálm. 90:10) Hugsa sér hvað lygi Satans hefur haft hörmulegar afleiðingar! Í Jóhannesi 8:44 segir Jesús um Satan: „[Hann] var ekki staðfastur í sannleikanum, því sannleiki er ekki í honum.“ (Biblían 1859) Sannleikurinn er enn ekki í Satan því að hann „afvegaleiðir alla heimsbyggðina“ með lygum sínum enn þann dag í dag. (Opinb. 12:9) Við viljum ekki að djöfullinn afvegaleiði okkur. w18.10 6–7 gr. 1–4

Sunnudagur 15. mars

„Sælir eru friðflytjendur því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.“ – Matt. 5:9.

Þeir sem eiga frumkvæði að því að stuðla að friði hafa góða ástæðu til að vera hamingjusamir. Lærisveinninn Jakob skrifaði: „Friðflytjendur uppskera réttlæti og frið.“ (Jak. 3:18) Þegar samband okkar við einhvern í söfnuðinum eða fjölskyldunni er stirt getum við beðið Guð að hjálpa okkur að stuðla að friði. Hann hjálpar okkur þá með heilögum anda sínum að hegða okkur rétt, og það stuðlar að hamingju. Jesús lagði áherslu á hve mikilvægt það er að taka frumkvæðið að því að stuðla að friði. Hann sagði: „Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína.“ – Matt. 5:23, 24. w18.09 21 gr. 17

Mánudagur 16. mars

„Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað.“ – Jóh. 13:34.

Jesús minntist næstum 30 sinnum á kærleika síðasta kvöldið sem hann var með lærisveinum sínum. Hann lagði sérstaka áherslu á að lærisveinar sínir ættu að ,elska hver annan‘. (Jóh. 15:12, 17) Kærleikur þeirra hver til annars átti að vera svo áberandi að hann myndi einkenna þá sem trúa fylgjendur hans. (Jóh. 13:35) Þessi kærleikur er ekki bara tilfinningasemi. Jesús átti við mjög göfugan eiginleika – fórnfúsan kærleika. Hann sagði: „Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður.“ (Jóh. 15:13, 14) Einlægur, fórnfús kærleikur og órjúfanleg eining einkennir þjóna Jehóva nú á dögum. (1. Jóh. 3:10, 11) Við megum vera þakklát fyrir að þjónar Jehóva líkja eftir kærleika Krists óháð tungumáli, þjóðerni, kynþætti eða bakgrunni. w18.09 12 gr. 1–2

Þriðjudagur 17. mars

„Ef einhver sér eigi fyrir sínum, sérstaklega heimilismönnum, þá hefur hann afneitað trúnni.“ – 1. Tím. 5:8, Biblían 1981.

Jehóva ætlast til þess að þjónar sínir annist fjölskyldu sína. Þú gætir þurft að vinna til að sjá fyrir fjölskyldunni. Margar mæður þurfa að vera heima til að annast ungbörn sín. Og sumir gætu þurft að annast veikburða foreldra sína. Allt er þetta nauðsynlegt. Ef þú hefur slíkum skyldum að gegna geturðu væntanlega ekki gert eins mikið og þú vildir í þjónustunni við Jehóva. En misstu ekki móðinn. Það gleður Jehóva að þú skulir sjá fyrir fjölskyldunni. (1. Kor. 10:31) Kannski hefurðu ekki mikla fjölskylduábyrgð. Geturðu þá aðstoðað trúsystkini sem eru veik, öldruð eða þurfa á annars konar aðstoð að halda? Eða geturðu létt undir með þeim sem annast þau? Veltu fyrir þér hverjir í söfnuðinum þurfa á aðstoð að halda. Þannig geturðu verið verkfæri í höndum Jehóva til að svara bæn. – 1. Kor. 10:24. w18.08 24 gr. 3, 5

Miðvikudagur 18. mars

„Guð var með honum, frelsaði hann úr öllum þrengingum hans.“ – Post. 7:9, 10.

Jósef var um 17 ára þegar bræður hans seldu hann í þrældóm. Þeir öfunduðu hann af því að hann var í uppáhaldi hjá Jakobi, föður þeirra. (1. Mós. 37:2–4, 23–28) Í 13 ár þurfti hann margt að þola í Egyptalandi, langt frá föður sínum. Í fyrstu var hann þræll og síðan þurfti hann að dúsa í fangelsi. Hvað hjálpaði honum að verða ekki bitur og örvæntingarfullur? Þegar Jósef sat í fangelsinu hefur hann eflaust einbeitt sér að því hvernig Jehóva blessaði hann. (1. Mós. 39:21; Sálm. 105:17–19) Spádómlegu draumarnir, sem hann dreymdi þegar hann var yngri, hljóta líka að hafa fullvissað hann um að Jehóva hefði velþóknun á honum. (1. Mós. 37:5–11) Líklega úthellti hann oft hjarta sínu fyrir honum. (Sálm. 145:18) Jehóva svaraði innilegum bænum hans með því að fullvissa hann um að hann ,yrði með honum‘ í öllum raunum hans. w18.10 28 gr. 3–4

Fimmtudagur 19. mars

„Fátæklingurinn verður jafnvel hvimleiður jafningja sínum en auðmaðurinn eignast fjölda vina.“ – Orðskv. 14:20.

Fjárhagur getur haft áhrif á það hvernig við lítum á fólk. En hvernig þá? Heilagur andi knúði Salómon til að skrifa sorglega staðreynd um ófullkomna menn sem finna má í versi dagsins. Hvað lærum við af þessum orðskviði? Ef við gætum okkar ekki förum við kannski að sækjast eftir vináttu efnaðra trúsystkina en sneiðum hjá þeim sem eru fátækari. Af hverju er svona hættulegt að meta aðra eftir efnislegum eigum þeirra? Af því að við gætum ýtt undir stéttaskiptingu í söfnuðinum. Þetta vandamál kom upp í sumum söfnuðum á fyrstu öld og lærisveinninn Jakob varaði kristna menn við því. (Jak. 2:1–4) Við þurfum að forðast að dæma fólk eftir því sem það á og vera vel á verði svo að slíkur hugsunarháttur hafi ekki áhrif á söfnuðinn nú á dögum. w18.08 10 gr. 8–10

Föstudagur 20. mars

„Hafið brennandi kærleika hvert til annars.“ – 1. Pét. 4:8.

Ef við erum þakklát fyrir að eiga náið samband við Jehóva birtist það í framkomu okkar við trúsystkini. Þau tilheyra líka Jehóva. Svo framarlega sem við höfum það í huga komum við alltaf fram við bræður okkar og systur af góðvild og kærleika. (1. Þess. 5:15) Jesús sagði við fylgjendur sína: „Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóh. 13:35) Malakí sagði að Jehóva tæki eftir því hvernig þjónar hans koma fram hver við annan. Hann ,hlýðir á með athygli‘. (Mal. 3:16) Jehóva þekkir vissulega þá sem tilheyra honum. (2. Tím. 2:19) Hann tekur vel eftir öllu sem við gerum og segjum. (Hebr. 4:13) Jehóva ,hlýðir á með athygli‘ þegar við erum ekki góðviljuð í garð bræðra og systra. En við getum líka treyst því að Jehóva gefi því gaum þegar við sýnum hvert öðru gestrisni, örlæti og góðvild og fyrirgefum fúslega. – Hebr. 13:16. w18.07 26 gr. 15, 17

Laugardagur 21. mars

Við Jehóva skalt þú halda þér fast. – 5. Mós. 10:20, Biblían 1981.

Það er rökrétt að halda sér fast við Jehóva. Enginn er eins máttugur, vitur eða kærleiksríkur og Guð okkar. Við viljum auðvitað öll standa með honum og vera honum trúföst. (Sálm. 96:4–6) En sumir þjóna hans hafa þó hvikað frá trúfesti sinni þegar á reyndi. Lítum fyrst á frásöguna af Kain. Hann tilbað engan annan guð en Jehóva. En Jehóva hafði ekki velþóknun á tilbeiðslu hans. Hann sá að illar hneigðir bjuggu í hjarta hans. (1. Jóh. 3:12) Jehóva reyndi að hjálpa Kain og sagði: „Er ekki svo að þú getur verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt, en gerir þú rangt þá liggur syndin við dyrnar? Hún girnist þig en þú getur sigrast á henni.“ (1. Mós. 4:6, 7) Jehóva sagði Kain efnislega: „Ef þú iðrast og tekur einarða afstöðu með mér þá stend ég með þér.“ En Kain hlustaði ekki á hann. w18.07 17 gr. 1, 3; 18 gr. 4

Sunnudagur 22. mars

Ljós yðar lýsi meðal mannanna. – Matt. 5:16.

Ein leið til að láta ljós okkar lýsa er að boða fagnaðarerindið og gera fólk að lærisveinum. (Matt. 28:19, 20) Við getum enn fremur verið Jehóva til heiðurs með hegðun okkar. Húsráðendur og vegfarendur taka eftir okkur. Vingjarnlegt bros og hlýleg kveðja segja heilmikið um okkur og þann Guð sem við tilbiðjum. „Þegar þér komið í hús þá árnið því góðs,“ sagði Jesús við lærisveina sína. (Matt. 10:12) Algengt var að fólk byði ókunnugum inn á heimili sitt á þeim slóðum þar sem Jesús og postularnir boðuðu trúna. Víða um lönd er það ekki mjög algengt nú á dögum. Fólk er oft kvíðið eða pirrað þegar ókunnugir banka upp á. En ef við erum hlýleg og vingjarnleg er líklegt að fólk slaki á. Það er einnig reynsla bræðra og systra sem boða trúna við ritatrillur á almannafæri. Þú tekur kannski eftir því hvernig hlýlegt bros og vingjarnleg kveðja hefur oft góð áhrif á fólk. w18.06 22 gr. 4–5

Mánudagur 23. mars

„Guð fer ekki í manngreinarálit.“ – Post. 10:34.

Pétur postuli hafði yfirleitt eingöngu umgengist Gyðinga. En þegar Guð hafði gert honum ljóst að kristnir menn ættu ekki að fara í manngreinarálit vitnaði Pétur fyrir Kornelíusi, rómverskum hundraðshöfðingja. (Post. 10:28, 35) Þaðan í frá umgekkst Pétur trúsystkini sín af hópi heiðingja og sat til borðs með þeim. En þó nokkrum árum síðar, í borginni Antíokkíu, hætti Pétur að sitja til borðs með kristnum mönnum sem voru ekki Gyðingar. (Gal. 2:11–14) Páll ávítaði Pétur sem tók leiðréttinguna til sín. Hvernig vitum við það? Þegar Pétur skrifaði fyrra bréf sitt til kristinna manna í Litlu-Asíu, bæði af hópi Gyðinga og heiðingja, talaði hann hlýlega um allt samfélag þeirra sem trúa. (1. Pét. 1:1; 2:17) Ljóst er að postularnir lærðu af fordæmi Jesú að elska ,alla menn‘. (1. Tím. 4:10; Jóh. 12:32) Þeir breyttu hugsunarhætti sínum þótt það hafi tekið sinn tíma. Frumkristnir menn íklæddust ,hinum nýja manni‘ og lærðu að líta á alla sem jafna frammi fyrir Guði. – Kól. 3:10, 11. w18.06 11 gr. 15–16

Þriðjudagur 24. mars

Standið því klædd réttlætinu sem brynju. – Ef. 6:14.

Ein gerð af brynjum rómverskra hermanna á fyrstu öld var samsett úr ræmum úr járni sem lágu lárétt og voru látnar skarast. Hermaður í brynju af þessu tagi þurfti að ganga reglulega úr skugga um að plöturnar sætu á sínum stað svo að hún verndaði hjartað og önnur líffæri. Þetta er viðeigandi táknmynd þess hvernig réttlátar meginreglur Jehóva geta verndað hið óeiginlega hjarta. (Orðskv. 4:23) Það hefði aldrei hvarflað að hermanni að skipta á brynju úr járni og brynju úr deigari málmi. Við viljum ekki heldur skipta á meginreglum Jehóva og hugmyndum sjálfra okkar um rétt og rangt. Dómgreind okkar er hreinlega ekki nógu góð til að veita okkur nauðsynlega vernd. (Orðskv. 3:5, 6) Þess vegna þurfum við að ganga reglulega úr skugga um að brynjan, sem Jehóva hefur gefið okkur, sé í lagi og verndi hjartað. Því heitar sem við elskum sannleikann því auðveldara eigum við með að bera ,brynjuna‘, það er að segja að lifa eftir réttlátum lögum Jehóva. – Sálm. 111:7, 8; 1. Jóh. 5:3. w18.05 28 gr. 3–4, 6–7

Miðvikudagur 25. mars

„Fólkið ásakaði Móse.“ – 4. Mós. 20:3.

Fólkið kvartaði þó að Móse hefði verið óeigingjarn leiðtogi þeirra í langan tíma. Það kvartaði ekki aðeins vegna vatnsleysis heldur einnig yfir Móse, eins og það væri honum að kenna að fólkið var þyrst. (4. Mós. 20:1–5, 9–11) Móse rauk upp í reiði og gleymdi hógværðinni. Í stað þess að ávarpa klettinn í trú, eins og Jehóva hafði sagt honum að gera, talaði Móse reiðilega við fólkið og gaf sjálfum sér heiðurinn af kraftaverkinu. Síðan sló hann tvisvar á klettinn og mikið vatn streymdi út úr honum. Stolt og reiði varð til þess að honum urðu á alvarleg mistök. (Sálm. 106:32, 33) Móse fékk ekki að ganga inn í fyrirheitna landið vegna þess að hann skorti hógværð um stund. (4. Mós. 20:12) Við getum dregið verðmætan lærdóm af þessu atviki. Í fyrsta lagi þurfum við stöðugt að vera hógvær. Ef við vanrækjum það, jafnvel um stutta stund, getum við orðið stolt aftur og farið að tala og hegða okkur heimskulega. Í öðru lagi getur streita gert okkur veikari fyrir og því þurfum við að leggja okkur fram um að vera hógvær þó að við séum undir álagi. w19.02 12–13 gr. 19–21

Fimmtudagur 26. mars

„Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina.“ – Matt. 24:14.

Er íþyngjandi að fylgja fyrirmælum Jesú um að boða trúna? Síður en svo. Eftir að Jesús hafði sagt dæmisöguna um vínviðinn sagði hann að boðunin myndi veita okkur gleði. (Jóh. 15:11) Hann sagði meira að segja að við myndum njóta sömu gleði og hann. Hvernig þá? Jesús líkti sjálfum sér við vínvið og lærisveinum sínum við greinar. (Jóh. 15:5) Vínviðurinn heldur uppi greinunum. Svo framarlega sem greinarnar eru á vínviðnum fá þær vatn og næringu í gegnum hann. Eins njótum við sömu gleði og Jesús svo framarlega sem við erum sameinuð honum og fetum náið í fótspor hans. Þá njótum við gleðinnar sem hann naut, gleðinnar sem hlýst af því að gera vilja Guðs. (Jóh. 4:34; 17:13; 1. Pét. 2:21) Hanne hefur meira en fjögurra áratuga reynslu af brautryðjandastarfinu. Hún segir: „Ég er alltaf glöð þegar ég hef verið í boðuninni. Það hvetur mig til að halda áfram í þjónustu Jehóva.“ Gleðin gefur okkur kraft til að halda áfram að boða trúna, jafnvel þó að fáir hlusti. – Matt. 5:10–12. w18.05 17 gr. 2; 20 gr. 14

Föstudagur 27. mars

Guð skipaði mig kennara heiðingja í trú og sannleika. – 1. Tím. 2:7.

Sennilega var það Páll postuli sem hvatti þjóna Guðs meira en nokkur annar á fyrstu öld. Heilagur andi sendi hann til þjóða hins grísk-rómverska heims en þær tilbáðu marga guði. (Gal. 2:7–9) Páll ferðaðist víða um svæðið sem nú heitir Tyrkland, og einnig um Grikkland og Ítalíu, og myndaði kristna söfnuði fólks sem var ekki Gyðingar að uppruna. Þessir nýju þjónar Guðs þurftu að þola miklar þjáningar af völdum samlanda sinna og voru hvatningar þurfi. (1. Þess. 2:14) Um árið 50 skrifaði Páll hinum unga söfnuði í Þessaloníku: „Ég þakka ávallt Guði fyrir ykkur öll er ég minnist ykkar í bænum mínum. Ég minnist stöðugt fyrir augliti Guðs vors og föður hve mikið þið starfið í trúnni, stríðið í kærleikanum og eruð staðföst.“ (1. Þess. 1:2, 3) Hann hvatti þau einnig til að styrkja hvert annað og sagði: „Hvetjið ... og uppbyggið hvert annað.“ – 1. Þess. 5:11. w18.04 18–19 gr. 16–17

Laugardagur 28. mars

Fyrst á að prédika fagnaðarerindið. – Mark. 13:10.

Unglingur, sem einbeitir sér að því að vera Jehóva velþóknanlegur, leggur mikla áherslu á boðunina. Vegna þess hve boðunin er áríðandi ætti hún að vera ofarlega á forgangslistanum. Geturðu sett þér það markmið að boða trúna oftar? Gætirðu orðið brautryðjandi? En hvað ef þér finnst leiðinlegt að boða trúna? Hvernig geturðu orðið færari í að útskýra trú þína? Tvennt getur hjálpað þér: Undirbúðu þig vel og gefstu ekki upp á að segja öðrum frá því sem þú hefur lært. Kannski mun þá gleðin, sem hlýst af boðuninni, koma þér á óvart. Þú gætir byrjað á að undirbúa svör við algengum spurningum skólafélaganna eins og: „Hvers vegna trúirðu á Guð?“ Á vefsíðu okkar, jw.org, er að finna greinar sem hjálpa unglingum að finna út hvernig þeir geta svarað spurningunni sjálfir. Þar finnurðu vinnublaðið „Hvers vegna trúi ég á Guð?“ Það hjálpar þér að undirbúa þitt eigið svar. w18.04 27 gr. 10–11

Sunnudagur 29. mars

„Verið frjósöm, fjölgið ykkur.“ – 1. Mós. 1:28.

Upphaflega nutu Adam og Eva frelsis á marga vegu en þó voru þeim takmörk sett. Sum voru þeim eðlislæg en þau urðu engu að síður að lúta þeim. Til dæmis vissu foreldrar mannkyns að þeir þurftu að anda, borða, sofa og svo framvegis til að viðhalda lífinu. Fannst þeim það skerða frelsi sitt að þurfa að gera þetta? Nei, því að Jehóva sá til þess að jafnvel þessir hversdagslegu hlutir veittu þeim ánægju og gleði. (Sálm. 104:14, 15; Préd. 3:12, 13) Jehóva gaf Adam og Evu þau fyrirmæli að þau skyldu fylla jörðina fólki og annast hana. Skerti þetta boð frelsi þeirra með einhverjum hætti? Auðvitað ekki. Það gerði mönnunum kleift að eiga þátt í að framfylgja fyrirætlun skaparans – að gera jörðina alla að paradís þar sem fullkomið mannkyn myndi lifa að eilífu. (Sálm. 127:3; Jes. 45:18) Adam og Eva hefðu getað notið hjónabandsins og þeirrar gleði að vera með fjölskyldunni um alla eilífð. w18.04 4–5 gr. 7–8

Mánudagur 30. mars

„Allir tóku trú sem hneigðust til eilífs lífs.“ – Post. 13:48, NW.

Ef við erum þolinmóð við þá sem við hittum í boðuninni gerum við ekki ráð fyrir að þeir skilji eða taki við sannleika Biblíunnar í fyrsta sinn sem þeir heyra hann. Hvernig getum við til að mynda hjálpað fólki að skilja vonina um eilíft líf í paradís á jörð? Margir trúa að dauðinn sé endir alls eða að allt gott fólk fari til himna. Tökum eftir hvaða áhrifaríku aðferð bróðir nokkur notar. Fyrst les hann 1. Mósebók 1:28. Síðan spyr hann húsráðandann hvar og við hvaða aðstæður Guð vildi að fólk byggi. Flestir svara: „Á jörðinni við góðar aðstæður.“ Síðan les bróðirinn Jesaja 55:11 og spyr hvort fyrirætlun Guðs hafi breyst. Oft svarar húsráðandinn neitandi. Að lokum les bróðirinn Sálm 37:10 og 11 og spyr hvernig framtíð mannanna verði. Með því að nota Biblíuna á þennan hátt hefur hann leitt mörgum fyrir sjónir að það sé enn þá vilji Guðs að gott fólk lifi að eilífu í paradís á jörð. w19.03 24 gr. 14–15; 25 gr. 19

Þriðjudagur 31. mars

„Hlýðið á hann!“ – Matt. 17:5.

Jehóva tók skýrt fram að hann vildi að við hlustuðum á orð sonar síns og færum eftir þeim. Jesús kenndi fylgjendum sínum að boða fagnaðarerindið og minnti þá stöðugt á að halda vöku sinni. (Matt. 24:42; 28:19, 20) Hann brýndi einnig fyrir þeim að kosta kapps um að gera vilja Guðs og hvatti þá til að gefast ekki upp. (Lúk. 13:24) Jesús lagði áherslu á að fylgjendur sínir þyrftu að elska hver annan, varðveita eininguna og halda boðorð hans. (Jóh. 15:10, 12, 13) Þessi ráð eru ekki síður mikilvæg nú en þegar hann gaf þau. Jesús sagði: „Hver sem er sannleikans megin heyrir mína rödd.“ (Jóh. 18:37) Við sýnum að við hlustum á rödd hans með því að ,umbera hvert annað og fyrirgefa hvert öðru‘. (Kól. 3:13; Lúk. 17:3, 4) Við sýnum það einnig með því að boða fagnaðarerindið af kappi „í tíma og ótíma“. – 2. Tím. 4:2. w19.03 10 gr. 9–10

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila