Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • scl bls. 3-5
  • Kynning

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kynning
  • Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf
Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf
scl bls. 3-5

Kynning

Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf auðveldar þér að finna biblíuvers og frásögur sem geta hjálpað þér við mál sem þú ert að takast á við. Bókin hjálpar þér líka að finna viðeigandi vers til að hvetja aðra og hjálpa þeim að taka ákvarðanir sem gleðja Jehóva. Veldu það efni sem þú ert að leita að og notaðu spurningarnar og útdráttinn úr versunum til að leiða þig áfram. (Sjá rammann „Hvernig á að nota þessa bók?“) Þú finnur auðveldlega ógrynni af viðeigandi og gagnlegum ráðum, leiðbeiningum og hughreystingu úr orði Guðs. Þú getur líka fundið verðmætt efni til að deila með öðrum – vers úr Biblíunni sem uppörvar þá, hjálpar þeim að takast á við vandamál, gefur þeim ráð og hughreystir þá.

Hvernig á að nota þessa bók?

Þú getur notað leitargluggann eða rennt yfir flokkana til að finna ákveðinn kafla. Bókinni Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf er skipt niður í sjö meginflokka: Daglegt líf, Eiginleikar, Erfiðleikar, Fjölskyldan, Hegðun, Sambandið við Jehóva og Söfnuðurinn. Flestir kaflar falla undir einhvern þessara flokka. Veldu flokk og renndu yfir kaflana. Ef þú ert ekki viss um í hvaða flokki efnið er sem þú leitar að geturðu valið Allt og rennt yfir listann þangað til þú finnur það sem passar best við það sem þú leitar að. Í flestum köflum eru nokkrar feitletraðar millifyrirsagnir, ýmist í formi fullyrðingar eða spurningar. Þegar þú lest feitletruðu ritningarstaðina undir millifyrirsögninni skaltu velta fyrir þér hvernig þeir eiga við fullyrðinguna eða svara spurningunni. Stundum er kaflanum skipt í undirkafla til að hjálpa þér að finna fljótar það sem þú leitar að. Stundum eru aukavers sem tengjast efninu. Þau eru merkt „Sjá einnig“. Oft er líka að finna „Dæmi úr Biblíunni“. Meginhugmyndin í versunum er kynnt í stuttu máli. Nýttu þér það þegar þú lest versin.

Þessi bók gefur ekki tæmandi lista yfir ritningarstaði um hvert efni fyrir sig. En hún er frábært verkfæri til að byrja leitina. (Okv 2:1–6) Til að kafa dýpra geturðu flett upp millivísunum og skýringum í Nýheimsþýðingu Biblíunnar ef þær eru til á tungumáli sem þú skilur. Notaðu Efnislykilinn að ritum Votta Jehóva eða Efnisskrá Varðturnsfélagsins (Watch Tower Publications Index) til að rannsaka nánar hvað ákveðið vers merkir eða hvernig má heimfæra það. Skoðaðu nýjustu ritin til að vera viss um að þú fáir nýjasta skilninginn á efninu.

Markmið Biblíuleiðarvísis fyrir daglegt líf er að þú fáir meiri visku, þekkingu og skilning með hjálp Biblíunnar og verðir enn sannfærðari um sannleiksgildi þessara orða: „Orð Guðs er lifandi og kraftmikið.“ – Heb 4:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila