Kynning
Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf auðveldar þér að finna biblíuvers og frásögur sem geta hjálpað þér við mál sem þú ert að takast á við. Bókin hjálpar þér líka að finna viðeigandi vers til að hvetja aðra og hjálpa þeim að taka ákvarðanir sem gleðja Jehóva. Veldu það efni sem þú ert að leita að og notaðu spurningarnar og útdráttinn úr versunum til að leiða þig áfram. (Sjá rammann „Hvernig á að nota þessa bók?“) Þú finnur auðveldlega ógrynni af viðeigandi og gagnlegum ráðum, leiðbeiningum og hughreystingu úr orði Guðs. Þú getur líka fundið verðmætt efni til að deila með öðrum – vers úr Biblíunni sem uppörvar þá, hjálpar þeim að takast á við vandamál, gefur þeim ráð og hughreystir þá.
Þessi bók gefur ekki tæmandi lista yfir ritningarstaði um hvert efni fyrir sig. En hún er frábært verkfæri til að byrja leitina. (Okv 2:1–6) Til að kafa dýpra geturðu flett upp millivísunum og skýringum í Nýheimsþýðingu Biblíunnar ef þær eru til á tungumáli sem þú skilur. Notaðu Efnislykilinn að ritum Votta Jehóva eða Efnisskrá Varðturnsfélagsins (Watch Tower Publications Index) til að rannsaka nánar hvað ákveðið vers merkir eða hvernig má heimfæra það. Skoðaðu nýjustu ritin til að vera viss um að þú fáir nýjasta skilninginn á efninu.
Markmið Biblíuleiðarvísis fyrir daglegt líf er að þú fáir meiri visku, þekkingu og skilning með hjálp Biblíunnar og verðir enn sannfærðari um sannleiksgildi þessara orða: „Orð Guðs er lifandi og kraftmikið.“ – Heb 4:12.