Að leysa ágreining
Af hverju ættum við að forðast það að reiðast eða hefna okkar þegar einhver móðgar okkur?
Okv 20:22; 24:29; Róm 12:17, 18; Jak 1:19, 20; 1Pé 3:8, 9
Dæmi úr Biblíunni:
1Sa 25:9–13, 23–35 – Nabal móðgar Davíð og menn hans og neitar að veita þeim aðstoð. Davíð ákveður í fljótfærni að drepa hann og alla karlmenn á heimilinu en skynsöm ráð Abígail koma í veg fyrir að Davíð baki sér blóðskuld.
Okv 24:17–20 – Undir innblæstri segir Salómon konungur fólki Guðs að Jehóva hafi vanþóknun á því þegar það gleðst yfir falli óvina. Við treystum því að Jehóva dæmi hina illu.
Ef við eigum í deilum við einhvern ættum við þá að hætta að tala við hann eða vera gröm út í hann?
3Mó 19:17, 18; 1Kor 13:4, 5; Ef 4:26
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 5:23, 24 – Jesús segir að við ættum að leggja mikið á okkur til að sættast við þá sem hafa eitthvað á móti okkur.