Auðmýkt
Hvernig lítur Jehóva á auðmjúka og hrokafulla?
Sl 138:6; Okv 15:25; 16:18, 19; 22:4; 1Pé 5:5
Sjá einnig Okv 29:23; Jes 2:11, 12.
Dæmi úr Biblíunni:
2Kr 26:3–5, 16–21 – Ússía konungur hrokast upp, brýtur lög Guðs og reiðist þegar hann er leiðréttur. Jehóva slær hann holdsveiki.
Lúk 18:9–14 – Jesús notar dæmisögu til að útskýra hvernig Jehóva lítur á bænir hrokafullra og auðmjúkra.
Hvernig bregst Jehóva við auðmjúkri og einlægri iðrun?
Dæmi úr Biblíunni:
2Kr 12:5–7 – Rehabeam konungur og höfðingjarnir í Júda auðmýkja sig frammi fyrir Jehóva og koma þannig í veg fyrir hörmungar.
2Kr 32:24–26 – Hiskía konungur verður hrokafullur en Jehóva fyrirgefur honum þegar hann auðmýkir sig.
Hvernig hjálpar auðmýkt okkur að bæta samskipti okkar við aðra?
Ef 4:1, 2; Fil 2:3; Kól 3:12, 13
Dæmi úr Biblíunni:
1Mó 33:3, 4 – Jakob stuðlar að friði og sýnir mikla auðmýkt þegar hann tekur á móti Esaú, bróður sínum sem hefur verið honum óvinveittur.
Dóm 8:1–3 – Gídeon dómari er auðmjúkur og segir Efraímítum að þeir séu honum æðri. Það róar þá og kemur í veg fyrir átök.
Hvernig kenndi Jesús að það er mikilvægt að sýna auðmýkt?
Mt 18:1–5; 23:11, 12; Mr 10:41–45
Dæmi úr Biblíunni:
Jes 53:7; Fil 2:7, 8 – Eins og spáð hafði verið tekur Jesús auðmjúkur við verkefni sínu á jörðinni og er jafnvel tilbúinn að deyja á kvalafullan og niðurlægjandi hátt.
Lúk 14:7–11 – Jesús notar sætaskipan í veislu til að benda á hvernig það gagnast okkur að sýna auðmýkt.
Jóh 13:3–17 – Jesús gefur fylgjendum sínum gott fordæmi í að sýna auðmýkt þegar hann tekur að sér það lítilmótlega verkefni að þvo fætur postula sinna.