Aldraðir; elli
Hvað gerist þegar við verðum gömul?
Sjá einnig „Hughreysting – takmörk vegna veikinda eða aldurs“.
Dæmi úr Biblíunni:
Pré 12:1–8 – Salómon konungur lýsir á ljóðrænan hátt áskorunum sem fylgja aldrinum, eins og til dæmis slæmri sjón („konunum sem líta út um gluggann finnst vera orðið dimmt“) og heyrnarskerðingu („söngur allra dætranna deyr út“).
Geta aldraðir viðhaldið gleðinni þrátt fyrir erfiðleika og takmarkanir sem fylgja ellinni?
Dæmi úr Biblíunni:
1Sa 12:2, 23 – Hinn aldraði Samúel spámaður veit hversu mikilvægt er að hann haldi áfram að biðja fyrir þjóð Jehóva.
2Sa 19:31–39 – Davíð konungur er þakklátur hinum aldraða Barsillaí fyrir trúan stuðning sinn. Barsillaí viðurkennir auðmjúkur takmarkanir sínar þegar hann er beðinn um að gera meira en hann er fær um.
Sl 71:9, 18 – Davíð konungur er hræddur um að koma ekki að gagni þegar hann er orðinn gamall en biður Jehóva um að útskúfa sér ekki, heldur að gefa sér styrk svo að hann geti frætt næstu kynslóð um hann.
Lúk 2:36–38 – Önnu spákonu, aldraðri ekkju, er launað fyrir hollustu sína og trúfasta þjónustu.
Hvernig fullvissar Jehóva aldraða um að hann meti þá mikils?
Sl 92:12–14; Okv 16:31; 20:29; Jes 46:4; Tít 2:2–5
Dæmi úr Biblíunni:
1Mó 12:1–4 – Abraham er 75 ára þegar Jehóva gefur honum verkefni sem breytir lífi hans.
Dan 10:11, 19; 12:13 – Engill kemur til Daníels spámanns, sem er á tíræðisaldri, til að fullvissa hann um að hann sé mikils metinn í augum Jehóva og verði launað fyrir trúfesti sína.
Lúk 1:5–13 – Jehóva blessar Sakaría og Elísabetu þegar þau eru orðin öldruð með því að gefa þeim soninn Jóhannes með kraftaverki.
Lúk 2:25–35 – Jehóva veitir hinum aldraða Símeon þá blessun að sjá ungbarnið sem verður síðar Messías. Símeon ber fram spádóm um hann.
Pos 7:23, 30–36 – Spámaðurinn Móse er 80 ára þegar Jehóva treystir honum fyrir því að vera leiðtogi fyrir þjóð sína, Ísrael.
Hvernig eigum við að koma fram við aldraða?
Dæmi úr Biblíunni:
1Mó 45:9–11; 47:12 – Jósef sendir eftir Jakobi, öldruðum föður sínum, og annast hann þar til hann deyr.
Rut 1:14–17; 2:2, 17, 18, 23 – Rut hjálpar Naomí, eldri konu, í orði og verki.
Jóh 19:26, 27 – Rétt áður en Jesús deyr á kvalastaur biður hann Jóhannes að annast móður sína.