Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • scl bls. 39-41
  • Foreldrar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Foreldrar
  • Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf
Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf
scl bls. 39-41

Foreldrar

Hvers vegna innleiddi Jehóva hjónabandið?

1Mó 1:27, 28; 2:18, 20–24

Hvaða viðhorf ættu foreldrar að hafa til barna sinna?

Sl 127:3–5; 128:3

Sjá einnig „Börn; ungmenni“.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 33:4, 5 – Jakob lítur á börn sín sem blessun frá Jehóva.

    • 2Mó 1:15, 16, 22; 2:1–4; 6:20 – Amram og Jókebed eignast Móse og stofna lífi sínu í hættu til að vernda hann.

Hvað eiga foreldrar að gera fyrir börnin sín?

5Mó 6:6, 7; 11:18, 19; Okv 22:6; 2Kor 12:14; 1Tí 5:8

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 1:1–4 – Elkana tekur fjölskyldu sína með á hátíðina í Síló og gætir þess að öll börnin geti tekið þátt í tilbeiðslunni.

    • Lúk 2:39, 41 – Jósef og María ferðast reglulega með börnin frá Nasaret til Jerúsalem til að sækja páskahátíðina.

Hvers vegna er gagnlegt að kenna börnum að hlýða Jehóva?

Okv 1:8, 9; 22:6

Sjá einnig 2Tí 3:14, 15.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 2:18–21, 26; 3:19 – Foreldrar Samúels gefa hann til að þjóna í musterinu en heimsækja hann reglulega til að annast þarfir hans. Hann vex úr grasi og elskar Jehóva og þjónar honum af trúfesti.

    • Lúk 2:51, 52 – Jesús er hlýðinn foreldrum sínum þó að þau séu ófullkomin.

Hvar geta foreldrar fundið leiðbeiningar til að ala upp börnin?

5Mó 6:4–9; Ef 6:4; 2Tí 3:14–17

Sjá einnig Sl 127:1; Okv 16:3.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Dóm 13:2–8 – Eftir að Manóa fréttir að þau hjónin muni eignast son fyrir kraftaverk spyr hann Jehóva hvernig eigi að ala hann upp.

    • Sl 78:3–8 – Jehóva vill að foreldrar kenni börnunum það sem þeir hafa lært af Biblíunni.

Hvers vegna gæti barn sem hefur alist upp í fjölskyldu sem elskar Jehóva ákveðið að þjóna honum ekki?

Esk 18:1–13, 20

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 6:1–5; Júd 6 – Margir andasynir Jehóva velja að gera uppreisn þó að þeir hafi verið með Jehóva á himnum í þúsundir ára.

    • 1Sa 8:1–3 – Synir Samúels eru óheiðarlegir og spilltir þrátt fyrir að hann sé trúfastur og réttlátur spámaður.

Hvenær ættu foreldrar að byrja að fræða börnin sín um Jehóva?

2Tí 3:15

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 5Mó 29:10–12, 29; 31:12; Esr 10:1 – Börn eru með á trúarsamkomunum til að læra um Jehóva.

    • Lúk 2:41–52 – Á hverju ári fara Jósef og María með börnin sín, þar á meðal Jesú, í musterið í Jerúsalem til að halda páskahátíðina.

Fordæmi hvers ættu foreldrar að fylgja til að vernda börnin sín?

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 2Mó 19:4; 5Mó 32:11, 12 – Jehóva líkir sér við örn sem heldur á, verndar og hugsar um unga sína.

    • Jes 49:15 – Jehóva lofar að hugsa um og vernda þjóna sína jafnvel meira en móðir með barn á brjósti hugsar um barnið.

    • Mt 2:1–16 – Satan reynir að drepa ungbarnið Jesú með því að leiða heiðna stjörnuspekinga til illa konungsins Heródesar. Jehóva verndar son sinn með því að segja Jósef að fara með fjölskyldu sína til Egyptalands.

    • Mt 23:37 – Jesús líkir löngun sinni til að hjálpa fólki sínu við það hvernig hæna safnar saman ungum sínum og verndar þá undir vængjum sínum.

Af hverju ættu foreldrar að fræða börnin sín um kynlíf?

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 3Mó 15:2, 3, 16, 18, 19; 5Mó 31:10–13 – Móselögin tala opinskátt um kynferðismál og Jehóva segir að börnin eigi líka að vera með þegar þessi lög eru lesin upp.

    • Sl 139:13–16 – Sálmaritarinn Davíð lofar Jehóva fyrir frábæra hönnun mannslíkamans og þar með talinn möguleikann á að eignast börn.

    • Okv 2:10–15 – Þekking og viska frá Jehóva getur verndað okkur fyrir þeim sem eru spilltir og svikulir.

Af hverju ættu foreldrar að aga börnin sín á kærleiksríkan hátt?

Okv 13:24; 29:17; Jer 30:11; Ef 6:4

Sjá einnig Sl 25:8; 145:9; Kól 3:21.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Sl 32:1–5 – Þrátt fyrir að Davíð konungur finni fyrir aga Jehóva er huggandi fyrir hann að vita að Jehóva fyrirgefur þeim sem iðrast synda sinna í einlægni.

    • Jón 4:1–11 – Jónas talar við Jehóva í reiði og virðingarleysi en Jehóva er þolinmóður við hann og kennir honum þannig um miskunn.

Af hverju er hægt að segja að agi sé merki um kærleika?

Okv 3:11, 12; 13:24

Sjá einnig Okv 15:32; Op 3:19.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila