Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • es25 bls. 37-46
  • Apríl

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Apríl
  • Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025
  • Millifyrirsagnir
  • Þriðjudagur 1. apríl
  • Miðvikudagur 2. apríl
  • Fimmtudagur 3. apríl
  • Föstudagur 4. apríl
  • Laugardagur 5. apríl
  • Sunnudagur 6. apríl
  • Mánudagur 7. apríl
  • Þriðjudagur 8. apríl
  • Miðvikudagur 9. apríl
  • Fimmtudagur 10. apríl
  • Föstudagur 11. apríl
  • MINNINGARHÁTÍÐ
    eftir sólsetur
    Laugardagur 12. apríl
  • Sunnudagur 13. apríl
  • Mánudagur 14. apríl
  • Þriðjudagur 15. apríl
  • Miðvikudagur 16. apríl
  • Fimmtudagur 17. apríl
  • Föstudagur 18. apríl
  • Laugardagur 19. apríl
  • Sunnudagur 20. apríl
  • Mánudagur 21. apríl
  • Þriðjudagur 22. apríl
  • Miðvikudagur 23. apríl
  • Fimmtudagur 24. apríl
  • Föstudagur 25. apríl
  • Laugardagur 26. apríl
  • Sunnudagur 27. apríl
  • Mánudagur 28. apríl
  • Þriðjudagur 29. apríl
  • Miðvikudagur 30. apríl
Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025
es25 bls. 37-46

Apríl

Þriðjudagur 1. apríl

Hvers vegna gerðirðu mér þetta? Hvers vegna blekktirðu mig? – 1. Mós. 29:25.

Þjónar Jehóva á biblíutímanum stóðu frammi fyrir óvæntum vandamálum. Tökum Jakob sem dæmi. Faðir hans sagði honum að ná sér í eiginkonu af dætrum Labans, ættingja í trúnni, og fullvissaði hann um að Jehóva myndi blessa hann ríkulega. (1. Mós. 28:1–4) Jakob gerði það rétta í stöðunni. Hann yfirgaf Kanaansland og hélt af stað til Labans sem átti tvær dætur, Leu og Rakel. Jakob varð ástfanginn af Rakel, yngri dóttur Labans, og samþykkti að vinna í sjö ár þangað til faðir hennar myndi gifta hana. (1. Mós. 29:18) En málin fóru á annan veg en Jakob hafði vonast til. Laban blekkti hann þannig að hann giftist eldri dóttur hans, Leu. Laban leyfði Jakobi að giftast Rakel viku síðar, en aðeins ef hann ynni sjö ár til viðbótar. (1. Mós. 29:26, 27) Laban var líka ósanngjarn í viðskiptum sínum við Jakob. Hann notfærði sér Jakob í 20 ár. – 1. Mós. 31:41, 42. w23.04 15 gr. 5

Miðvikudagur 2. apríl

„Úthellið hjörtum ykkar fyrir honum.“ – Sálm. 62:8.

Hvert getum við snúið okkur til að fá hughreystingu og leiðsögn? Við vitum svarið við þeirri spurningu. Við getum leitað til Jehóva Guðs í bæn. Hann býður okkur að gera það. Hann vill að við biðjum oft – að við ‚biðjum stöðugt‘. (1. Þess. 5:17) Við getum óhikað leitað til hans í bæn og beðið hann um leiðsögn á öllum sviðum lífsins. (Orðskv. 3:5, 6) Jehóva er mjög örlátur Guð og setur engin takmörk um hversu oft við getum beðið til hans. Jesús vissi að Jehóva metur mikils bænir okkar. Hann sá föður sinn svara bænum trúfastra karla og kvenna löngu áður en hann kom til jarðar. Hann var til dæmis við hlið föður síns þegar hann svaraði einlægum bænum Hönnu, Davíðs og Elía auk margra annarra trúfastra þjóna Guðs. (1. Sam. 1:10, 11, 20; 1. Kon. 19:4–6; Sálm. 32:5) Það er engin furða að Jesús skyldi kenna lærisveinum sínum að biðja oft og í trúartrausti. – Matt. 7:7–11. w23.05 2 gr. 1, 3

Fimmtudagur 3. apríl

„Ótti við menn er snara en sá sem treystir Jehóva hlýtur vernd.“ – Orðskv. 29:25.

Jójada æðstiprestur óttaðist Jehóva. Það kom skýrt í ljós þegar Atalía dóttir Jesebelar sölsaði undir sig hásætið í Júda. Hún var svo miskunnarlaus og valdasjúk að hún reyndi að útrýma allri konungsættinni – sínum eigin sonarsonum! (2. Kron. 22:10, 11) Einn af þeim, Jóas, komst lífs af vegna þess að Jósabat eiginkona Jójada bjargaði honum. Þau hjónin földu barnið og önnuðust það. Með því hjálpuðu Jójada og Jósabat til við að varðveita konungsætt Davíðs. Jójada var trúfastur Jehóva og lét ekki Atalíu hræða sig. Þegar Jóas var sjö ára sannaði Jójada enn og aftur hollustu sína við Jehóva. Hann gerði áætlun. Ef hún tækist yrði Jóas konungur, en hann var réttmætur arftaki Davíðs. Ef hún mistækist myndi Jójada að öllum líkindum týna lífi. Áætlunin gekk eftir með blessun Jehóva. w23.06 17 gr. 12, 13

Föstudagur 4. apríl

„Þér verður ljóst að Hinn hæsti drottnar yfir ríki mannanna og gefur það hverjum sem hann vill.“ – Dan. 4:25.

Nebúkadnesar konungur hefði auðveldlega getað litið svo á að Daníel væri að gera uppreisn og tekið hann af lífi. En Daníel var hugrakkur og dró ekkert undan. Hvað ætli hafi hjálpað Daníel að vera hugrakkur alla ævi? Frá unga aldri hefur hann örugglega lært af fordæmi móður sinnar og föður. (5. Mós. 6:6–9) Daníel þekkti ekki aðeins grundvallaratriði laganna, eins og boðorðin tíu, heldur atriði eins og hvað Ísraelsmenn máttu borða og hvað ekki. (3. Mós. 11:4–8; Dan. 1:8, 11–13) Daníel hafði líka fræðst um sögu þjóðar Guðs og vissi hvað gerðist þegar hún fór ekki eftir mælikvarða Jehóva. (Dan. 9:10, 11) Reynslan sem Daníel fékk um ævina sannfærði hann um að Jehóva og máttugir englar hans styddu hann. – Dan. 2:19–24; 10:12, 18, 19. w23.08 3 gr. 5, 6

Laugardagur 5. apríl

„Hjá hógværum er viska.“ – Orðskv. 11:2.

Rebekka var skynsöm og hugrökk kona sem var tilbúin að taka frumkvæði með viðeigandi hætti allt sitt líf. (1. Mós. 24:58; 27:5–17) En hún sýndi samt virðingu og undirgefni. (1. Mós. 24:17, 18, 65) Þú getur haft jákvæð áhrif á fjölskyldu þína og söfnuðinn ef þú styður fyrirkomulag Jehóva af auðmýkt eins og Rebekka. Hógværð er mikilvægur eiginleiki sem þroskaður kristinn einstaklingur þarf að búa yfir. Ester var hógvær kona og trúföst Jehóva. Hógværð hennar kom í veg fyrir að hún yrði hrokafull. Hún hlustaði á ráð Mordekaí, sem var eldri frændi hennar, og fylgdi þeim. (Est. 2:10, 20, 22) Þú getur líka sýnt hógværð með því að leita ráða annarra og fylgja þeim. (Tít. 2:3–5) Ester sýndi hógværð á fleiri sviðum. Hún var „fallega vaxin og aðlaðandi“ en reyndi ekki að draga athyglina að sjálfri sér. – Est. 2:7, 15. w23.12 19–20 gr. 6–8

Sunnudagur 6. apríl

„Guð er meiri en hjarta okkar og veit allt.“ – 1. Jóh. 3:20.

Óhófleg sektarkennd er byrði sem okkur var aldrei ætlað að bera. Ef við höfum játað synd okkar, iðrast og erum að gera allt sem við getum til að endurtaka hana ekki getum við treyst því að Jehóva hafi fyrirgefið okkur. (Post. 3:19) Þegar við höfum gert þetta vill Jehóva ekki að við höldum áfram að finna til sektarkenndar. Hann veit hversu skaðleg þrálát sektarkennd getur verið. (Sálm. 31:10) Ef hryggð okkar verður of mikil getum við gefist upp í kapphlaupinu um lífið. (2. Kor. 2:7) Beindu athyglinni að ‚sannri fyrirgefningu‘ sem Jehóva veitir ef þú þjáist af óhóflegri sektarkennd. (Sálm. 130:4) Þegar hann fyrirgefur þeim sem iðrast í einlægni lofar hann að ‚minnast ekki framar synda þeirra‘. (Jer. 31:34) Þetta þýðir að Jehóva lætur okkur ekki gjalda synda okkar. Refsaðu ekki sjálfum þér vegna þess að þú hefur misst verkefni í söfnuðinum vegna mistaka þinna. Jehóva heldur ekki áfram að hugsa um syndir þínar og þú ættir ekki að gera það heldur. w23.08 30–31 gr. 14, 15

Mánudagur 7. apríl

Verið staðföst og óhagganleg. – 1. Kor. 15:58.

Meðan COVID-19 faraldurinn geisaði komust vottar Jehóva sem hlustuðu á leiðbeiningar safnaðarins hjá óþarfa áhyggjum eins og þeir höfðu sem hlustuðu á villandi upplýsingar. (Matt. 24:45) Við þurfum að geta „metið hvað sé mikilvægt“. (Fil. 1:9, 10) Þegar við verðum fyrir truflunum getur það rænt okkur tíma og orku frá því sem er gagnlegt. Venjulegir þættir lífsins eins og að borða, drekka, stunda afþreyingu og vinna geta farið að valda truflun ef við látum þá verða það mikilvægasta í lífi okkar. (Lúk. 21:34, 35) Auk þess rignir fréttum yfir okkur á hverjum degi um þjóðfélagslegan og stjórnmálalegan ágreining. Við megum ekki við því að láta slíkar deilur trufla okkur. Annars gætum við farið að taka afstöðu með deiluaðilum í huga okkar og hjarta. Satan beitir mismunandi aðferðum til að ná því markmiði að veikja ásetning okkar að gera rétt. w23.07 16–17 gr. 12, 13

Þriðjudagur 8. apríl

„Gerið þetta til minningar um mig.“ – Lúk. 22:19.

Minningarhátíðin um dauða Krists er mikilvægasti viðburður ársins í augum þjóna Jehóva. Hún er eini viðburðurinn sem Jesús tók sérstaklega fram að fylgjendur sínir ættu að halda hátíðlegan. (Lúk. 22:19, 20) Hún minnir okkur á hvernig við getum sýnt að við séum þakklát fyrir fórn Jesú. (2. Kor. 5:14, 15) Hún gefur okkur sem erum í söfnuðinum líka tækifæri til að ‚uppörva hvert annað‘. (Rómv. 1:12) Og margir áhugasamir hrífast svo af því sem þeir sjá og heyra að þeir byrja að feta sig eftir veginum til lífsins. Við hugsum líka til þess hvernig minningarhátíðin sameinar bræðralag okkar um allan heim. Það er engin furða að minningarhátíðin skuli vera okkur svona mikils virði. w24.01 8 gr. 1–3

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 9. nísan) Lúkas 19:29–44

Miðvikudagur 9. apríl

„Guð elskaði heiminn svo heitt að hann gaf einkason sinn til þess að þeir sem trúa á hann farist ekki heldur hljóti eilíft líf.“ – Jóh. 3:16.

Því meira sem við hugleiðum gjaldið sem Jehóva og Jesús greiddu þeim mun betur skiljum við hversu heitt þeir elska hvert og eitt okkar. (Gal. 2:20) Lausnargjaldið er gjöf sem er sprottin af kærleika. Jehóva hefur sýnt fram á kærleika sinn til okkar með því að fórna þeim sem var honum kærastur – Jesú. Jehóva leyfði að sonur sinn þjáðist og dæi í okkar þágu. Jehóva heldur ekki tilfinningum sínum út af fyrir sig heldur tjáir okkur kærleika sinn með hlýju. (Jer. 31:3) Jehóva hefur dregið okkur til sín vegna þess að hann elskar okkur. (Samanber 5. Mósebók 7:7, 8.) Enginn skapaður hlutur getur gert okkur viðskila við kærleika hans. (Rómv. 8:38, 39) Hvaða áhrif hefur þessi kærleikur á þig? w24.01 28 gr. 10, 11

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 10. nísan) Lúkas 19:45–48; Matteus 21:18, 19; 21:12, 13

Fimmtudagur 10. apríl

Sú von var gefin að sköpunin yrði leyst úr þrælkun. – Rómv. 8:20, 21.

Smurðir þjónar Guðs meta himneska von sína mikils. Einn þeirra, bróðir Frederick Franz, sagði: „Von okkar er örugg og hún mun rætast fullkomlega hjá hverjum einasta af hinum 144.000 einstaklingum litlu hjarðarinnar og í ríkari mæli en við höfum getað ímyndað okkur.“ Bróðir Franz sagði árið 1991: „[Við] höfum ekki misst sjónar á verðmæti þessarar vonar … við metum hana því meir sem við þurfum að bíða lengur eftir henni. Hún er þess virði að bíða eftir henni … Ég met von okkar meira en nokkru sinni fyrr.“ Hvort sem von okkar er að eignast eilíft líf á himni eða jörð eigum við dásamlega von sem gefur okkur ástæðu til að vera glöð. En von okkar getur orðið sterkari. w23.12 9 gr. 6; 10 gr. 8

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 11. nísan) Lúkas 20:1–47

Föstudagur 11. apríl

Blóð nauta og geita getur með engu móti afmáð syndir. – Hebr. 10:4.

Fyrir framan inngang tjaldbúðarinnar til forna var koparaltari þar sem dýrafórnir voru færðar Jehóva. (2. Mós. 27:1, 2; 40:29) En þessar fórnir gátu ekki veitt fólki algera fyrirgefningu synda. (Hebr. 10:1–3) Stöðugar dýrafórnir í tjaldbúðinni fyrirmynduðu eina fórn sem myndi endurleysa mannkynið að fullu. Jesús vissi að Jehóva hafði sent hann til jarðar til að gefa líf sitt sem lausnarfórn fyrir mannkynið. (Matt. 20:28) Hann bauð sig því fram við skírn sína til að gera vilja Jehóva. (Jóh. 6:38; Gal. 1:4) Lífi Jesú var fórnað „í eitt skipti fyrir öll“ til að friðþægja fyrir, eða hylja, syndir allra sem trúa á Krist. – Hebr. 10:5–7, 10. w23.10 26 gr. 10, 11

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 12. nísan) Lúkas 22:1–6; Markús 14:1, 2, 10, 11

MINNINGARHÁTÍÐ
eftir sólsetur
Laugardagur 12. apríl

„Gjöf Guðs er eilíft líf vegna Krists Jesú, Drottins okkar.“ – Rómv. 6:23.

Við gætum aldrei losnað úr fjötrum syndar og dauða af eigin rammleik. (Sálm. 49:7, 8) Jehóva sá til þess að Jesús gæfi líf sitt í okkar þágu en það var mikil fórn bæði fyrir hann og ástkæran son hans. Því meir sem við hugleiðum hve miklu Jehóva og Jesús fórnuðu fyrir okkur því þakklátari verðum við fyrir lausnargjaldið. Þegar Adam syndgaði fyrirgerði hann möguleikanum á eilífu lífi, bæði fyrir sjálfan sig og alla afkomendur sína. Jesús fórnaði fullkomnu lífi sínu til að kaupa til baka það sem Adam glataði. Jesús „syndgaði aldrei og svik var ekki að finna í munni hans“ meðan hann lifði á jörð. (1. Pét. 2:22) Þegar hann dó samsvaraði líf hans því fullkomlega lífinu sem Adam glataði. – 1. Kor. 15:45; 1. Tím. 2:6. w24.01 10 gr. 5, 6

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 13. nísan) Lúkas 22:7–13; Markús 14:12–16 (Atburðir eftir sólsetur: 14. nísan) Lúkas 22:14–65

Sunnudagur 13. apríl

„Hann gekk inn í hið allra helgasta, ekki með blóð geita og ungnauta heldur með sitt eigið blóð í eitt skipti fyrir öll og sá okkur fyrir eilífri lausn.“ – Hebr. 9:12.

Eftir að Jesús var reistur upp gekk hann inn í hið allra helgasta í andlega musterinu. Með þessu sjáum við yfirburði fyrirkomulags Jehóva með hreina tilbeiðslu byggða á lausnarfórninni og prestdómi Jesú Krists. Æðstipresturinn í Ísrael fór inn í hið allra helgasta gert af mönnum með blóð fórnardýranna en Jesús fór „inn í sjálfan himininn“, helgasta staðinn af öllum, til að birtast frammi fyrir Jehóva. Þar afhenti hann verðgildi fullkomins mannslífs síns sem hann var búinn að fórna í okkar þágu „til að afmá syndina“. (Hebr. 9:24–26) Við getum öll tilbeðið Jehóva í andlegu musteri hans hvort sem við höfum von um að lifa á himni eða jörð. w23.10 28 gr. 13, 14

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 14. nísan) Lúkas 22:66–71

Mánudagur 14. apríl

„Við skulum því ganga fram fyrir hásæti Guðs sem sýnir einstaka góðvild og tala óhikað.“ – Hebr. 4:16.

Veltum fyrir okkur hlutverki Jesú á himnum sem ríkjandi konungur okkar og samúðarfullur æðstiprestur. Fyrir milligöngu hans getum við nálgast „hásæti Guðs sem sýnir einstaka góðvild“ í bæn og beðið um miskunn og hjálp „þegar við erum hjálparþurfi“. (Hebr. 4:14, 15) Látum ekki dag líða án þess að leiða hugann að því sem Jehóva og Jesús hafa gert fyrir okkur og eru að gera fyrir okkur. Kærleikur þeirra til okkar ætti að snerta okkur djúpt og knýja okkur til að vera kappsöm í þjónustu okkar og tilbeiðslu. (2. Kor. 5:14, 15) Ein besta leiðin til að sýna þakklæti okkar er að hjálpa öðrum að verða vottar Jehóva og lærisveinar Jesú. (Matt. 28:19, 20) Páll postuli gerði það einmitt. Hann vissi að það er vilji Jehóva að „alls konar fólk bjargist og fái nákvæma þekkingu á sannleikanum“. – 1. Tím. 2:3, 4. w23.10 22–23 gr. 13, 14

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 15. nísan) Matteus 27:62–66

Þriðjudagur 15. apríl

„Dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til.“ – Opinb. 21:4.

Mörg okkar nota þessi uppörvandi biblíuvers um lífið í paradís þegar við boðum öðrum trúna. Hvernig getum við fullvissað aðra – og okkur sjálf – um að blessunin sem er lýst í Opinberunarbókinni 21:3, 4 verði að veruleika? Jehóva gaf ekki bara þetta uppörvandi loforð heldur sá líka fyrir sannfærandi rökum til að við gætum treyst því. Við fáum rök fyrir því að loforð Jehóva um paradís sé áreiðanlegt í næstu versum. Við lesum: „Sá sem sat í hásætinu sagði: ‚Ég geri alla hluti nýja.‘ Hann bætti við: ‚Skrifaðu, því að þessi orð eru áreiðanleg og sönn.‘ Síðan sagði hann við mig: ‚Þetta er orðið að veruleika. Ég er alfa og ómega, upphafið og endirinn.‘“ – Opinb. 21:5, 6a. w23.11 3 gr. 3–5

Biblíulestur vegna minningarhátíðarinnar: (Atburðir dagsins: 16. nísan) Lúkas 24:1–12

Miðvikudagur 16. apríl

Hvettu ungu mennina til að vera skynsamir. – Tít. 2:6.

Ungur karlmaður sýnir að hann hefur lært að hugsa eins og Jehóva með því að taka góðar ákvarðanir í sambandi við útlit og klæðaburð. Fæstir tískuhönnuðir og auglýsendur bera virðingu fyrir Jehóva og margir þeirra lifa siðlausu lífi. Það endurspeglast í þröngum fötum og fötum sem gera karlmenn kvenlega. Ungur maður sem tekur út kristinn þroska lætur meginreglur Biblíunnar leiðbeina sér og líkir eftir góðum fyrirmyndum í söfnuðinum. Hann getur spurt sig: Endurspeglar val mitt skynsemi og tillitssemi við aðra? Hjálpar klæðaval mitt öðrum að trúa því að ég þjóni Guði heilshugar? (1. Kor. 10:31–33) Ungur skarpskyggn karlmaður ávinnur sér virðingu bræðra og systra en líka föður síns á himnum. w23.12 26 gr. 7

Fimmtudagur 17. apríl

„Ríki mitt tilheyrir ekki þessum heimi. Ef ríki mitt tilheyrði þessum heimi hefðu þjónar mínir barist.“ – Jóh. 18:36.

„Konungur suðursins“ hefur gert beinar árásir á þjóna Jehóva. (Dan. 11:40) Á fyrri hluta 20. aldarinnar voru mörg trúsystkini okkar fangelsuð vegna kristins hlutleysis og sum börn vottanna voru rekin úr skóla af sömu ástæðu. En á síðari árum hafa þjónar Jehóva sem búa á svæði konungsins staðið frammi fyrir lúmskari prófraunum á hollustu sína við Guðsríki. Í aðdraganda kosninga gæti það verið freisting fyrir þjón Guðs að styðja einn stjórnmálaflokk eða frambjóðanda frekar en annan. Hann gengur kannski ekki svo langt að kjósa en í huga hans og hjarta tekur hann samt afstöðu. Það er mjög mikilvægt að við séum hlutlaus í stjórnmálum, ekki bara í verki heldur líka í hugsun og hjarta. – Jóh. 15:18, 19. w23.08 12 gr. 17

Föstudagur 18. apríl

„Lofaður sé Jehóva sem ber byrðar okkar dag eftir dag.“ – Sálm. 68:19.

Í kapphlaupi lífsins þurfum við að ‚hlaupa þannig að við hljótum sigurlaunin‘. (1. Kor. 9:24) Jesús sagði að við gætum íþyngt okkur „með ofáti, drykkju og áhyggjum lífsins“. (Lúk. 21:34) Þessi biblíuvers og önnur geta hjálpað okkur að koma auga á hvar við gætum þurft að leiðrétta eitthvað hjá okkur í kapphlaupinu um lífið. Við getum verið viss um að sigra í kapphlaupinu um lífið vegna þess að Jehóva gefur okkur styrkinn sem við þurfum til þess. (Jes. 40:29–31) Látum ekki deigan síga! Líkjum eftir Páli postula sem lagði sig allan fram við að hljóta verðlaunin. (Fil. 3:13, 14) Enginn getur hlaupið fyrir þig en með hjálp Jehóva kemstu í mark. Jehóva getur hjálpað þér að bera þína byrði og losa þig við óþarfa byrðar. Með Jehóva þér við hlið geturðu haldið út og unnið sigur! w23.08 31 gr. 16, 17

Laugardagur 19. apríl

„Sýndu föður þínum og móður virðingu.“ – 2. Mós. 20:12.

Þegar Jesús var 12 ára skildu foreldrar hans hann eftir í Jerúsalem. (Lúk. 2:46–52) Það var ábyrgð Jósefs og Maríu að passa upp á að öll börnin þeirra færu með þeim heim eftir hátíðina. Þegar þau fundu Jesú að lokum kenndi María honum um að hafa valdið þeim vandræðum. Jesús hefði getað bent á hversu ósanngjarnt það væri. En hann svaraði foreldrum sínum án orðalenginga og af virðingu. Jósef og María „skildu ekki hvað hann átti við“. En Jesús „var þeim hlýðinn áfram“ þrátt fyrir það. Þið unga fólk, finnst ykkur erfitt að hlýða foreldrum ykkar þegar þeir gera mistök eða misskilja ykkur? Hvað er til ráða? Leiddu hugann að skoðun og tilfinningum Jehóva. Biblían segir að það ‚gleðji Drottin‘ þegar þið hlýðið foreldrum ykkar. (Kól. 3:20) Jehóva veit þegar foreldrar ykkar skilja ykkur ekki fyllilega eða þegar þeir setja reglur sem eru ekki beint fullkomnar. En þið gleðjið hann þegar þið veljið samt að hlýða þeim. w23.10 7 gr. 5, 6

Sunnudagur 20. apríl

Verið sanngjörn og alltaf mild í viðmóti við alla. – Tít. 3:2.

Skólafélagi gæti til dæmis haldið því fram að vottar Jehóva ættu að breyta viðhorfi sínu til samkynhneigðar. Við þurfum kannski að fullvissa hann um að við viðurkennum rétt hvers og eins til að taka sínar eigin ákvarðanir. (1. Pét. 2:17) Síðan getum við kannski rætt siðferðismælikvarða Biblíunnar og hversu gagnlegt sé að fylgja honum. Þegar við stöndum andspænis einstaklingi sem hefur mjög sterkar skoðanir ættum við ekki að vera fljót að hugsa að við vitum hverju hann trúir. Hvað ef skólafélagi þinn segir til dæmis að það sé heimskulegt að trúa á Guð? Ættirðu að gera ráð fyrir að hann sé alveg sannfærður um þróunarkenninguna og viti mikið um hana? Það getur verið að hann hafi ekki sjálfur skoðað málið neitt að ráði. Þú gætir kannski bent honum á efni um sköpun á jw.org. Ef til vill er hann tilbúinn að ræða einhvern tíma seinna um grein eða myndband sem hann hefur fundið þar. Þegar þú bregst þannig við með virðingu má vera að hann sé tilbúinn að endurskoða afstöðu sína. w23.09 17 gr. 12, 13

Mánudagur 21. apríl

„Þú, Jehóva, ert góður og fús til að fyrirgefa. Þú sýnir tryggan kærleika öllum sem ákalla þig.“ – Sálm. 86:5.

Við getum verið viss um að Jehóva noti okkur og blessi, jafnvel þótt við gerum mistök svo framarlega sem við gerum okkar besta til að leiðrétta okkur og höldum áfram að reiða okkur á hann. (Orðskv. 28:13) Samson var ekki fullkominn en hann gafst ekki upp að reyna að þjóna Jehóva, jafnvel eftir mistökin með Dalílu. Og Jehóva gafst ekki upp á honum. Hann notaði Samson aftur með mikilfenglegum hætti. Hann áleit hann enn mann með einstaka trú og hann er nefndur ásamt öðru trúföstu fólki í 11. kafla Hebreabréfsins. Það er uppörvandi að vita að við þjónum kærleiksríkum föður á himnum sem þráir að styrkja okkur, sérstaklega þegar við eigum í erfiðleikum og þörfnumst hjálpar. Gerum því eins og Samson og grátbiðjum Jehóva: „Mundu eftir mér og veittu mér styrk.“ – Dóm. 16:28. w23.09 7 gr. 18, 19

Þriðjudagur 22. apríl

„Hafið stöðugt í huga að dagur Jehóva er nálægur.“ – 2. Pét. 3:12.

Þar sem við vitum að dagur Jehóva er nálægur viljum við gera okkar besta til að segja öðrum frá fagnaðarboðskapnum. En samt gætum við stundum hikað við það. Hvers vegna? Við gætum látið undan ótta við menn. Það henti Pétur. Nóttina sem réttað var yfir Jesú viðurkenndi Pétur ekki að hann væri lærisveinn hans og neitaði jafnvel ítrekað að hann þekkti hann. (Matt. 26:69–75) Sami postuli sagði samt síðar af sannfæringu: „Óttist samt ekki það sem aðrir óttast og verið ekki kvíðin.“ (1. Pét. 3:14) Það sem Pétur segir sýnir að við getum sigrast á ótta við menn. Hvað getur hjálpað okkur að sigrast á ótta við menn? Pétur segir: „Helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar.“ (1. Pét. 3:15) Það felur meðal annars í sér að hugleiða stöðu og vald Jesú Krists, drottins okkar og konungs. w23.09 27 gr. 6–8

Miðvikudagur 23. apríl

Kynferðislegt siðleysi og hvers kyns óhreinleiki á ekki einu sinni að koma til tals meðal ykkar. – Ef. 5:3.

Við þurfum að halda áfram að berjast gegn því að flækjast í „verkum myrkursins sem eru einskis virði“. (Ef. 5:11) Reynslan hefur sýnt að því meir sem maður horfir á, hlustar á eða talar um það sem er óhreint og siðlaust þeim mun líklegra er að maður geri eitthvað rangt. (1. Mós. 3:6; Jak. 1:14, 15) Heimur Satans reynir að blekkja okkur og telja okkur trú um að það sem Jehóva kallar siðlaust og óhreint sé alls ekkert rangt. (2. Pét. 2:19) Eitt af þeim brögðum sem Djöfullinn hefur hvað lengst beitt er að rugla fólk í ríminu svo að það geti ekki séð muninn á réttu og röngu. (Jes. 5:20; 2. Kor. 4:4) Það er engin furða að margar kvikmyndir, sjónvarpsþættir og vefsíður skuli halda á lofti hugmyndum sem ganga þvert á mælikvarða Jehóva. Satan reynir að blekkja okkur til að hugsa sem svo að óhreinar venjur séu skaðlaus lífsstíll. – Ef. 5:6. w24.03 22 gr. 8–10

Fimmtudagur 24. apríl

„Þessir menn veita heilaga þjónustu sem er eftirmynd og skuggi þess sem er á himnum.“ – Hebr. 8:5.

Tjaldbúðin var tjald sem Ísraelsmenn fluttu með sér frá einum stað til annars. Þeir notuðu hana í næstum 500 ár þar til musteri var byggt í Jerúsalem. (2. Mós. 25:8, 9; 4. Mós. 9:22) Tjaldbúðin var staðurinn þar sem Ísraelsmenn söfnuðust saman til að tilbiðja Guð og færa fórnir. (2. Mós. 29:43–46) En tjaldbúðin táknaði nokkuð miklu þýðingarmeira. Hún var „skuggi þess sem er á himnum“ og táknaði hið mikla andlega musteri Jehóva. Páll postuli sagði að ‚þessi tjaldbúð væri táknmynd fyrir þeirra tíma‘. (Hebr. 9:9) Andlega musterið var því þegar til þegar hann skrifaði Hebreabréfið. Það varð að veruleika árið 29. Jesús lét þá skírast og byrjaði að þjóna sem hinn ‚mikli æðstiprestur‘ Jehóva í andlega musterinu. – Hebr. 4:14; Post. 10:37, 38. w23.10 25–26 gr. 6, 7

Föstudagur 25. apríl

„Verið þekkt fyrir að vera sanngjörn.“ – Fil. 4:5.

Þegar lífið er erfitt verðum við að vera sveigjanleg til að geta þjónað Jehóva með gleði. Hvernig förum við að því? Við þurfum að sýna sanngirni með því að aðlagast þegar aðstæður okkar breytast og með því að virða skoðanir og ákvarðanir annarra. Við sem þjónum Jehóva viljum vera sanngjörn. Við viljum líka vera auðmjúk og sýna samúð. Jehóva er kallaður „kletturinn“ vegna þess að hann er staðfastur og óhagganlegur. (5. Mós. 32:4) En hann er líka sanngjarn. Eftir því sem aðstæður breytast í heiminum lagar Guð sig að breytingunum og tryggir að allt sem hann hefur lofað verði að veruleika. Jehóva skapaði manninn í sinni mynd, meðal annars með hæfileikann til að laga sig að breyttum aðstæðum. Hann sá okkur fyrir skýrum meginreglum í Biblíunni sem hjálpa okkur að taka viturlegar ákvarðanir, sama hvaða áskorunum við mætum. Fordæmi Jehóva og meginreglur fullvissa okkur um að hann sé sanngjarn á sama tíma og hann er „kletturinn“. w23.07 20 gr. 1–3

Laugardagur 26. apríl

„Þegar áhyggjur voru að buga mig hughreystir þú mig og róaðir.“ – Sálm. 94:19.

Í Biblíunni líkir Jehóva sjálfum sér við ástríka móður. (Jes. 66:12, 13) Sjáðu fyrir þér móður sem annast litla barnið sitt af ástúð og sér um að það fái það sem það þarf. Þegar okkur líður illa getum við treyst á kærleika Jehóva. Hann gefst ekki upp á okkur þegar við gerum eitthvað rangt. (Sálm. 103:8) Ísraelsþjóðin olli Jehóva vonbrigðum æ ofan í æ en samt tjáði hann óbilandi kærleika sinn til þeirra sem iðruðust og sagði: „Þú ert dýrmætur í augum mínum, ég heiðra þig og ég elska þig.“ (Jes. 43:4, 5) Kærleikur Guðs hefur ekki breyst. Jafnvel þótt við höfum gert alvarleg mistök komumst við að raun um að kærleikur Jehóva til okkar hefur ekki haggast þegar við iðrumst og snúum aftur til hans. Hann lofar að ‚fyrirgefa fúslega‘. (Jes. 55:7) Biblían lýsir því þannig að þá komi ‚tímar þar sem Jehóva veitir nýjan kraft‘. – Post. 3:19. w24.01 26–27 gr. 4, 5

Sunnudagur 27. apríl

„Hönd Jehóva Guðs míns var með mér.“ – Esra. 7:28.

Jehóva getur hjálpað okkur þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum. Við fáum tækifæri til að sjá hönd Jehóva í lífi okkar þegar við spyrjum til dæmis yfirmann okkar um frí til að fara á mót eða þegar við biðjum um breytingu á vinnutíma svo að við getum sótt allar samkomur. Útkoman gæti orðið betri en við búumst við. Fyrir vikið styrkist traust okkar á Jehóva. Esra leitaði auðmjúkur hjálpar Jehóva. Esra bað til Jehóva í hvert sinn sem honum fannst verkefni sitt yfirþyrmandi. (Esra. 8:21–23; 9:3–5) Viðhorf hans knúði aðra til að styðja hann og líkja eftir trú hans. (Esra. 10:1–4) Við þurfum að treysta Jehóva og snúa okkur til hans í bæn þegar áhyggjur vegna efnislegra þarfa eða öryggis fjölskyldunnar íþyngja okkur. w23.11 18 gr. 15–17

Mánudagur 28. apríl

„Abram trúði Jehóva og þess vegna taldi hann Abram réttlátan.“ – 1. Mós. 15:6.

Jehóva fer ekki fram á að við gerum allt nákvæmlega eins og Abraham gerði til að vera réttlát í augum hans. Það eru margar leiðir til að sýna trú í verki. Við getum tekið vel á móti nýjum sem koma í söfnuðinn, hjálpað trúsystkinum sem eru hjálparþurfi og gert fjölskyldu okkar gott. Allt þetta gleður Jehóva og færir okkur blessun hans. (Rómv. 15:7; 1. Tím. 5:4, 8; 1. Jóh. 3:18) Ein mikilvægasta leiðin til að sýna trú okkar í verki er að boða öðrum fagnaðarboðskapinn af kappi. (1. Tím. 4:16) Við getum öll sýnt með verkum okkar að við trúum að loforð Jehóva rætist og að vegir hans séu þeir bestu. Ef við gerum þetta megum við vera þess fullviss að Jehóva álíti okkur réttlát og kalli okkur vini sína. w23.12 3 gr. 3; 6 gr. 15

Þriðjudagur 29. apríl

Vertu sterkur og sýndu karlmennsku. – 1. Kon. 2:2.

Stuttu fyrir dauða sinn sagði Davíð konungur þetta við Salómon. (1. Kon. 2:1, 3) Þetta ráð er mikilvægt öllum kristnum karlmönnum. Til að geta farið eftir því þurfa þeir að læra að hlýða lögum Guðs og heimfæra meginreglur Biblíunnar á öllum sviðum lífsins. (Lúk. 2:52) Hvers vegna er mikilvægt að ungir bræður nái kristnum þroska? Kristinn karlmaður hefur margþættu hlutverki að gegna í fjölskyldunni og í söfnuðinum. Þið ungu bræður hafið eflaust hugleitt þau verkefni sem þið gætuð fengið í framtíðinni. Þú hefur kannski sett þér það markmið að þjóna í fullu starfi og verða safnaðarþjónn og seinna meir öldungur. Þig langar ef til vill líka að kvænast og eignast börn. (Ef. 6:4; 1. Tím. 3:1) Til að ná þessum markmiðum og vera farsæll þarftu að ná kristnum þroska. w23.12 24 gr. 1, 2

Miðvikudagur 30. apríl

„Ég hefði ekki nægan tíma ef ég færi að segja frá Gídeon.“ – Hebr. 11:32.

Jehóva hefur falið öldungum umsjón með dýrmætum sauðum sínum. Þessir trúföstu menn eru þakklátir fyrir traustið sem Jehóva sýnir þeim og leggja mikið á sig til að „gæta þeirra vel“. (Jer. 23:4; 1. Pét. 5:2) Við erum innilega þakklát fyrir að hafa slíka menn í söfnuðum okkar. Öldungar geta lært af Gídeon dómara. (Hebr. 6:12) Hann var hirðir þjóðar Guðs og átti að vernda hana. (Dóm. 2:16; 1. Kron. 17:6) Öldungar hafa verið útnefndir til að annast þjóna Guðs á erfiðum tímum, rétt eins og Gídeon. (Post. 20:28; 2. Tím. 3:1) Við getum lært af hógværð, auðmýkt og hlýðni Gídeons. Það reyndi á þolgæði hans þegar hann annaðist verkefni sín. Hvort sem við erum öldungar eða ekki getum við aukið þakklæti okkar fyrir öldungana. Við getum stutt þessa duglegu menn sem annast okkur. – Hebr. 13:17. w23.06 2 gr. 1, 3

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila