Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • es25 bls. 57-67
  • Júní

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Júní
  • Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025
  • Millifyrirsagnir
  • Sunnudagur 1. júní
  • Mánudagur 2. júní
  • Þriðjudagur 3. júní
  • Miðvikudagur 4. júní
  • Fimmtudagur 5. júní
  • Föstudagur 6. júní
  • Laugardagur 7. júní
  • Sunnudagur 8. júní
  • Mánudagur 9. júní
  • Þriðjudagur 10. júní
  • Miðvikudagur 11. júní
  • Fimmtudagur 12. júní
  • Föstudagur 13. júní
  • Laugardagur 14. júní
  • Sunnudagur 15. júní
  • Mánudagur 16. júní
  • Þriðjudagur 17. júní
  • Miðvikudagur 18. júní
  • Fimmtudagur 19. júní
  • Föstudagur 20. júní
  • Laugardagur 21. júní
  • Sunnudagur 22. júní
  • Mánudagur 23. júní
  • Þriðjudagur 24. júní
  • Miðvikudagur 25. júní
  • Fimmtudagur 26. júní
  • Föstudagur 27. júní
  • Laugardagur 28. júní
  • Sunnudagur 29. júní
  • Mánudagur 30. júní
Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025
es25 bls. 57-67

Júní

Sunnudagur 1. júní

„Við þurfum að ganga í gegnum margar þrengingar til að komast inn í ríki Guðs.“ – Post. 14:22.

Jehóva blessaði þjóna Guðs á fyrstu öld vegna þess að þeir löguðu sig að breyttum aðstæðum. Þeir urðu oft fyrir ofsóknum, stundum þegar þeir áttu síst von á. Barnabas og Páll postuli voru eitt sinn að boða trúna í grennd við Lýstru. Í fyrstu var tekið vel á móti þeim og fólk hlustaði á þá. En síðar komu andstæðingar og „fengu fólkið á sitt band“ og þetta sama fólk grýtti Pál og skildi hann eftir í þeirri trú að hann væri dáinn. (Post. 14:19) Barnabas og Páll héldu samt áfram að boða trúna annars staðar. Hver var árangurinn? Þeir gerðu „allmarga að lærisveinum“ og fordæmi þeirra og orð styrktu trúsystkini þeirra. (Post. 14:21, 22) Margir nutu góðs af því að Barnabas og Páll gáfust ekki upp þótt þeir yrðu fyrir skyndilegum ofsóknum. Við munum líka njóta blessunar svo framarlega sem við gefumst ekki upp og vinnum það verk sem Jehóva hefur beðið okkur að gera. w23.04 16–17 gr. 13, 14

Mánudagur 2. júní

„Heyrðu bæn mína, Jehóva, og hlustaðu þegar ég bið um hjálp. Ég kalla til þín í angist minni því að þú bænheyrir mig.“ – Sálm. 86:6, 7.

Davíð konungur stóð andspænis mörgum hættulegum óvinum um ævina og leitaði oft hjálpar Jehóva í bæn. Davíð var sannfærður um að Jehóva heyrði bænir hans og svaraði þeim. Þú getur haft sömu sannfæringu. Biblían fullvissar okkur um að Jehóva getur gefið okkur þá visku og kraft sem við þurfum til að halda út. Hann getur notað trúsystkini okkar og jafnvel fólk sem þjónar honum ekki eins og er, og komið okkur þannig til hjálpar. Þótt Jehóva svari ekki alltaf bænum okkar eins og við búumst við vitum við að hann svarar þeim. Hann gefur okkar nákvæmlega það sem við þurfum þegar við þurfum á því að halda. Haltu þess vegna áfram að biðja til Jehóva í trausti þess að hann heyri bænir þínar og að hann muni annast þig núna og ‚uppfylla langanir alls sem lifir‘ í nýja heiminum. – Sálm. 145:16. w23.05 8 gr. 4; 13 gr. 17, 18

Þriðjudagur 3. júní

„Hvernig á ég að endurgjalda Jehóva allt það góða sem hann hefur gert fyrir mig?“ – Sálm. 116:12.

Það er gott að beina athyglinni að árangrinum af því að ná markmiði þínu. Hvaða árangri gætir þú beint athyglinni að? Ef markmið þitt tengist biblíulestri eða bæn skaltu hugsa um hvernig það styrkir samband þitt við Jehóva. (Sálm. 145:18, 19) Ef markmiðið er að rækta kristinn eiginleika skaltu einbeita þér að því hvernig það bætir samband þitt við aðra. (Kól. 3:14) Þú gætir gert lista yfir ástæðurnar fyrir því að þú vilt ná markmiðinu. Skoðaðu síðan listann reglulega. Og verðu tíma með þeim sem hvetja þig áfram. (Orðskv. 13:20) Við eigum öll okkar daga þegar okkur skortir áhuga. Þýðir það að við getum ekki unnið að markmiði okkar? Nei. Við getum fundið aðrar leiðir til að vinna að því, jafnvel þótt við höfum ekki sterka löngun. Þetta krefst sjálfstjórnar en árangurinn er þess virði. w23.05 27–28 gr. 5–8

Miðvikudagur 4. júní

„Það sem maður sáir, það uppsker hann.“ – Gal. 6:7.

Það að vita að ákvörðunum okkar fylgir ábyrgð hvetur okkur til að játa syndir okkar, leiðrétta okkur og forðast að endurtaka mistökin. Þetta getur hjálpað okkur að gefast ekki upp í kapphlaupinu um lífið. Hvað geturðu gert ef þú hefur tekið slæma ákvörðun? Ekki eyða orkunni í að réttlæta þig, eða þá að ásaka þig eða aðra. Viðurkenndu frekar mistök þín og gerðu það besta miðað við aðstæður þínar. Ef þú hefur sektarkennd yfir að hafa gert rangt skaltu leita til Jehóva í auðmjúkri bæn, viðurkenna það og biðja hann að fyrirgefa þér. (Sálm. 25:11; 51:3, 4) Biddu þá fyrirgefningar sem þú hefur sært og leitaðu hjálpar öldunganna ef nauðsynlegt er. (Jak. 5:14, 15) Lærðu af mistökum þínum og reyndu að endurtaka þau ekki. Þá geturðu verið viss um að Jehóva sýni þér miskunn og gefi þér þann styrk sem þú þarft. – Sálm. 103:8–13. w23.08 28–29 gr. 8, 9

Fimmtudagur 5. júní

„Jóas gerði það sem var rétt í augum Jehóva allan þann tíma sem Jójada prestur leiðbeindi honum.“ – 2. Kon. 12:2.

Jójada hafði jákvæð áhrif á Jóas konung. Það varð til þess að hinn ungi konungur vildi gleðja Jehóva. En eftir dauða Jójada hlustaði Jóas á fráhverfa höfðingja. (2. Kron. 24:4, 17, 18) Þótt þetta hafi sært Jehóva mikið hélt hann áfram að senda „spámenn til þeirra til að snúa þeim aftur til sín … en þeir vildu ekki hlusta“. Þeir neituðu jafnvel að hlusta á Sakaría son Jójada sem var ekki aðeins spámaður Jehóva og prestur heldur líka frændi Jóasar. Jóas konungur gekk svo langt að drepa Sakaría. (2. Kron. 22:11; 24:19–22) Jóas viðhélt ekki heilbrigðum ótta við Jehóva. Jehóva hafði sagt: „Þeir sem fyrirlíta mig verða einskis metnir.“ (1. Sam. 2:30) Fámennur her Sýrlendinga sigraði síðar ‚gríðarstóran her‘ Jóasar og ‚skildi hann eftir illa særðan‘. (2. Kron. 24:24, 25) Þjónar Jóasar drápu hann fyrir að hafa drepið Sakaría. w23.06 18 gr. 16, 17

Föstudagur 6. júní

„Einu sinni voruð þið myrkur en nú eruð þið ljós.“ – Ef. 5:8.

Páll postuli hafði dvalið talsverðan tíma í Efesus og boðað fagnaðarboðskapinn og kennt. (Post. 19:1, 8–10; 20:20, 21) Hann elskaði trúsystkini sín innilega og vildi hjálpa þeim að halda áfram að vera trúföst. Efesusmenn, sem Páll skrifaði til, voru áður í þrælkun falskra trúarkenninga og hjátrúar. Íbúar Efesus voru frægir fyrir gróft siðleysi og þeir skömmuðust sín ekkert fyrir það. Klúrt tal var algengt í leikhúsum borgarinnar og jafnvel við trúarlegar hátíðir. (Ef. 5:3) Margir íbúanna höfðu „glatað allri siðferðiskennd“. Þetta orðalag merkir bókstaflega ‚hættur að finna fyrir sársauka‘. (Ef. 4:17–19) Áður en Efesusmenn lærðu hvað var í sannleika rétt og hvað var rangt truflaði samviskan þá ekkert þegar þeir gerðu illt. Fyrir vikið gat Páll lýst þeim eins og þeir væru ‚í myrkri og fjarlægir því lífi sem kemur frá Guði‘. En sumir Efesusmanna voru ekki áfram í myrkrinu. w24.03 20 gr. 2, 4; 21 gr. 5, 6

Laugardagur 7. júní

Þeir sem vona á Jehóva fá nýjan kraft. Þeir þreytast ekki. – Jes. 40:31.

Verkefni Gídeons sem dómara gátu verið líkamlega erfið. Þegar Midíanítar flúðu um nóttina í bardaganum elti Gídeon þá frá Jesreelsléttu alla leið að Jórdanánni. (Dóm. 7:22) Stoppaði Gídeon við Jórdan? Nei. Þótt hann og 300 menn hans væru þreyttir fóru þeir yfir ána og héldu eftirförinni áfram. Að lokum náðu þeir Midíanítum og sigruðu þá. (Dóm. 8:4–12) Gídeon treysti að Jehóva myndi gefa honum styrk og hann varð ekki fyrir vonbrigðum. (Dóm. 6:14, 34) Við eitt tækifæri voru Gídeon og menn hans fótgangandi þegar þeir eltu tvo Midíanítakonunga sem ef til vill riðu úlföldum. (Dóm. 8:12, 21) En Guð hjálpaði þeim og Ísraelsmenn unnu orrustuna. Öldungar geta líka treyst á Jehóva, þann sem „þreytist aldrei né örmagnast“. Hann gefur þeim styrk þegar þeir þurfa á því að halda. – Jes. 40:28, 29. w23.06 6 gr. 14; 7 gr. 16

Sunnudagur 8. júní

Jehóva mun hvorki bregðast ykkur né yfirgefa ykkur. – 5. Mós. 31:6.

Við getum haft stöðugt hjarta, hvaða prófraunum sem við kunnum að mæta. Treystu því á Jehóva. Hugleiddu hvernig það var Barak til góðs að treysta leiðbeiningum Jehóva. Þótt það væri hvorki til skjöldur né spjót í öllu landinu sagði Jehóva honum að fara í stríð við Sísera hershöfðingja Kanaaníta og her hans sem var vel vopnum búinn. (Dóm. 5:8) Debóra spákona sagði Barak að fara niður á sléttuna til að mæta Sísera og 900 stríðsvögnum hans. Barak hlýddi þótt það væri greinilega ávinningur fyrir andstæðinginn að vera með vagnana á sléttunni. Þegar hermennirnir héldu til Taborfjalls lét Jehóva koma úrhellisrigningu. Stríðsvagnar Sísera festust í leðjunni og Jehóva gaf Barak sigur. (Dóm. 4:1–7, 10, 13–16) Á líkan hátt veitir Jehóva okkur sigur ef við treystum á hann og leiðsögnina sem hann veitir fyrir atbeina safnaðar síns. w23.07 19 gr. 17, 18

Mánudagur 9. júní

„Sá sem er þolgóður allt til enda mun bjargast.“ – Matt. 24:13.

Þolinmæði er nauðsynleg til að hljóta hjálpræði. Við þurfum að bíða þolinmóð eftir að loforð Guðs rætist rétt eins og trúfastir þjónar Guðs til forna. (Hebr. 6:11, 12) Í Biblíunni er aðstæðum okkar líkt við aðstæður bónda. (Jak. 5:7, 8) Bóndinn vinnur hörðum höndum að því að planta og vökva en hann veit ekki nákvæmlega hvenær vöxturinn kemur. Hann bíður því þolinmóður í trausti þess að hann muni fá uppskeru. Við erum líka önnum kafin í þjónustu Jehóva þótt við ‚vitum ekki hvaða dag Drottinn okkar kemur‘. (Matt. 24:42) Við bíðum þolinmóð, fullviss um að Jehóva uppfylli öll loforð sín á réttum tíma. Ef við yrðum óþolinmóð gætum við orðið þreytt á að bíða og smám saman fjarlægst Jehóva. Við gætum líka farið að eltast við hluti sem veita okkur ánægju strax. En ef við erum þolinmóð getum við haldið út allt til enda og bjargast. – Míka 7:7. w23.08 22 gr. 7

Þriðjudagur 10. júní

„Tærnar á fótunum voru að hluta til úr járni og að hluta til úr leir.“ – Dan. 2:42.

Þegar við berum spádóminn í Daníel 2:41–43 saman við aðra í Daníelsbók og Opinberunarbókinni getum við ályktað að fæturnir tákni bandalag Bretlands og Bandaríkjanna, ríkjandi heimsveldi nú á dögum. Daníel sagði um þetta heimsveldi að það yrði „að sumu leyti sterkt og að sumu leyti veikt“. Hvers vegna að sumu leyti veikt? Vegna þess að almenningur, sem mjúki leirinn táknar, kemur í veg fyrir að það geti beitt járnstyrk sínum‘. Það sem Daníel segir um líkneskið í draumnum eru mikilvægar upplýsingar fyrir okkur. Í fyrsta lagi hefur ensk-ameríska heimsveldið sýnt styrk sinn að sumu leyti. Það gegndi til dæmis lykilhlutverki í sigri fyrri og síðari heimstyrjaldarinnar. En styrkur þessa heimsveldis hefur minnkað og heldur áfram að gera það vegna þess að borgarar þess berjast hverjir gegn öðrum og gegn yfirvöldum. Í öðru lagi er þetta síðasta heimsveldið sem ríkir áður en Guðsríki bindur enda á allar stjórnir manna. w23.08 10–11 gr. 12, 13

Miðvikudagur 11. júní

„Í angist minni ákallaði ég Jehóva, ég hrópaði stöðugt til Guðs míns á hjálp. Í musteri sínu heyrði hann rödd mína.“ – Sálm. 18:6.

Stundum fannst Davíð hann vera aðþrengdur vegna allra þeirra vandamála og prófrauna sem hann stóð frammi fyrir. (Sálm. 18:4, 5) En innileg umhyggja Jehóva hressti hann við. Jehóva leiddi vin sinn þegar hann var úrvinda í „grösugan haga“ og að „lækjum þar sem ljúft er að hvílast“. Fyrir vikið endurheimti Davíð styrk sinn og gat haldið áfram. (Sálm. 18:28–32; 23:2) Þegar við verðum fyrir raunum og andstöðu lífsins nú á dögum er það einnig „tryggum kærleika Jehóva að þakka að ekki er úti um okkur“. (Harmlj. 3:22; Kól. 1:11) Líf Davíðs var oft í hættu og hann átti marga volduga óvini. En kærleikur Jehóva veitti honum öryggiskennd og vernd. Davíð fann að Jehóva var með honum við allar aðstæður og það hughreysti hann. Hann gat því sungið: „[Jehóva] bjargaði mér frá öllu sem ég óttaðist.“ (Sálm. 34:4) Ótti Davíðs var á rökum reistur en kærleikur Jehóva var óttanum yfirsterkari. w24.01 29–30 gr. 15–17

Fimmtudagur 12. júní

„Láttu ekki undan ef syndarar reyna að tæla þig.“ – Orðskv. 1:10.

Dragðu lærdóm af vondum ákvörðunum Jóasar. Eftir að Jójada æðstiprestur dó valdi Jóas sér slæman félagsskap. (2. Kron. 24:17, 18) Hann kaus að hlusta á höfðingja Júda sem elskuðu ekki Jehóva. Þú ert líklega sammála því að Jóas hefði betur forðast þessa vandræðagemlinga. En hann hlustaði á svokallaða vini sína. Þegar Sakaría frændi hans reyndi að leiðrétta hann lét hann jafnvel taka hann af lífi. (2. Kron. 24:20, 21; Matt. 23:35) Það var bæði hræðilegt og heimskulegt! Jóas byrjaði vel en varð fráhvarfsmaður og morðingi. Að lokum drápu hans eigin þjónar hann. (2. Kron. 24:22–25) Líf hans hefði orðið allt öðruvísi ef hann hefði haldið áfram að hlusta á Jehóva og þá sem elskuðu hann. w23.09 9 gr. 6

Föstudagur 13. júní

„Vertu ekki hræddur.“ – Lúk. 5:10.

Jesús vissi að Pétur postuli gat verið trúfastur áfram. Jesús sagði honum því vingjarnlega að ‚vera ekki hræddur‘. Traustið sem hann sýndi Pétri breytti lífi hans. Hann og Andrés bróðir hans yfirgáfu síðar atvinnu sína við fiskveiðar og urðu fylgjendur Messíasar í fullu starfi. Það var ákvörðun sem hafði merkilega blessun í för með sér. (Mark. 1:16–18) Pétur upplifði margt stórkostlegt sem fylgjandi Krists. Hann sá Jesú lækna veika, reka út illa anda og jafnvel reisa fólk upp frá dauðum. (Matt. 8:14–17; Mark. 5:37, 41, 42) Pétur varð líka vitni að sýn af dýrð Jesú í Guðsríki. Hún hafði mjög mikil áhrif á hann. (Mark. 9:1–8; 2. Pét. 1:16–18) Pétur sá það sem hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann ætti eftir að sjá. Hann hlýtur að hafa verið ánægður að hann skyldi ekki hafa látið neikvæðar tilfinningar gagnvart sjálfum sér verða til þess að hann missti af þessari blessun. w23.09 21 gr. 4, 5

Laugardagur 14. júní

„Jesús svaraði: ‚Ég segi þér: Ekki allt að sjö sinnum heldur 77 sinnum.‘“ – Matt. 18:22.

Í fyrra bréfi sínu talaði Pétur postuli um „brennandi kærleika“. Þannig kærleikur hylur ekki aðeins fáeinar syndir heldur „fjölda synda“. (1. Pét. 4:8) Pétur hugsaði kannski til þess sem Jesús kenndi honum um fyrirgefninguna mörgum árum áður. Á þeim tíma fannst Pétri hann líklega vera mjög örlátur þegar hann stakk upp á því að hann fyrirgæfi bróður sínum „allt að sjö sinnum“. En Jesús kenndi honum – og um leið okkur – að fyrirgefa ‚allt að 77 sinnum‘, eða ótakmarkað. (Matt. 18:21) Ekki missa móðinn ef þér hefur fundist erfitt að gera þetta. Allir ófullkomnir þjónar Jehóva hafa stundum átt erfitt með að fyrirgefa. Það sem er mikilvægt núna er að þú gerir það sem þú getur til að fyrirgefa bróður þínum og semjir frið við hann. w23.09 29 gr. 12

Sunnudagur 15. júní

Ég kallaði til Jehóva og hann svaraði mér. – Jónas 2:2.

Í kviði fisksins var Jónas viss um að Jehóva myndi hlusta á auðmjúka og iðrunarfulla bæn hans og að hann myndi hjálpa honum. Jónas komst seinna upp á þurrt land og var nú tilbúinn að takast á við næsta verkefni. (Jónas 2:10–3:4) Ertu stundum svo kvíðinn þegar þú glímir við erfiðleika að þú átt erfitt með að tjá þig í bæn? Eða hefurðu stundum ekki orku til að rannsaka Biblíuna? Mundu að Jehóva skilur aðstæður þínar fullkomlega. Þú getur verið viss um að hann gefur þér nákvæmlega það sem þú þarft, jafnvel þótt bæn þín sé einföld. (Ef. 3:20) Ef þér líður það illa líkamlega eða tilfinningalega að þú átt erfitt með að lesa og rannsaka Biblíuna gætirðu prófað að hlusta á hljóðupptökur af lestri á Biblíunni eða biblíutengdum ritum. Þú gætir líka hlustað á eitt af lögunum okkar eða horft á myndband á jw.org. Með því að leita til Jehóva í bæn og leita svara í andlegu fæðunni sem hann sér okkur fyrir ertu að biðja hann um að styrkja þig. w23.10 13 gr. 6; 14 gr. 9

Mánudagur 16. júní

Heilagur andi sýnir að leiðin inn í hið allra helgasta hafði enn ekki verið opinberuð á meðan fyrri tjaldbúðin stóð. – Hebr. 9:8.

Tjaldbúðin og musterin sem voru byggð síðar í Jerúsalem voru í grundvallaratriðum eins skipulögð. Inni voru tvö rými – „hið heilaga“ og „hið allra helgasta“ – sem voru aðgreind með útsaumuðu tjaldi. (Hebr. 9:2–5; 2. Mós. 26:31–33) Inni í hinu heilaga var gullljósastika, altari til að brenna reykelsi á og borð undir skoðunarbrauðin. Aðeins ‚hinir smurðu prestar‘ máttu fara inn í hið heilaga til að sinna þjónustu sinni. (4. Mós. 3:3, 7, 10) Í hinu allra helgasta var gulli lögð sáttmálsörkin sem táknaði nærveru Jehóva. (2. Mós. 25:21, 22) Einungis æðstipresturinn mátti fara inn fyrir tjaldið einu sinni á ári á friðþægingardeginum. (3. Mós. 16:2, 17) Hann fór þangað með dýrablóð til að friðþægja fyrir eigin syndir og syndir allrar þjóðarinnar. Með tímanum upplýsti Jehóva hver væri raunveruleg merking fyrirkomulagsins í tjaldbúðinni. – Hebr. 9:6, 7. w23.10 27 gr. 12

Þriðjudagur 17. júní

„Elskið hver annan.“ – Jóh. 15:17.

Aftur og aftur sjáum við boðið um að „elska hvert annað“ í orði Guðs. (Jóh. 15:12; Rómv. 13:8; 1. Þess. 4:9; 1. Pét. 1:22; 1. Jóh. 4:11) Kærleikurinn er hins vegar eiginleiki innra með okkur og enginn maður getur séð hvað býr í hjarta annars manns. Hvernig getum við þá látið kærleika okkar til bræðra og systra í ljós? Með orðum okkar og verkum. Við getum sýnt bræðrum okkar og systrum á margvíslegan hátt að við elskum þau. Skoðum nokkur dæmi. „Verið sannorð hvert við annað.“ (Sak. 8:16) „Haldið frið hver við annan.“ (Mark. 9:50) „Eigið frumkvæðið að því að sýna hvert öðru virðingu.“ (Rómv. 12:10) „Takið því vel á móti hvert öðru.“ (Rómv. 15:7) „Haldið áfram að … fyrirgefa hvert öðru.“ (Kól. 3:13) „Berið hvert annars byrðar.“ (Gal. 6:2) „Hughreystið hvert annað.“ (1. Þess. 4:18) „Haldið því áfram að … styrkja hvert annað.“ (1. Þess. 5:11) „Biðjið hvert fyrir öðru.“ – Jak. 5:16. w23.11 9 gr. 7, 8

Miðvikudagur 18. júní

„Gleðjist í voninni.“ – Rómv. 12:12.

Við tökum ákvarðanir daglega sem krefjast sterkrar trúar. Við tökum til dæmis ákvarðanir varðandi félagskap, afþreyingu, menntun, hjónaband, börn og vinnu. Það er gott að spyrja sig: Sýna ákvarðanir mínar að ég sé sannfærður um að dagar þessa heims séu bráðlega taldir og að nýr heimur komi í hans stað? Eða litast ákvarðanir mínar af fólki sem lifir eins og þetta líf sé allt og sumt? (Matt. 6:19, 20; Lúk. 12:16–21) Við tökum bestu ákvarðanirnar ef við styrkjum trú okkar á að nýi heimurinn sé í nánd. Við þurfum líka sterka trú til að takast á við prófraunir sem við verðum fyrir. Við sætum kannski ofsóknum, eigum við langvinn veikindi að glíma eða tökumst á við annað sem dregur úr okkur kjark. Okkur finnst ef til vill ganga vel að takast á við prófraunir okkar til að byrja með. En ef þær dragast á langinn, eins og oft vill verða, þurfum við að hafa sterka trú til að þrauka og halda áfram að þjóna Jehóva með gleði. – 1. Pét. 1:6, 7. w23.04 27 gr. 4, 5

Fimmtudagur 19. júní

„Biðjið stöðugt.“ – 1. Þess. 5:17.

Jehóva væntir þess að við breytum í samræmi við bænir okkar. Bróðir gæti til dæmis beðið Jehóva um hjálp til að fá frí í vinnunni svo að hann geti sótt umdæmismót. Hvernig gæti Jehóva svarað bæninni? Hann gæti gefið bróðurnum hugrekki til að spyrja vinnuveitandann um frí. En bróðirinn yrði samt sem áður að fara til vinnuveitandans og biðja um frí. Hann gæti þurft að spyrja oftar en einu sinni. Hann gæti jafnvel boðist til að skiptast á vöktum við aðra starfsmenn eða taka launalaust frí. Jehóva væntir þess að við biðjum aftur og aftur um það sem hvílir á okkur. Jesús gaf í skyn að sumt af því sem við biðjum um fengjum við ekki strax svar við. (Lúk. 11:9) Gefstu ekki upp! Biddu innilega og aftur og aftur. (Lúk. 18:1–7) Þegar við gerum það sýnum við Jehóva að okkur er mikið í mun að hann svari okkur. Við sýnum einnig trú okkar á getu hans til að hjálpa okkur. w23.11 22 gr. 10, 11

Föstudagur 20. júní

„Vonin bregst okkur ekki.“ – Rómv. 5:5.

Jehóva lofaði Abraham vini sínum að hann myndi eignast son og að allar þjóðir hlytu blessun vegna hans. (1. Mós. 15:5; 22:18) Hann var alveg viss um að loforð Guðs myndi rætast vegna þess að trú hans á Guð var sterk. En þegar Abraham var 100 ára og konan hans 90 ára höfðu þessi trúföstu hjón enn ekki eignast son. (1. Mós. 21:1–7) Samt segir Biblían: „[Abraham] trúði með von … að hann yrði faðir margra þjóða samkvæmt því sem sagt hafði verið.“ (Rómv. 4:18) Við vitum að von Abrahams varð að veruleika. Hann eignaðist soninn sem hann hafði svo lengi vonast eftir, Ísak. Hvernig gat Abraham verið svona viss? Abraham var alveg sannfærður um að það sem Jehóva hafði lofað honum myndi rætast vegna þess að hann átti náið samband við hann. (Rómv. 4:21) Jehóva hafði velþóknun á Abraham og lýsti hann réttlátan vegna trúar hans. – Jak. 2:23. w23.12 8 gr. 1, 2

Laugardagur 21. júní

„Sá sem er trúr í því smæsta er einnig trúr í miklu og sá sem er ranglátur í því smæsta er einnig ranglátur í miklu.“ – Lúk. 16:10.

Ungur maður sem er áreiðanlegur annast af kostgæfni allt sem hann ber ábyrgð á. Hugleiddu fullkomið fordæmi Jesú. Hann var aldrei kærulaus eða óábyrgur. Hann gerði allt sem Jehóva bað hann um, jafnvel þegar það var erfitt. Hann elskaði fólk, sérstaklega lærisveina sína, og gaf líf sitt fúslega í þeirra þágu. (Jóh. 13:1) Leggðu hart að þér að sinna hverju því verkefni sem þú færð, rétt eins og Jesús gerði. Ef þú ert ekki viss um hvernig þú átt að vinna það skaltu sýna auðmýkt og biðja þroskaða bræður um hjálp. Reyndu aldrei að gera eins lítið og þú kemst upp með. (Rómv. 12:11) Ef þú gerir allt „fyrir Jehóva en ekki menn“ reynirðu að gera verkefnum þínum góð skil og klárar þau. (Kól. 3:23) Þú ert að sjálfsögðu ekki fullkominn þannig að þú skalt vera hógvær og viðurkenna mistökin sem þú gerir. – Orðskv. 11:2. w23.12 26 gr. 8

Sunnudagur 22. júní

„Blessaður er sá maður sem setur traust sitt á Jehóva.“ – Jer. 17:7.

Það er gleðiefni að láta skírast og fá að tilheyra fjölskyldu Jehóva. Þeir sem eiga náið samband við Jehóva álíta það heiður og eru sammála því sem sálmaskáldið Davíð sagði: „Sá er hamingjusamur sem þú [Jehóva] velur og lætur nálgast þig, hann fær að búa í forgörðum þínum.“ (Sálm. 65:4) Jehóva býður ekki hverjum sem er í forgarða sína. Hann velur þá sem sýna að þeir vilji eiga náið samband við hann. (Jak. 4:8) Þegar þú vígir Jehóva líf þitt og lætur skírast getur þú bókað að þaðan í frá lætur hann ‚blessun streyma yfir þig þar til þig skortir ekki neitt‘. (Mal. 3:10; Jer. 17:7, 8) Skírn er bara upphafið. Þú vilt gera þitt besta til að lifa í samræmi við vígsluheit þitt, jafnvel þegar þú verður fyrir freistingum eða gengur í gegnum erfiðleika. (Préd. 5:4, 5) Sem lærisveinn Jesú fylgirðu fordæmi hans og leiðbeiningum eins vel og þú getur. – Matt. 28:19, 20; 1. Pét. 2:21. w24.03 8 gr. 1–3

Mánudagur 23. júní

Maður yfirgefur föður sinn og móður og binst konu sinni. – 1. Mós. 2:24.

Hvað ef þið hjónin njótið þess ekki að vera saman? Hvað er til ráða? Veltum fyrir okkur varðeldi. Eldurinn er ekki mikill í byrjun. Það þarf smám saman að bæta á hann stærri viðarkubbum. Á líkan hátt gætuð þið byrjað að verja smá tíma saman á hverjum degi. Gerið eitthvað sem þið bæði hafið gaman af. (Jak. 3:18) Með því að byrja smátt getið þið endurvakið ástina. Virðing er nauðsynleg í hjónabandi. Hún er eins og súrefni sem gerir varðeldinum kleift að brenna glatt. Ef eldurinn fær ekkert súrefni slokknar hann fljótt. Á líkan hátt getur ástin milli hjóna kólnað fljótt ef þau sýna ekki hvort öðru virðingu. En ef hjón leitast við að sýna hvort öðru virðingu stuðla þau að því að ástin dafni. En mundu að þetta snýst ekki um það hvort þér finnist þú sýna virðingu heldur hvort maka þínum finnst honum sýnd virðing. w23.05 22 gr. 9; 23–24 gr. 14, 15

Þriðjudagur 24. júní

„Þegar áhyggjur voru að buga mig hughreystir þú mig og róaðir.“ – Sálm. 94:19.

Trúfastir þjónar Guðs segja frá því í Biblíunni að skelfing hafi gripið þá þegar óvinir þeirra stóðu gegn þeim eða þeir voru undir miklu álagi. (Sálm. 18:4; 55:1, 5) Við gætum orðið fyrir andstöðu í skólanum, vinnunni, frá fjölskyldunni eða yfirvöldum. Heilsuvandamál gætu jafnvel ógnað lífi okkar. Við slíkar aðstæður gæti okkur liðið eins og ósjálfbjarga barni. Hvernig hjálpar Jehóva okkur á slíkum stundum? Hann hughreystir okkur og róar. Eigðu því reglulega stundir með Jehóva. Biddu til hans og lestu í orði hans. (Sálm. 77:1, 12–14) Þegar þú síðan finnur fyrir álagi verður fyrsta hugsunin líklega sú að leita til föður þíns á himnum. Segðu Jehóva frá því sem þú óttast og veldur þér áhyggjum. Hlustaðu síðan á hann með því að lesa í orði hans og finndu hvernig hann hughreystir þig. – Sálm. 119:28. w24.01 24–25 gr. 14–16

Miðvikudagur 25. júní

Það er Guð sem gefur ykkur bæði löngun og kraft til að gera það sem gleður hann. – Fil. 2:13.

Það er mjög mikilvægt að þú hafir löngun til að ná markmiði þínu. Sá sem hefur löngun hefur sterka hvöt til að vinna að markmiðum sínum. Því meiri löngun sem við höfum því líklegri erum við til að ná markmiðum okkar. Hvað geturðu gert til að hafa sterkari löngun? Biddu um sterkari löngun. Jehóva getur með anda sínum gefið þér löngun til að ná markmiði þínu. Stundum setjum við okkur markmið vegna þess að við vitum að við ættum að gera það og það er gott og gilt. En okkur skortir kannski löngunina til að ná því. Hugleiddu hvað Jehóva hefur gert fyrir þig. (Sálm. 143:5) Páll postuli hugleiddi einstaka góðvild Jehóva gagnvart honum og það jók löngun hans til að leggja hart að sér í þjónustunni. (1. Kor. 15:9, 10; 1. Tím. 1:12–14) Við fáum líka sterkari löngun til að ná markmiðum okkar eftir því sem við hugleiðum meira það sem Jehóva hefur gert fyrir okkur. – Sálm. 116:12. w23.05 26–27 gr. 3–5

Fimmtudagur 26. júní

„Lofið nafn Jehóva.“ – Sálm. 113:1.

Við gleðjum föður okkar á himnum þegar við lofum nafn hans. (Sálm. 119:108) En þýðir þetta að almáttugur Guð sé eins og ófullkomnir menn sem krefjast athygli vegna þess að þeir eru óöruggir? Nei. Þegar við lofum föður okkar á himnum stuðlum við að því að hrekja lygi sem snertir okkur öll persónulega. Satan heldur því fram að enginn maður muni sýna nafni Guðs trúfesti þegar á reynir. Hann heldur því fram að við myndum öll snúast gegn Guði ef við héldum að við græddum á því. (Job. 1:9–11; 2:4) En Job var trúfastur og sannaði Satan lygara. Hvað með þig? Við getum öll tekið málstað föður okkar og glatt hann með því að þjóna honum af trúfesti. (Orðskv. 27:11) Það er sannur heiður fyrir okkur. w24.02 8–9 gr. 3–5

Föstudagur 27. júní

„Treystið spámönnum hans, þá fer allt vel.“ – 2. Kron. 20:20.

Eftir daga Móse og Jósúa gaf Jehóva þjónum sínum dómara til að leiðbeina þeim. Síðan, á tímum konunganna, útnefndi Jehóva spámenn til að gefa þjónum sínum leiðbeiningar. Trúfastir konungar fylgdu ráðum spámannanna. Davíð konungur tók auðmjúkur við leiðréttingu frá Natan spámanni. (2. Sam. 12:7, 13; 1. Kron. 17:3, 4) Jósafat konungur treysti Jahasíel spámanni, fylgdi leiðsögn hans og hvatti Júdamenn til að ‚treysta spámönnum Guðs‘. (2. Kron. 20:14, 15) Þegar Hiskía konungur varð óttasleginn leitaði hann til Jesaja spámanns. (Jes. 37:1–6) Þegar konungarnir fylgdu leiðsögn Jehóva nutu þeir blessunar og þjóðin verndar. (2. Kron. 20:29, 30; 32:22) Það var augljóst að Jehóva leiðbeindi þjónum sínum fyrir atbeina spámannanna. w24.02 21 gr. 8

Laugardagur 28. júní

„Eigið ekkert saman við þá að sælda.“ – Ef. 5:7.

Satan vill að við umgöngumst fólk sem gerir okkur erfiðara fyrir að hlýða mælikvarða Jehóva. Við megum ekki gleyma að þeir sem við höfum félagsskap við eru ekki bara þeir sem við hittum augliti til auglitis. Það á líka við um þá sem við eigum samskipti við á netinu. Við þurfum að berjast gegn þeirri hugsun heimsins að siðlaus hegðun sé í lagi. Við vitum betur. (Ef. 4:19, 20) Það er gott að spyrja sig: Geri ég það sem í mínu valdi stendur til að forðast allan óþarfa félagsskap við vinnufélaga, bekkjarfélaga og aðra sem virða ekki réttlátan mælikvarða Jehóva? Held ég mælikvarða Jehóva hugrakkur á lofti jafnvel þótt sumir segi að ég sýni ekki umburðarlyndi með því? Við gætum líka þurft að vera á varðbergi þegar við veljum okkur nána vini innan kristna safnaðarins eins og kemur fram í 2. Tímóteusarbréfi 2:20–22. Við þurfum að hafa í huga að sumir hjálpa okkur kannski ekki að halda áfram að vera trúföst í þjónustu Jehóva. w24.03 22–23 gr. 11, 12

Sunnudagur 29. júní

„Jehóva er mjög umhyggjusamur.“ – Jak. 5:11.

Hefurðu einhvern tíma reynt að ímynda þér hvers konar persóna Jehóva er? Biblían lýsir honum með ýmsum hætti þótt hann sé ósýnilegur. Jehóva er kallaður „sól og skjöldur“ og „eyðandi eldur“. (Sálm. 84:11; Hebr. 12:29) Einn biblíuritari lýsti honum í sýn eins og safírsteini, geislandi málmi og björtum regnboga. (Esek. 1:26–28) Okkur gæti fundist erfitt að trúa að Jehóva elski okkur þar sem við getum ekki séð hann. Sumum gæti fundist óhugsandi að Jehóva elskaði þá vegna fortíðar þeirra. Jehóva skilur slíkar tilfinningar og áhrif þeirra á okkur. Hann hjálpar okkur með því að birta persónuleika sinn í orði sínu. Það orð sem lýsir Jehóva best er kærleikur. (1. Jóh. 4:8) Kærleikur auðkennir hann. Hann hefur áhrif á allt sem hann gerir. Kærleikur Guðs er svo hlýr og sterkur að hann nær jafnvel til þeirra sem elska hann ekki. – Matt. 5:44, 45. w24.01 26 gr. 1–3

Mánudagur 30. júní

„Hann talaði til þeirra úr skýstólpanum.“ – Sálm. 99:7.

Jehóva útnefndi Móse til að leiða Ísraelsþjóðina út úr Egyptalandi og hann sýndi þeim skýra sönnun fyrir því með skýstólpa á daginn og eldstólpa á nóttinni. (2. Mós. 13:21) Móse fylgdi stólpanum sem leiddi hann og Ísraelsmenn að Rauðahafinu. Þjóðin fylltist skelfingu þegar hún virtist innikróuð milli hafsins og egypska hersins sem veitti henni eftirför. En það voru ekki mistök. Jehóva hafði leitt þjóðina þangað fyrir milligöngu Móse. (2. Mós. 14:2) Guð frelsaði hana síðan með stórkostlegum hætti. (2. Mós. 14:26–28) Í 40 ár eftir þetta treysti Móse því að Guð notaði skýstólpann til að leiða þjóðina um óbyggðirnar. (2. Mós. 33:7, 9, 10) Jehóva talaði úr skýstólpanum við Móse sem kom síðan skilaboðunum til fólksins. Ísraelsmenn gátu greinilega séð að Jehóva leiðbeindi þeim fyrir milligöngu Móse. w24.02 21 gr. 4, 5

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila