Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.1. bls. 13-18
  • Samstilltir ‚huga Jehóva‘ eins og hann er nu opinberaður

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Samstilltir ‚huga Jehóva‘ eins og hann er nu opinberaður
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hjálpræði vegna trúar og játningar
  • Hollusta varðveitt af ‚óskiptu‘ hjarta
  • Eftir nýja sáttmálann kemur þúsundáraríkið
    Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
  • Nýr sáttmáli Guðs nær brátt tilgangi sínum
    Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
  • Friðarhöfðinginn snýr sér að þeim sem standa utan nýja sáttmálans
    Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
  • Þið verðið „konungsríki presta“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.1. bls. 13-18

Samstilltir ‚huga Jehóva‘ eins og hann er nu opinberaður

1. Hvaða þjóð kom í stað Ísraels að holdinu og hvaða sáttmála átti hún aðild að?

SONUR Guðs hefur tekið sæti spámannsins Móse sem var milligöngumaður um setningu lagasáttmálans milli Guðs og Ísraels að holdinu. Jesús Kristur hefur verið skipaður meðalgangari hins fyrirheitna nýja sáttmála Jehóva. Þessi sáttmáli var gerður við þjóðina sem kom í stað Ísraels að holdinu; hún er andleg Ísraelsþjóð, „Ísrael Guðs.“ (Galatabréfið 6:16) Boðorðin og öll önnur tengd lagaákvæði sáttmálans, sem hinn ófullkomni maður Móse miðlaði, voru skráð á handrit en aldrei raunverulega rituð í hjörtu og hugi umskorinna Gyðinga að holdinu, Ísraelsmanna. Vitandi að það hafði vantað gagnvart Móselögunum sagði Jehóva fyrir um gerð nýs sáttmála eins og skráð er hjá Jeremía 31:31-34.

2. (a) Hvernig varð Jesús meðalgangari sáttmálans? (b) Hvenær og hvernig tók hann gildi?

2 Jesús Kristur innsiglaði þennan fyrirheitna ‚nýja sáttmála‘ með sínu eigin lífsblóði þegar hann dó með brostið hjarta á kvalastaur fyrir utan Jerúsalem. Kvöldið áður, þegar Jesús hélt hátíðlega síðustu páskamáltíðina með trúföstum postulum sínum í hlýðni við lagasáttmála Móse, rétti hann þeim vínbikarinn og gaf honum nýtt gildi með því að segja: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthelt.“ (Lúkas 22:20, Ísl. bi. 1912; 1. Korintubréf 11:23-26) Á þennan hátt varð hann meðalgangari þessa nýja sáttmála sem reyndist vera ‚betri sáttmáli‘ en lagasáttmáli Móse. (Hebreabréfið 8:6; 9:11-28) Allt frá því að hann bar fram verðmæti síns fullkomna lífsblóðs á himnum árið 33 hefur hann þjónað sem meðalgangari í þágu þeirra lærisveina sem Jehóva Guð gefur aðild að nýja sáttmálanum. — 1. Tímóteusarbréf 2:5, 6.

3. Hvar skrifar Jehóva lög þessa sáttmála samkvæmt Hebreabréfinu 10:15, 16?

3 Þegar postulinn ræðir um nýja sáttmálann í Hebreabréfinu 10:15, 16 vitnar hann í spádóm Jeremía samkvæmt grísku Sjötíumannaþýðingunni og segir: „Og einnig heilagur andi vitnar fyrir oss. Fyrst segir hann: Þetta er sáttmálinn, er ég mun gjöra við þá eftir þá daga, segir [Jehóva]. Lög mín vil ég leggja í hjörtu [kardias] þeirra, og í hugskot [dianoian] þeirra vil ég rita þau.“

4. (a) Hvaða munur er á hinu táknræna hjarta og huganum? (b) Hvernig beita kristnir menn undir nýja sáttmálanum hjarta og huga, í samræmi við Sálm 119? (c) Hvenær og hvernig er byrjað að rita lögmál Guðs í hjörtu og huga?

4 Í samræmi við starfsemi hins táknræna hjarta og hugans myndu kristnir menn, sem fengju aðild að nýja sáttmálanum með Krist sem meðalgangara, elska lög Jehóva í hjörtum sér, og finna þannig hjá sér hvöt til að hlýða þeim lögum, og þeir myndu líka muna gaumgæfilega eftir þessum lögum Guðs. Eins og sálmaritarinn komst að orði: „Hve mjög elska ég lögmál þitt, allan liðlangan daginn íhuga ég það.“ (Sálmur 119:97) Byrjað var að leggja lögmál Jehóva í hin táknrænu hjörtu lærisveina Krists og rita þau og í hugi þeirra á hvítasunnudeginum árið 33. Það var þá að heilögum anda var úthellt yfir lærisveina Jesú Krists, sem biðu, og sýnilegar „tungur, eins og af eldi væru,“ settust á höfuð hinna 120 lærisveina og þeir fóru að tala erlendum tungum sem þeir höfðu aldrei numið né lært. Það var kraftaverk! Vegna vitnisburðarins, sem samankomnum áhorfendum var gefinn, létu 3000 skírast sem lærisveinar Jesú Krists, Messíasar, og var gefin aðild að nýja sáttmálanum með hann sem meðalgangara. — Postulasagan 2. kafli; Jóel 3:1-5.

5. Hverjir hafa nú á dögum fengið aðild að nýja sáttmálanum og hvað einkennir þá sem „greinar“?

5 Nú, 1900 árum síðar, eru til leifar af „Ísrael Guðs“ og þeir sem mynda þær bera þess merki að hafa verið teknir inn í nýja sáttmálann, að hafa verið skírðir með heilögum anda. Þeir bera þess merki að lög Jehóva hafi verið lögð í táknræn hjörtu þeirra og rituð í hugi þeirra. Þeir vinna það sem meðalgangarinn spáði um og skráð er hjá Matteusi 24:14 og Markúsi 13:10. Þeir eru „greinar“ á því andlega olíutré sem Páll postuli lýsti í Rómverjabréfinu 11. kafla, og þeir bera mikinn ávöxt.

6. (a) Hvaða aðrir þættir „huga“ Jehóva hafa verið opinberaðir frá 1935? (b) Hvernig sýna hinir ‚aðrir sauðir‘ fram á að þeir elski „lögmál“ Guðs fyrir okkar daga?

6 Annað atriði í „huga“ Jehóva hefur komið í ljós síðan á móti votta Jehóva í Washington D.C. árið 1935. Hvað var í „huga“ Jehóva í sambandi við ‚múginn mikla‘ sem spáð var um í Opinberunarbókinni 7:9-17? Þessi múgur dýrkenda Jehóva Guðs og lambsins, Jesú Krists, þjónar Guði í táknrænu musteri hans og hefur gengið fram á sjónarsviðið frá árinu 1935. Bæst hefur við þá 840, sem létu skírast í Washington laugardaginn 1. júní það ár, allt fram til okkar tíma. Nú eru út um alla jörðina yfir tvær og hálf milljón þessara ‚annarra sauða‘ góða hirðisins, Jesú Krists, sem hafa reglulegt samfélag við andagetna hluttakendur í nýja sáttmálanum, og taka þátt í að bera vitni um Guðsríki eins og spáð var um í Matteusi 24:14. (Jóhannes 10:16) Eins og sálmaritarinn færa þeir sannfærandi rök fyrir því að þeir elski „lög“ Jehóva sem hann hefur sett nú á ‚endalokatíð veraldar.‘ Þeir sýna að þeir íhuga „lög“ hans og geyma þau í hjörtum sér.

Hjálpræði vegna trúar og játningar

7, 8. (a) Byggist hjálpræði fyrst og fremst á þekkingu sem býr í huganum? (b) Hvað segir Rómverjabréfið 10:5-10 um samspil hins táknræna hjarta og hugans?

7 Að öðlast hjálpræði, annaðhvort inn í ríki Jehóva á himnum eða inn í paradís á jörð undir þúsund ára stjórn Jesú Krists, byggist ekki aðeins á því að búa að þekkingu sem er í huganum. Páll postuli lætur það skýrt í ljós í Rómverjabréfinu 10:5-10. Þar ræðir hann um kristna menn sem höfðu eðlileg hjörtu af holdi, ekki ígrædd hjörtu eða gervihjörtu. Röksemdir hans eru á þessa leið:

8 „Því að Móse ritar um réttlætið, sem lögmálið veitir: ‚Sá maður, sem breytir eftir lögmálinu, mun lifa fyrir það.‘ En réttlætið af trunni mælir þannig: ‚Seg þú ekki í hjarta þínu: Hver mun fara upp í himininn?‘ — það er: til að sækja Krist ofan, — eða: ‚Hver mun stíga niður í undirdjúpið?‘ — það er: til að sækja Krist upp frá dauðum. Hvað segir það svo? ‚Nálægt þér er orðið, í munni þínum og í hjarta þínu.‘ Það er: Orð trúarinnar, sem vér prédikum. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottin — og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

9. (a) Hvað er fólgið í því að hljóta hjálpræði og hvers vegna svarar þú þannig? (b) Hverju verður kristinn maður að trúa í hjarta sínu? (c) Hvaða afstöðu tóku Aþenubúar og hvers vegna?

9 Þetta sýnir að málið teygir sig dýpra inn í veru mannsins en aðeins að ná til vitsmuna hans eða huga. Hér er ekki um það eitt að ræða að safna upplýsingum, flokka þær niður í huganum og geta þulið þær upp. Það er ekki hugurinn og þekkingin, sem býr í honum, sem hefur úrslitaþýðingu, heldur hvötin eða það sem knýr manninn til verka frammi fyrir Guði. Trú kristins manns þarf að mótast af hinu táknræna hjarta. Hann verður að trúa á upprisu Krists af öllu hjarta, vegna þess að hann kann að meta í hjarta sér þetta kraftaverk sem alvaldur Guð hefur unnið. Kristur hefði ekki getað gert það af eigin rammleik, og enginn annar maður hefði heldur getað reist látinn son Guðs upp til lífs á himnesku tilverusviði. (2. Korintubréf 4:13) Við munum að menntamennirnir í Aþenu á dögum Páls postula höfðu í sumum tilfellum tilhneigingu til að ‚gera gys að‘ þegar þeir heyrðu nefnda „upprisu dauðra,“ en aðrir tóku enga ákveðna afstöðu til málsins strax heldur sögðu: „Vér munum hlusta á þetta hjá þér öðru sinni.“ Hugir þeirra, fullir þekkingar, komu í veg fyrir að þeir tækju við upplýsingunum, jafnvel þótt þær byggðust á raunsönnum staðreyndum. Aðeins sumir tóku trú og slógust í lið með Páli. — Postulasagan 17:21, 32-34.

10. (a) Hvaða hvöt þarf að koma frá hjartanu? (b) Hvað tvennt er það sem Jehóva krefst þess vegna?

10 Hjarta mannsins þarf því að móta hann til að trúa. Með hjarta sínu verður hann að iðka trú. Þegar hann gerir það mun hjartað — hið innsta sjálf — hins trúaða koma honum til að játa opinberlega með munni sínum. Af öllu hjarta sínu verður hann að iðka trú. Hin opinbera játning munnsins, sem mótuð er af trúuðu hjarta, kemur á eftir. Þegar sá sem tekið hefur trú lætur skírast í vatni til tákns um vígslu sína til Jehóva Guðs fyrir milligöngu Jesú Krists, er hann að gera opinbera játningu sem leiðir til hjálpræðis. Jehóva Guð skoðar ekki aðeins hið táknræna hjarta til að sjá hvort þar búi trú sem hvetur til athafna, heldur hlustar líka eftir opinberri játningu.

Hollusta varðveitt af ‚óskiptu‘ hjarta

11. (a) Hvernig gat Davíð verið Jehóva drottinhollur? (b) Hvers vegna gat Davíð beðið eins og fram kemur í Sálmi 86:11, þrátt fyrir synd sína? (c) Hverjir hafa fylgt góðu fordæmi Davíðs?

11 Davíð til forna, eins og allir aðrir menn, var sekur er hann fæddist og syndugur er hann var getinn, en hann var drottinhollur Guði sínum, Jehóva, vegna þess að hið táknræna hjarta hans var „óskipt“ gagnvart Guði Ísraelsþjóðarinnar. (Sálmur 51:7) Vitnisburður um það kemur fram í 1. Konungabók 15:3: „Hjarta hans [Abía] var ekki óskipt gagnvart [Jehóva] Guði hans, eins og hjarta Davíðs forföður hans.“ Að vísu framdi Davíð hræðilega synd með konu Úría Hetíta, en hann iðraðist þess einlæglega og hjarta hans reyndist óskipt og óhagganlegt í hollustu hans við Jehóva Guð. (1. Konungabók 15:4, 5) Davíð gat af góðu tilefni beðið: „Gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.“ (Sálmur 86:11) Hann setti arftökum sínum, sem fara myndu með konungstign í Ísrael, afbragðsgott fordæmi, og Asa konungur líkti eftir Davíð að þessu leyti því að við lesum í 1. Konungabók 15:14: „Þó var hjarta Asa óskipt gagnvart [Jehóva] alla ævi hans.“

12. Hvað krefst hugrekkis og heiðarleika og hvernig sýndi Hiskía hvort tveggja?

12 Það kostar vissulega mikið hugrekki og heiðarleika gagnvart sjálfum sér að biðja hinn heilaga Guð, hann sem skoðar mannshjörtun, um miskunn og tillitssemi. En það gerði Hiskía konungur í Ísrael. Þegar Hiskía tók sótt sem myndi örugglega draga hann til dauða ef Guð ekki skærist í leikinn, bað hann: „Æ, [Jehóva], minnstu þess að ég hefi gengið fyrir augliti þínu með trúmennsku og einlægu hjarta og gjört það, sem þér er þoknanlegt!“ — Jesaja 38:3.

13. Hvað ættu smurðir kristnir menn alltaf að hafa í huga, í samræmi við fordæmi Jesú?

13 Með dæmi sem þetta fyrir sér ættu smurðir kristnir menn nú á tímum, sem hefur verið gefinn ‚sáttmáli úm ríki‘ við Jesú Krist á himnum, að hafa stöðugt í huga þá skyldukvöð að ganga frammi fyrir Jehóva af „einlægu hjarta.“ Þegar Jesús Kristur var á jörðinni sem fullkominn maður gekk hann frammi fyrir himneskum föður sínum, Jehóva, með ‚heilu‘ og „einlægu hjarta“ eins og forfaðir hans, Davíð konungur. Þess vegna var það Jehóva Guði, honum sem skipar konunga, ánægjuefni að gefa honum konungstign í ríkinu á himnum til að ríkja þar sem „Konungur konunga og Drottin drottna“ ásamt ráðvöndum lærisveinum sem eru undirkonungar og -drottnar. — Lúkas 22:29; Opinberunarbókin 19:16.

14. Vegna hvers hafa hinir ‚aðrir sauðir‘ verið leiddir inn í ‚eina hjörð‘ undir ‚einum hirði‘?

14 Þeir sem mynda hinn ‚milka mug‘ af ‚öðrum sauðum‘ Krists vænta þess að verða hinir fyrstu til að ganga lifandi inn í þúsundáraríki Jesú Krists og 144.000 meðstjórnenda hans. (Opinberunarbókin 7:9, 10; Jóhannes 10:16; Opinberunarbókin 14:1; 20:4-6) Allt frá hinu atburðaríka ári 1935, hafa þeir sem mynda þennan ‚mikla múg‘ haft náið samfélag við leifar þessara ríkiserfingja sem ganga frammi fyrir Jehóva Guði af heilu hjarta. Með því að þessir ‚aðrir sauðir‘ góða hirðisins, Jesú Krists, leitast við að ganga frammi fyrir Jehóva Guði af ‚heilu og óskiptu hjarta‘ mynda þeir nu ‚eina hjörð‘ með leifum ríkiserfingjanna, undir umsjón ‚eins hirðis,‘ Jesú Krist. Fyrir að varðveita ráðvendni af heilum og óskiptum hjörtum munu þeir eiga sérstakan þátt í að upphefja alheimsdrottinvald þess Guðs sem þeir eru vottar um, Jehóva. — Jesaja 43:10, 12.

15. Fyrir hvað getum við öll verið þakklát núna?

15 Á þann hátt erum við allir, lærisveinar sonar Guðs, okkar góða hirðis, að samstilla okkar „huga“ Jehóva eins og hann opinberast nú vígðum, skírðum dýrkendum hans. Við bæði getum og ættum vað vera mjög þakklát fyrir að hinn æðsti Guð á himnum skuli hafa opinberað okkur það sem honum kom fyrst í ‚hug‘ og engum manni af holdi og blóði datt í hug! Af þeirri ástæðu er okkur komið til að hugsa eins og Jehóva gerir í sambandi við dýrlegan tilgang sinn.

16, 17. (a) Hvað kemur fram um ‚huga Jehóva‘ og ‚huga Krists‘ í 1. Korintubréfi 2:16? (b) Hvað opinberar Filippíbréfið 2:5-8 okkur um ‚huga Krists‘?

16 Við skiljum hvað okkur er skrifað í 1. Korintubréfi 2:16: „Því að hver hefur þekkt huga [Jehóva], að hann geti frætt hann? En vér höfum huga Krists.“ Hér er á báðum stöðunum notað gríska orðið nous sem merkir „hugur.“

17 Án nokkurrar mótsagnar var ‚hugur‘ Krists samstilltur ‚huga Jehóva.‘ Hin innblásnu orð í Fillippíbréfinu 2:5-8 hjálpa okkur að skyggnast inn í „huga“ sonar Guðs jafnvel áður en hann varð maður, því að við lesum þar: „Varðveitið sama hugarfar og Kristur Jesús sem, þótt hann væri í Guðs mynd, hugsaði ekki um ran, það er að hann yrði Guði jafn. Nei, hann tæmdi sjálfan sig og tók á sig þræls mynd og varð mönnum líkur. Auk þess, þegar hann var í mannsmynd, lítillækkaði hann sig og varð hlýðinn allt fram í dauða, já, dauða á kvalastaur.“ — NW.

18. Hvers var krafist af syninum til að samstilla sig „huga“ föðurins?

18 Jehóva Guð hefur í huga endurlausn mannkyns frá eilífum dauða, og eingetinn sonur Guðs var fús til að samstilla sig huga síns himneska föður a þessu leyti, jafnvel þótt það myndi kosta hann gífurlegar þjáningar á jörðinni.

19. (a) Hvernig getum við beitt okkar táknrænu hjörtum í sambandi við „huga“ Jehóva? (b) Hvað verðum við nú að framkvæma samkvæmt „huga Krists“?

19 Eins verðum við, ef við viljum samstilla okkur ‚huga Jehóva,‘ að auðmýkja okkur á sama hátt og Kristur og beygja okkur skilyrðislaust undir vilja Jehóva. Það leggur okkur á herðar þá skyldu að vera vottar Jehóva, og mótuð af kærleiksríku og hollu hjarta [kardia] verðum við að gera það sem Jesús Kristur hafði í sínum framsýna huga þegar hann sagði: „Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um allan heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar,“ allt til enda. — Matteus 24:14; Markús 13:10.

20. (a) Hvað stuðlar núna að einingu í verki um allan heim? (b) Hvaða árangri nær nú hin sameinaða hjörð þjóna Guðs?

20 Við öll, vígðir, skírðir vottar hins hæsta Guðs nú á dögum, viljum vera ‚samlyndir‘ gagnvart þessum þjónustusérréttindum. (Fillippíbréfið 4:2) Það gerir okkur sameinaða í verki um allan heim. Fyrir að gera það hefur Jehóva Guð blessað bæði hinn ‚mikla múg‘ af ‚öðrum sauðum Krists‘ og hinar smurðu leifar ríkiserfingja Krists með ánægjulegum árangri út um allan heim í því starfi að safna saman öllum hinum ‚öðrum sauðum‘ og gefa mannkyninu lokaaðvörun áður en hann vinnur sinn dýrlega sigur og upphefur drottinvald sitt yfir alheimi í Harmagedón. — Opinberunarbókin 16:6.

Spurningar til upprifjunar:

◻ Hvernig eru „hjarta“ og „hugur“ tengd því er Jehóva ritar „lögmál“ nýja sáttmálans?

◻ Nefnið tvennt sem tengist því að hljóta hjálpræði.

◻ Hvernig hjálpar „heilt“ hjarta okkur að vera drottinholl?

◻ Hvernig getum við sýnt að við höfum bæði ‚huga Jehóva‘ og ‚huga Krists‘?

[Mynd á blaðsíðu 15]

Jehóva hefur ritað „lögmál“ síns nýja sáttmála í hjörtu og hugi hinna smurðu. Fagnandi slást nú ‚aðrir sauðir‘ í lið með þeim í heilagri þjónustu.

[Mynd á blaðsíðu 16]

Hiskía lét í ljós ‚heilt og einlægt‘ hjarta þegar hann varð fyrir ógæfu. Við getum það líka.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila