Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.1. bls. 8-12
  • ‚Hver hefur þekkt huga Jehóva?‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • ‚Hver hefur þekkt huga Jehóva?‘
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • ‚Hugur‘ Jehóva í sambandi við ‚olíutréð‘
  • Að elska Guð af öllu hjarta og öllum huga
  • ,Hvílíkt djúp speki Guðs!‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Líkingin um olíuviðinn
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2019
  • ‚Allur Ísrael mun frelsaður verða‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Samstilltir ‚huga Jehóva‘ eins og hann er nu opinberaður
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.1. bls. 8-12

‚Hver hefur þekkt huga Jehóva?‘

„Hver hefur þekkt huga [Jehóva]? Eða hver hefur verið ráðgjafi hans?“ — RÓMVERJABRÉFIÐ 11:34; JESAJA 40:13, gríska sjötíumannaþýðingin.

1. (a) Hvaða krejandi spurningu í Jesaja 40:13 vitnar Páll í? (b) Hvaða munur er á lykilorði í þessari tilvitnun og í frum-hebreskunni?

FYRIR meira en 2700 árum var lögð krefjandi spurning fyrir hina fornu Ísraelsþjóð, eins og fyrrum farísei vísaði til í bréfi sínu til Rómverja 11. kafla, 34. versi: „Hver hefur þekkt huga [Jehóva]? Eða hver hefur verið ráðgjafi hans?“ Það var Páll postuli sem vitnaði í þessa spurningu eins og hún er orðuð í hinni fornu Sjötíumannaþýðingu í Jesaja 40:13, og í þeirri þýðingu er notað þar orðið ‚hugur‘ (nous) í stað orðsins sem merkir „andi“ eins og stendur í hebreska frumtextanum.

2. Hvað skiljum við með orðinu ‚mannshugur‘? Lýsið með dæmi.

2 Hvað merkir hið innblásna orðalag ‚hugur Jehóva‘? Hjá okkur mönnunum táknar hugurinn hæfni okkar til að hugsa. Til dæmis getum við ‚gert upp hug okkar‘ um að vera ‚með sama hugarfari og Jesús Kristur var.‘ (Fillippibréfið 2:5; sjá einnig 1. Mósebók 11:6) Mannshugurinn hefur mikla yfirburði yfir huga hvaða dýrs sem er.

3-5. (a) Hvað sýnir Jesaja 55:8, 9 okkur um „huga“ Jehóva? (b) Hvers vegna er það engin furða að Páll skuli hafa sagt það sem skrifað er í Rómverjabréfinu 11:33? (c) Hvað á postulinn við með athugasemd sinni í Rómverjabréfinu 11:34? (d) Hvers vegna gátu biblíuritarar fyrir daga kristninnar ekki þekkt „huga“ Jehóva?

3 Það sem Jehóva Guð, skaparinn, hefur í huga er óendanlega miklu æðra því sem við ófullkomnir menn getum haft í huga eða ímyndað okkur af eigin rammleik. Hann vekur athygli okkar á þessari mikilvægu staðreynd í spádóminum í Jesaja 55:8, 9, þar sem skrifað er: „Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir — segir [Jehóva]. Heldur svo miklu miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum.“ Hann áformar því eitthvað miklu betra handa þjónum sínum, einkum þeim sem eignast sáttmálasamband við hann, heldur en við mennirnir hér á jörðinni gætum nokkurn tíma upphugsað. Ekki er því að undra að „postuli heiðingja“ fann sig knúinn til að segja, eftir að hafa rætt um sérstæðan þátt í ráðstöfun Jehóva: „Hvílíkt djúp ríkdóms, andi dómar hans og órekjandi vegir hans!“ (Rómverjabréfið 11:13, 33) Vissulega hefur enginn maður rakið vegu Guðs fyrir hann fyrirfram. Þess vegna heldur hinn innblásni postuli áfram: „Hver hefur þekkt huga [noun] [Jehóva]? Eða hver hefur verið ráðgjafi hans?“ (Rómverjabréfið 11:34) The Jerusalem Bible kemst svo að orði hér: „Hver gæti nokkurn tíma þekkt huga Drottins? Hver gæti nokkurn tíma verið ráðgjafi hans?“

4 Með þessum orðum á postulinn ekki við að menn geti ekki skilið eða þekkt huga hans eftir að hann hefur opinberað hann. Nei! Guð hefur opinberað okkur mönnunum huga sinn á blöðum síns innblásna orðs, heilagrar Ritningar. Það sem postulinn á við er að enginn maður hefði nokkurn tíma af eigin dáðum og áður en Guð gerði upp hug sinn eða fastmótaði tilgang sinn upphugsað hið sama! Enginn maður hefur reynst geta gert slíkt áður en Guð opinberaði það sjálfur. Því má með sanni segja að áður en Guð opinberaði sjálfur hug sinn í Biblíunni gat enginn maður þekkt ‚huga Jehóva.‘ Enginn af riturum hinna fyrstu 39 bóka heilagrar Ritningar fyrir daga kristninnar gerði það, ekki einu sinni löggjafinn Móse.

5 Til dæmis gat enginn skilið hvað Jehóva hafði í huga í samskiptum við Abraham og sæði hans, og enginn gat skilið hvernig allt það átti eftir að snerta atburði fyrstu aldar okkar tímatals.

‚Hugur‘ Jehóva í sambandi við ‚olíutréð‘

6. (a) Hvaða loforð hafði Páll verið að ræða í Rómverjabréfinu 11. kafla? (b) Hvernig nauð Abraham mikilla sérréttinda og hvers vegna?

6 Í Rómverjabréfinu 11. kafla hafði postulinn rætt um hið boðaða ‚afkvæmi Abrahams‘ allt aftur að versi 34. Samkvæmt heimildum skráðum af Móse í 1. Mósebók 12:3 og 22:17, 18 hafði Jehóva Guð heitið að blessa hinn aldurhnigna ættföður Abraham í gegnum afkvæmi hans eða ‚sæði.‘ Með þessu sæði myndi Guð Abrahams blessa allar fjölskyldur og þjóðir jarðarinnar þegar þar að kæmi. Það eru engin smávægileg sérréttindi að verða erfingi slíks fyrirheits, og hvílík umbun var það ekki fyrir trú og hlýðni Abrahams að taka slíkt fyrirheit að erfð!

7. (a) Hvað tákna hinir ýmsu hlutar ‚olíutrésins‘? (b) Hvað áttu „greinarnar“ í vændum? (c) Hvað í „huga“ Jehóva hafði enn ekki verið opinberað í sambandi við ‚sæðið‘?

7 Postulinn líkir því sem Jehóva upphaflega hafði í huga, við vöxt olíutrés sem var algengt í heimalandi hans, Ísrael. Í samræmi við þá mynd var rót þessa táknræna olíutrés Abraham sjálfur. Trjástofninn, sem óx upp af Abraham, rótinni, var myndaður af ástkærum syni hans, Ísak, sonarsyni hans, Jakobi eða Ísrael, og hinum tólf sonum Jakobs, feðrum hinna tólf ættkvísla Ísraels. Að eðli til voru allir afkomendur þessara tólf ættfeðra greinar á hinu táknræna olíutré. Sem slíkir áttu þeir í vændum að verða hið fyrirheitna ‚sæði Abrahams‘ sem allar fjölskyldur og þjóðir jarðarinnar myndu hljóta blessun af samkvæmt ástríkum tilgangi eða „huga“ Jehóva. En það sem þeir ekki vissu um þetta ‚sæði‘ var að það átti ekki að vera holdlegt sæði komið beint af ættföðurnum Abraham, heldur andlegt ‚sæði.‘ Faðir þess yrði því Abraham meiri eða æðri. Hann skyldi vera enginn annar en lífgjafinn mikli, Jehóva Guð sjálfur. Hver átti nú að vera aðalpersóna þessa ‚sæðis‘?

8. (a) Hvernig varð Jesús meiri en Ísak? (b) Hvers vegna voru fórn Jesú og himnesk upprisa nauðsynleg til að blessa allar fjölskyldur jarðarinnar?

8 Hann var meiri en Ísak, sonurinn sem Abraham eignaðist í elli sinni. Hann var „maðurinn Kristur Jesús“ sem var afkomandi Ísaks en meiri en hann og sonur hans, Jakob eða Ísrael, og tólf synir Jakobs, hinar tólf undirstöður Ísraelsþjóðarinnar. (1. Tímóteusarbréf 2:5) Barnið, sem gefið var nafnið Jesús, var „sonur Guðs,“ því að það var getið í móðurlífi meyjarinnar Maríu með anda Jehóva Guðs. Líf hans var flutt frá hinu andlega tilverusviði í móðurlíf Maríu, og eiginmaður hennar, Jósef, var einungis fósturfaðir Jesú. (Lúkas 1.-3. kafli) Svo fór að Jesús varð ekki til þess að blessa allar fjölskyldur og þjóðir jarðarinnar sem maður hér á jörð. Að vísu getur Jesús með sinni fullkomnu, syndlausu mannsfórn á Hauskúpuhæð fyrir utan Jerúsalem árið 33 verið öllu mannkyni til blessunar, en á þriðja degi eftir dauða hans vakti Jehóva Guð, himneskur faðir hans, hann upp frá dauðum, og síðar sneri hann aftur til himna sem andasonur Guðs. Það er þaðan sem hann blessar allar fjölskyldur og þjóðir jarðarinnar.

9. (a) Hvaða aukna merkingu tekur hið táknræna olíutré nú á sig? (b) Hversu margar eru hinar andlegu greinar og hvernig vitum við það? (c) Hvernig upplýsir Galatabréfið 3:28, 29 okkur um þessar „greinar“?

9 Skoðuð í þessu ljósi tekur líking postulans um olíutréð á sig nýja og víðtækari merkingu. „Rót“ þessa andlega olíutrés reynist vera Jehóva Guð, hinn mikli lífgjafi allra, hann sem er meiri en ættfaðirinn Abraham. Eingetinn sonur þessa meiri Abrahams er Jesús Kristur, hann sem er meiri en Ísak. Þessi meiri Ísak er höfuð kristna safnaðarins sem er getinn með anda hins meiri Abrahams, Jehóva Guðs. Þeir sem mynda kristna söfnuðinn eru hinar andlegu greinar sem vaxa á þessu guðveldislega olíutré, og samkvæmt Opinberunarbókinni 7:1-8 og 14:1-3 eiga þeir að telja alls 144.000. Þess vegna lesum við í Galatabréfinu 3:28, 29: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú. En ef þér tilheyrið Kristi, þá eruð þér niðjar Abrahams, erfingjar eftir fyrirheitinu.“

10. (a) Hverjir fengu fyrst tækifæri til að verða andlegar greinar? (b) Hverjir af þeim voru ‚frelsaðir‘ og hvernig vitnaði Páll í spádóm til að lýsa því?

10 Gyðingar á dögum Jesú voru að holdinu til bræður hans, og voru sem afkomendur ættföðurins Abrahams þeir fyrstu sem áttu kost á að verða „greinar“ á þessu andlega olíutré. Þeir áttu aðild að lagasáttmálanum við hinn meiri Abraham sem Móse hafði miðlað. Jesús Kristur kom ekki beint til neinna annarra hér á jörð en „týndra sauða af Ísraelsætt.“ (Matteus 10:6) Þeir fyrstu til að verða „greinar“ á þessu andlega olíutré, sem átti sér Jehóva Guð fyrir rót, voru Gyðingar að holdinu, hinir tólf trúföstu postular Jesú Krists og þúsundir annarra Gyðinga. En aðeins litlar „leifar“ Gyðinga að holdinu ‚frelsuðust‘ til að verða sæði hins meiri Abrahams og erfingjar að ‚fyrirheiti‘ hans, eins og sagt var fyrir í Jesaja 10:22. Páll vitnar í þennan spádóm í Rómverjabréfinu 9:27.

11. (a) Hvenær voru væntanlegar „greinar“ brotnar af? (b) Hvernig voru „greinar“ af villiolíuviði græddar á, og á hvaða olíutré?

11 Byrjað var að brjóta af væntanlegar „greinar“ af ‚sæði Abrahams‘ þegar umskornir Samverjar snerust til trúar, og það náði fullum krafti þrem og hálfu ári eftir dauða og upprisu Jesú Krists, hins meiri Ísaks. Þá var fyrstu óumskornu mönnunum, sem ekki voru Gyðingar, snúið til trúar af Pétri postula, það er að segja rómverska hundraðshöfðingjanum Kornelíusi og fjölskyldu hans og trúuðum vinum, og eftir að þeir voru getnir og smurðir með anda Jehóva voru þeir skírðir. (Postulasagan 10. kafli) Þar með voru græddar „greinar“ af villiolíutré á hið andlega olíutré sem átti sér Jehóva Guð að lífgefandi „rót.“

12. (a) Hvað myndi gerast ef „greinar,“ sem höfðu verið brotnar af, iðruðust? Nefnið dæmi. (b) Hvað sýndi það fram á? (c) Hvernig ættum við, eins og Páll, að bregðast við slíkri opinberun á „huga“ Jehóva?

12 Ef á hinn bóginn einhver Gyðingur að holdinu, sem hafði verið brotinn af, athugaði gang sinn á ný og iðraðist, eins og Akvílas og Priskilla, var hann græddur á aftur til þeirra andlegu sérréttinda sem Gyðingaþjóðin hafði glatað vegna vantrúar sinnar á hinn meiri Ísak, Jesú Krist. (Postulasagan 18:1-4; 26; Rómverjabréfið 16:3; 1. Korintubréf 16:19) Það sýndi glöggt fram á ást og góðvild Jehóva Guðs, hins meiri Abrahams. Slíkt aðdáunarvert örlæti af hálfu Jehóva Guðs til Gyðinga að holdinu, sem Guð enn elskaði vegna forföður þeirra, kallaði fram hjá postulanum þessa upphrópun: „Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs!“ Vekur þessi opinberun á „huga“ Jehóva einnig með okkur djúpa þakkarkennd?

Að elska Guð af öllu hjarta og öllum huga

13, 14. (a) Hvernig gaf Guð lögmálið og í hvaða tilgangi? (b) Hvað sagði Jesús um lögmálið og hvaða ‚hjarta‘ átti hann ekki við? (c) Hvaða tvö boðorð vitnaði Jesús í og hvers vegna ættum við að halda þau?

13 Jehóva Guð gerði sáttmála við hið holdlega sæði ættföðurins Abrahams, Ísraelsþjóðina, með Móse sem milligöngumann. Það var árið 1513 f.o.t. í eyðimörkinni á Sínaískaga og við Sínaífjall. Þar gaf hann þeim lögmál sitt. Um þetta lögmál skrifaði Páll postuli: „Þannig hefur lögmálið orðið tyftari vor, þangað til Kristur kom, til þess að vér réttlættumst af trú.“ (Galatabréfið 3:24) Hvað sagði Kristur Jesús um lögmálið sem gefið var fyrir milligöngu Móse? Þegar hann var að því spurður hvert væri „hið æðsta boðorð í lögmálinu“ svaraði hann: „‚Elska skalt þú [Jehóva], Guð þinn, af öllu hjarta [á grísku: karðia] þínu, allri sálu [psykhe] þinni og öllum huga [dianoia] þínum.‘ Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ‚Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.‘ Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“ (Matteus 22:35-40) Hér er minnst á hjartað í tengslum við hugann sem sýnir að það hlýtur að vera „hjarta“ í táknrænum skilningi.

14 Jesús var hér að vitna í 5. Mósebók 6:5: „Þú skalt elska [Jehóva] Guð þinn af öllu hjarta [á hebresku lebab] þínu og af allri sálu [nefesh] þinni og af öllum mætti þínum.“ Hann vitnaði einnig í 3. Mósebók 19:18: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er [Jehóva].“ Jesús sagði þessi tvö boðorð Móselaganna vera hið æðsta og næstæðsta. Við nútímamenn erum ekki undir Móselögunum, en þessar grundvallarkröfur eru ekki orðnar úreltar. Við ættum að fylgja þeim.

15. (a) Hvað lætur hið holdlega hjarta starfa og hvernig vinnur það? (b) Hver eru tengsl hins líkamlega hjarta við heilann og hugann?

15 Við vitum að það er ‚lífsandinn‘ sem hreyfir hið holdlega hjarta. (Opinberunarbókin 11:11; 1. Mósebók 7:22) Þessi lífskraftur kemur hjartanu af lifandi holdi til að slá svo að það dælir lífsblóðinu út til allra hluta líkamans, þar á meðal heilans. Jehóva Guð sagði: „Svo er um líf alls holds, að saman fer blóð og líf, og fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn: ‚Þér skuluð ekki neyta blóðs úr nokkru holdi, því að líf sérhvers holds, það er blóð þess.‘“ (3. Mósebók 17:14) Til að allur líkaminn lifi verður hið líkamlega hjarta að dæla blóðinu, sem viðheldur lífinu, til allra líkamshluta, hvort sem þessari hringrás er viðhaldið af okkar eigin hjarta sem Guð hefur gefið, hjarta úr einhverjum öðrum sem grætt hefur verið í eða af vélknúnu gervihjarta sem ekki er úr holdi. Þannig er blóði dælt til heilans sem getur þá hugsað og starfað sem hugur. Ljóst er því að hið líkamlega hjarta nærir heilann á þann hátt að sjá honum fyrir blóði sem hefur að geyma lífskraftinn, ‚lífsandann.‘ Hvort sem maðurinn hefur meðvitund eða ekki heldur hjartað áfram að dæla blóði til heilans og allra annarra líkamshluta.

16. (a) Hvert er hið táknræna hjarta samkvæmt Biblíunni? (b) Hvers er krafist af okkur til að elska Jehóva af ‚öllu hjarta‘? (c) Hvernig elskum við hann af öllum okkar „huga“?

16 En við skulum skyggnast örlítið lengra en til hins bókstaflega hjarta úr holdi. Eins og hugtakið hjarta er notað í Biblíunni táknar það setur hvata og einnig tilfinninga. Það er táknrænt hjarta sem í raun réttri stendur fyrir okkar innsta sjálf. Í 1. Pétursbréfi 3:4 er því lýst sem ‚hinum hulda manni hjartans‘ (Ísl. bi. 1981) eða ‚þínu innra sjálfi‘ (New International Version). Þess er því krafist af okkur að elska Jehóva Guð af ‚öllu hjarta.‘ Okkur er líka boðið að elska Jehóva Guð af allri sál okkar, af öllu vitundarlífi okkar. Það krefst þess af okkur að elska hinn eina lifandi og sanna Guð, hinn alvalda, af öllum lífskrafti okkar, og beina öllum kröftum okkar að því að gera opinberaðan vilja Guðs og vinna af öllum okkar þrótti að því starfi sem hann hefur boðið nú við ‚endalok veraldar.‘ (Matteus 24:3) Auk þessa ber okkur að elska Guð Biblíunnar af öllum „huga“ okkar, af öllum okkar huglægu hæfileikum. — Markús 12:29-31.

17. (a) Hvað erum við fullviss um ef við elskum Jehóva af öllu hjarta og huga? (b) Hvaða áhrif mun friðar Guðs hafa á hjörtu okkar og hugi samkvæmt Filippíbréfinu 4:7?

17 Vart þarf að nefna að ef við tjáum Jehóva Guði kærleika okkar af öllu hjarta og huga mun hann hafa yndi af að svara bænum okkar, og sú fullvissa mun firra okkur mörgum áhyggjum. Við munum njóta friðar sem þessi ólgusami heimur hvorki þekkir né skilur. Hvers vegna? Vegna þess, eins og Páll postuli fullvissaði ástkæra bræður sína í Filippí í Grikklandi um, að „friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi [á grísku noun, hugsun], mun varðveita hjörtu [kardias] yðar og hugsanir [noemata: „hugi,“ Authorized Version; Revised Standard Version] yðar í Kristi Jesú.“ (Filippíbréfið 4:7) Þá mun okkar táknræna hjarta ekki láta vekja með sér einhverjar fljótfærnislegar, rangar hvatir né tilfinningaróróa, og hugurinn eða hugsarnirnar munu ekki ruglast eða rangsnúast. Kristinn maður mun halda áfram að ganga sína lífsbraut samkvæmt innblásinni Biblíu Guðs og með hjálp leiðtogans, Krists Jesú.

Geturðu svarað?

◻ Hvað er átt við með „huga“ Jehóva?

◻ Hvernig notaði Páll hið guðræðislega olíutré til að lýsa „huga“ Jehóva?

◻ Hvert er hið táknræna „hjarta“?

◻ Hvernig tengjast „hjarta“ og „hugur“ því að elska Guð?

[Mynd á blaðsíðu 9]

Hið guðræðislega olíutré: Óhlýðnar „greinar,“ Gyðingar, voru höggnar af og samverskir trúskiptingar og óumskornir heiðingjar settir í staðinn.

[Mynd á blaðsíðu 11]

Hið líkamlega hjarta dælir til heilans blóði sem viðheldur lífinu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila