Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.3. bls. 6-7
  • Guðsríki — hin örugga lausn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Guðsríki — hin örugga lausn
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Svipað efni
  • Ríki „sem aldrei skal á grunn ganga“
    Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
  • Geta menn leyst vandann með samningum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Guðsríki — hin nýja stjórn jarðarinnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Guðsríki skarar fram úr á öllum sviðum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.3. bls. 6-7

Guðsríki — hin örugga lausn

„EINN maðurinn drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ Þessi fullyrðing, skráð í Biblíunni í Prédikaranum 8:9, hefur reynst sönn í gegnum sögu mannkynsins og allt fram á okkar dag. Hvers vegna er það svo? Hvers vegna hefur maðurinn ekki getað unnið á bug á þeim erfiðleikum sem hann stendur nú frammi fyrir?

„Örlítil þekking á mannlegu eðli,“ skrifaði Georg Washington árið 1778, „sannfærir okkur um að hjá langstærstum hluta mannkynsins sé eigingirni hið ráðandi afl; og að næstum hver einasti maður sé að meira eða minna leyti undir áhrifum hennar. . . . Fáir menn eru færir um að færa stöðugt fórnir af öllu sem lýtur að einkahag þeirra, til góðs fyrir heildina. Tilgangslaust er að átelja hið spillta eðli mannsins á þessum forsendum; staðreyndin er þessi, reynsla allra tíma og þjóða hefur sannað að svo er og við verðum að breyta verulega eðlisfari mannsins áður en við getum breytt þar um.“

Með því að allir menn eru fæddir ófullkomnir og syndugir hefur engum manni tekist að koma alveg fullkomlega og rétt fram við náunga sinn. (Rómverjabréfið 5:12) Eiginhagsmunir hafa annaðhvort áhrif á eða stjórna dómgreind hans og hátterni. Og hvað sem menn reyna til að banna með lögum þessa meðfæddu veikleika getur engin mannleg stjórn unnið bót á þeim. „Ekkert stjórnarfyrirkomulag — hvort heldur í höndum einvalds, alræðisherra, harðstjóra, aðalstéttar, eða þá fámennisstjórn, lýðveldi, hreint lýðræði né kommúnistaflókkurinn — hefur nokkurn tíma verið fundið upp sem getur tryggt að góðir og vitrir leiðtogar muni alltaf stýra þjóðarskútunni,“ segir Lawrence Beilenson í bókinni The Treaty Trap. „Það stafar af því að þeir sem velja þá eða sætta sig við stjórn þeirra eru menn. . . . Fólkið, sem stjórnendurnir ráða yfir, er ekki heldur gott og viturt. Þegar menn fara að elska náungann eins og sjálfa sig munu lög til tálmunar, lögregla til að framfylgja þeim og herafli til að vernda verða óþörf, svo og milliríkjasamningar.“

Þótt Beilenson álíti, eins og svo margir, að slíkur „sæludagar“ sé „ekki yfirvofandi“ er tilgangur Guðs með jörðina ekki tekinn þar með í myndina. Að manninum hefur mistekist að stjórna viturlega og með friði, hvað sem hann hefur reynt, hefur sýnt glögglega að mannkynið er ófært um að stjórna sjálfu sér. Einasta lausnin er ríki Guðs undir forystu sonar hans, Jesús Krist. Þess vegna kenndi Jesús lærisveinum sínum að biðja svo til Guðs þegar hann kenndi þeim fyrirmyndarbænina: „Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ — Matteus 6:10.

Það er vilji Guðs að ríki hans, nú þegar stofnsett á himnum, komi á algerum friði á jörðinni. Um stjórn sonar hans, ‚friðarhöfðingjans,‘ segir hin innblásna frásaga: „Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu. Vandlætning [Jehóva] allsherjar mun þessu til vegar koma.“ — Jesaja 9:6, 7.

Þetta ríki mun ekki aðeins tryggja að sannur friður ríki um allan hnöttinn heldur mun það líka áorka því sem engin önnur stjórn getur — að uppræta hinar eigingjörnu tilhneigingar mannsins sem stafa af arfgengum ófullkomleika hans. Undir stjórn Guðsríkis getur mannkynið, laust undan syndinni og fyrirdæmingu hennar, átt fyrir sér fullkomna, endalausa tilveru á jörð sem verður paradís. (Rómverjabréfið 6:23) Til að svo verði mun Guð „þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ Og Jehóva lofar: „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja.“ (Opinberunarbókin 21:4, 5) Það mun vera hin örugga lausn á þeim erfiðleikum sem nú eru.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila