‚Lofið nafn Jehóva‘
Þann 2. september 1986 gaf þýska Alþýðulýðveldið (Austur-Þýskaland) út frímerkjaröð með myndum af merkum, þýskum peningum. Hér fylgir mynd af fyrsta frímerkinu í röðinni. Peningurinn er frá árinu 1633. Á peningnum eru fjórir hebreskir bókstafir sem vekja sérstaka athygli okkar. Hvað merkja þeir? Briefmarkenwelt, þýskt tímarit um frímerkjasöfnun, gefur þessa skýringu: „Tveir englar, sem svífa yfir borgarmyndinni, halda á milli sín nafninu Jehóva.“
Á 16. og 17. öld var mjög algengt í Evrópu að slá mynt af þessu tagi. Þýsk alfræðibók frá 1838 segir: „Nafnið Jehóva-peningur nær yfir alla þá mynt og orður þar sem fyrir kemur nafnið יהוה Jehóva, annaðhvort eitt sér eða með orðinu Jesús, . . . oft í tengslum við áletrun. Með því að þetta kemur einkum fyrir á dölum, [silfurmynt slegin af ýmsum þýskum ríkjum frá 15. fram á 19. öld] hafa þeir verið nefndir Jehóva-dalir.“
Líklega vita fæstir, sem nota þessi frímerki, að hebresku stafirnir standa fyrir nafn Guðs. Það er vottum Jehóva hins vegar fagnaðarefni að benda á það og útskýra merkingu og mikilvægi nafnsins Jehóva. Þeir fá því úr óvæntri átt hjáp til að ‚lofa nafn Jehóva.‘ — Sálmur 135:1.