Guðveldisfréttir
Filippseyjar: Í mars náðist nýtt boðberahámark með 115.044 boðbera.
Japan: Nýja boðberahámarkið þeirra í mars var 177.591.
Kambódía: Hinn 8. febrúar 1993 barst okkur í hendur opinbert skjal sem veitir heimild til koma á laggirnar skrifstofu vegna starfs okkar og opnar trúboðum leið inn í landið. Við erum glöð að, eftir meira en 25 ár, skuli fagnaðarerindið núna aftur vera prédikað fyrir opnum tjöldum í Kambódíu.
Kýpur: Til viðbótar nýju boðberahámarki í mars, 1462 boðberar, greinir deildin frá nýju hámarki starfstíma, endurheimsókna og biblíunáma.
Líbería: Í mars gátu bræðurnir haldið umdæmismótið sitt, „Ljósberar,“ á landspildu við hliðina á deildarskrifstofunni. Viðstaddir voru 2711 þegar flest var og 78 létu skírast.