Þjónustusamkomur fyrir ágúst
Vikan sem hefst 2. ágúst
Þjónustusamkoman fellur niður vegna landsmótsins 1993 „Kennsla Guðs“ sem haldið er í Kópavogi 5. til 8. ágúst.
Vikan sem hefst 9. ágúst
Söngur 39
5 mín: Staðbundnar tilkynningar og tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar.
30 mín: Upprifjun á aðalatriðum dagskrárinnar á landsmótinu 1993 „Kennsla Guðs.“ Þessi upprifjun á dagskránni á hverjum degi mótsins skyldi fyrirfram falin tveimur eða þremur hæfum bræðrum sem færir eru um að leggja áherslu á aðalatriðin. Vel undirbúin upprifjun mun hjálpa boðberunum að muna eftir aðalatriðunum til að notfæra sér þau í persónulegu lífi og í boðunarstarfinu. Athugasemdir frá áheyrendum og frásagnir, ef einhverjar eru, ættu að vera stuttar og gagnorðar.
10 mín: Leggið áherslu á gildi Lifað að eilífu bókarinnar. Vitna má í tölur sem gefa til kynna aukninguna þau ár sem þessi bók hefur verið í notkun. Margir hafa lært sannleikann með því að nema þessa bók. Viðtal við einn eða tvo boðbera sem námu bókina þegar þeir voru að koma inn í sannleikann. Látið þá segja hvað þeir kunnu sérstaklega að meta við að nema frá henni og hvernig nota má hana í boðunarstarfinu. Hvetjið bræðurna til að bjóða hana af eldmóði þegar þeir verða varir við áhuga.
Söngur 64 og lokabæn.
Vikan sem hefst 16. ágúst
Söngur 32
5 mín: Staðbundnar tilkynningar og guðveldisfréttir. Nefnið hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til boðunarstarfsins næstu helgi og hvetjið alla til þátttöku í því.
20 mín: „Reynum að fá fólk til að leggja við eyrun.“ Efnið rætt við áheyrendur. Undirstrikið mikilvægi þess að koma fram við hvern húsráðanda sem einstakling með það markmið í huga að eiga við hann góðar samræður. Sýnikennslur þar sem boðberi flytur stutt kynningarorð sem byggð eru á tölugrein 2 og 3. Leggið áherslu á reglulega notkun blaðanna í boðunarstarfinu.
20 mín: „Kröfur til bæði nýrra og reyndra boðbera.“ Öldungur fari yfir greinina með spurningum og svörum. Hann ætti að ljúka þessu atriði með hlýlegu en stuttu yfirliti yfir það efni í greininni sem fellur sérstaklega að þörfum safnaðarins.
Söngur 4 og lokabæn.
Vikan sem hefst 23. ágúst
Söngur 33
5 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
25 mín: „Boðunarstarf í síma — leið til að ná til margra.“ Spurningar og svör. Lesið valdar greinar eftir því sem tíminn leyfir. Bendið á hvaða aðstæður á svæði safnaðarins kalli helst á notkun þessarar starfsaðferðar. Dragið fram nokkur helstu atriðin frá Ríkisþjónustu okkar frá júlí 1990, blaðsíðu 4. Sýnikennsla I. (3 mín.) Sýnið undirbúningsskrefin sem lýst er í tölugrein 12 og 13. Sýnikennsla II. (3 mín.) Sýnið boðunarstarf í síma þar sem einhver tillagan í tölugrein 16 er notuð.
15 mín: „Snúum aftur til að hjálpa fólki að læra hvernig það geti lifað að eilífu.“ Spurningar og svör. Ein sýnikennsla um endurheimsókn byggð á kynningunni í tölugrein 5 og 6.
Söngur 19 og lokabæn.
Vikan sem hefst 30. ágúst
Söngur 80
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og farið yfir Spurningakassann. Minnið boðberana á að rifja reglulega upp leiðbeiningarnar varðandi hina nýju og einfölduðu tilhögun við dreifingu ritanna til þess að samræmi sé í starfsaðferðum þeirra og orðum.
20 mín: „Leitum í einlægni að biblíunemendum.“ Starfshirðirinn fari yfir greinina með spurningum og svörum. Lesið og heimfærið alla tilvitnuðu ritningarstaðina. Skoðið hvernig biblíunámsstarfinu í söfnuðinum hefur miðað áfram síðustu fimm árin og sníðið niðurlagsorðin að þörfum safnaðarins.
15 mín: „Sinntu þjónustu þinni af heilum huga.“ Ræða öldungs. Gefa skyldi viðeigandi athugasemdir varðandi tilvísunina í Varðturninn þegar fjallað er um tölugrein 2.
Söngur 8 og lokabæn.