Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.97 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir júlí

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir júlí
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 7. júlí
  • Vikan sem hefst 14. júlí
  • Vikan sem hefst 21. júlí
  • Vikan sem hefst 28. júlí
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 7.97 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir júlí

Vikan sem hefst 7. júlí

Söngur 3

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Farið nokkrum orðum um þjónustuskýrsluna frá því í mars fyrir allt landið og söfnuð ykkar á sama tíma.

15 mín: „Trúfesti er umbunuð.“ Spurningar og svör. Takið með dæmi sem er að finna í Vaknið! frá apríl-júní 1993, blaðsíðu 24-27.

20 mín: „Hjálpum öðrum að finna hughreystingu.“ Umræður við áheyrendur. Ein eða tvenn kynningarorðanna sett fram í sýnikennslum. Bjóðið áheyrendum að greina frá hvernig þeir hafa með sömu bæklingunum komið af stað samræðum á annan hátt. Hvetjið boðberana til að nota einföld og vel valin orð til að glæða áhuga hjá fólki. (Sjá Handbók Guðveldisskólans, blaðsíðu 7, greinar 9-11.) Nefnið hina bæklingana sem mætti bjóða og til eru hjá söfnuðinum. Hikið ekki, þegar þið bjóðið bæklinga, við að nefna framlagafyrirkomulagið jákvæðum orðum.

Söngur 32 og lokabæn.

Vikan sem hefst 14. júlí

Söngur 35

12 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Farið yfir greinina „Sveitastarfið“ og hvetjið þá sem geta til að nota hluta af sumarleyfi sínu til þessa starfs. Bjóðið áheyrendum að segja frá ánægjulegri reynslu sinni af sveitastarfinu og hvernig þeir hafa getað fylgt áhuganum eftir með því að nota símann.

18 mín: „Vitnum hvar sem fólk er að finna.“ Ræða. Eftir því sem tíminn leyfir mætti koma með fleiri reynslufrásagnir úr Árbókinni 1997, blaðsíðu 43-6.

15 mín: Foreldrar — kennið börnum ykkar frá blautu barnsbeini. Öldungur ræðir þær biblíulegu frumreglur sem benda á nauðsyn þess að foreldrar kenni börnum sínum frá blautu barnsbeini. (Orðskv. 22:6; 2. Tím. 3:14, 15) Sumum foreldrum finnst að börn ættu ekki að fá alvarlega biblíufræðslu fyrr en þau eru orðin nógu gömul til að taka sínar eigin ákvarðanir. Í slíkum tilvikum hafa margir foreldrar þurft að horfa á börn sín fara út í hátterni heimsins. Andleg tilsögn ætti að byrja í frumbernsku. (gE97 8.3. 26-7; w89 1.3. 8-9) Hafið viðtal við hjón sem sýna að þeim er umhugað um að börnin sín læri að meta andleg verðmæti. Sýnið hvernig faðirinn tekur forystuna í því að halda uppi rækilegri og reglubundinni dagskrá til að kenna börnunum, en jafnframt að báðir foreldrarnir séu samtaka og samstilltir í því að sinna hlutverki sínu í fræðslu barnanna. Hjónin segja hvað þau hafa verið að gera í þeirri viðleitni að kenna börnum sínum sannleikann, og hvernig þau hafa fylgt tillögunum sem skipulagið hefur komið með um góða og raunhæfa dagskrá til að kenna börnunum heima. Öldungurinn undirstrikar mikilvægi þess að fara eftir því sem orð Guðs hvetur foreldra til að gera. — wE85 1.4. 23; Ef. 6:1-4.

Söngur 70 og lokabæn.

Vikan sem hefst 21. júlí

Söngur 90

12 mín: Staðbundnar tilkynningar. Farið yfir greinina „Ný svæðismótsdagskrá.“

13 mín: „Hver vill vera erindreki vor?“ Jákvæð ræða. Takið með hvatninguna til að gerast reglulegur brautryðjandi og reynslufrásöguna sem er að finna í viðaukanum við Ríkisþjónustu okkar fyrir febrúar 1997, tölugrein 16-17. Þeir sem geta ekki verið reglulegir brautryðjendur munu ef til vill vilja gera áætlun um í hvaða mánuði (mánuðum) þeir geti verið aðstoðarbrautryðjendur á komandi þjónustuári.

20 mín: Vertu tilbúinn til óformlegs vitnisburðar. Á hverjum degi gefst okkur tækifæri til að bera vitni fyrir fólki sem við hittum. Þegar okkur opnast allt í einu leið til þess má vera að við höfum engin biblíurit handbær til að nota. Líttu fram í tímann. Á heimilinu skaltu hafa nokkur rit aðgengileg nálægt útidyrunum þar sem þú heilsar þeim sem banka upp á hjá þér. Settu nokkurt úrval rita í skjalatösku eða handtösku og hafðu hana hjá þér eða í bílnum þínum, á vinnustaðnum eða í skápnum þínum í skólanum. Hafðu eitthvað á þér þegar þú ferðast með almenningsfarartæki. Settu nokkur rit með í farangurinn þegar þú ferð í viðskiptaferð, ferðast á mót eða ferð í orlof. Ræðið fleiri tillögur sem er að finna í Handbók Guðveldisskólans, blaðsíðu 80-2, tölugreinum 11-16. Hafið stuttar og raunhæfar sýnikennslur um ýmsar leiðir til að taka tali sölumann, vinnufélaga, skólafélaga, ferðafélaga eða einhvern sem er á sama stað í sumarfríi. Minnið boðberana á að skrá hjá sér slíkan starfstíma og senda starfsskýrslu heim ef þeir eru fjarverandi.

Söngur 33 og lokabæn.

Vikan sem hefst 28. júlí

Söngur 2

12 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið alla á að skila inn starfsskýrslum. Rifjið upp tilboðið fyrir ágústmánuð. Einbeitið ykkur að því að fylgja eftir útbreiðslu bæklinga í júlí með því að fara í endurheimsóknir í ágúst og reyna að koma af stað biblíunámskeiðum. Notið viðaukann í Ríkisþjónustu okkar fyrir mars til að benda á sumt af því sem gerir endurheimsókn áhrifaríka. Biblíunámskeið ætti að hefja í bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur eða Þekkingarbókinni.

15 mín: Staðbundnar þarfir.

18 mín: Fullna þjónustu þína. Ræða starfshirðis byggð á Þjónustubókinni (om), blaðsíðu 5-8. Undirstrikið hve prédikunarstarfið er mikilvægt og áríðandi og hvetjið alla til að taka ábyrgð sína sem boðberar orðsins alvarlega.

Söngur 57 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila