Sveitastarfið
Margir boðberar á Íslandi hafa löngum notað hluta af sumarleyfi sínu til að starfa í dreifbýlinu, og haft mikla ánægju af. Verulegu magni rita hefur verið dreift en erfitt hefur tíðum reynst að fylgja áhuganum eftir vegna fjarlægðar og færðar á vegum. Lækkun langlínusímtala hefur gert endurheimsóknir og biblíunámskeið í gegnum síma að fýsilegum kosti. (Sjá Ríkisþjónustu okkar fyrir ágúst 1993.) Gætir þú tekið þátt í þessu starfi í sumar og notað símann til að fylgja því eftir á komandi mánuðum?