Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.97 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir ágúst

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir ágúst
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 4. ágúst
  • Vikan sem hefst 11. ágúst
  • Vikan sem hefst 18. ágúst
  • Vikan sem hefst 25. ágúst
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 8.97 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir ágúst

Vikan sem hefst 4. ágúst

Þjónustusamkoman fellur niður vegna landsmótsins 1997 „Trúin á orð Guðs,“ sem haldið er dagana 8. til 10. ágúst í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi.

Vikan sem hefst 11. ágúst

Söngur 3

5 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.

30 mín: Upprifjun á aðalatriðum dagskrárinnar á landsmótinu 1996 „Trúin á orð Guðs.“ Þetta er upprifjun á dagskrá mótsins hvern dag þess og skyldi bræðrum, sem færir eru um að draga saman og leggja áherslu á aðalatriðin, falið þetta verkefni áður en mótið hefst. Vel undirbúin og flutt upprifjun hjálpar meðlimum safnaðarins að muna eftir aðalatriðunum til að notfæra sér þau í persónulegu lífi sínu og í boðunarstarfinu. Athugasemdir frá áheyrendum ættu að vera stuttar og gagnorðar.

10 mín: „Samkomur hvetja til góðra verka.“ Spurningar og svör. Bendið á gagnsemi uppbyggjandi samræðna fyrir og eftir samkomurnar. — Sjá Handbók Guðveldisskólans, blaðsíðu 82, grein 17-18.

Söngur 4 og lokabæn.

Vikan sem hefst 18. ágúst

Söngur 63

5 mín: Staðbundnar tilkynningar. Reikningshaldsskýrslan.

15 mín: „Aldraðir láta ekki af að prédika.“ Spurningar og svör. Takið með frásögu í Varðturninum (á ensku) frá 1. júlí 1988, blaðsíðu 13, um ömmu sem gerðist aðstoðarbrautryðjandi.

25 mín: „Treystum á að Jehóva gefi vöxtinn.“ Ræða og sýnikennslur. Leggið áherslu á nauðsyn þess að fara í endurheimsókn til þeirra sem þiggja hjá okkur bæklinga. Hafið tvær vel undirbúnar sýnikennslur um hvernig koma megi af stað biblíunámskeiðum. Takið með tillögur frá viðaukanum í Ríkisþjónustu okkar fyrir mars 1997, greinar 7-11.

Söngur 74 og lokabæn.

Vikan sem hefst 25. ágúst

Söngur 59

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Farið yfir greinina „Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins.“

15 mín: „Nýttu þér skólann sem best.“ Faðir ræðir greinina við börn og tekur inn í samræðurnar nokkur gagnleg atriði úr Vaknið! (á ensku) frá 22. desember 1995, blaðsíðu 7-11.

20 mín: Bæklingurinn, Þegar ástvinur deyr, notaður í endurheimsóknum. Sýnið hvernig hægt er að bera upp spurningu og vekja síðan athygli á hvernig bæklingurinn svarar henni. Hann svarar til dæmis eftirfarandi spurningum: Eiga látnir einhverja von? (Blaðsíða 5-6) Er rangt að syrgja? (Blaðsíða 8-9) Hvernig er hægt að takast á við sorgina? (Blaðsíða 18) Hvernig geta aðrir hjálpað? (Blaðsíða 10-3) Hvernig er hægt að hjálpa börnum að skilja dauðann? (Blaðsíða 25) Hvaða hughreystingu veitir Biblían? (Blaðsíða 27) Ræðið síðan stuttlega við tvo leikna boðbera um það hvernig þeir hafi notað þennan bækling í endurheimsóknum til að svara spurningum sem algengt er að fólk spyrji í sambandi við dauðann. Hafið sýnikennslu um hvernig nota megi þennan bækling í endurheimsóknum.

Söngur 23 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila