Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.97 bls. 1
  • Aldraðir láta ekki af að prédika

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Aldraðir láta ekki af að prédika
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Jehóva er annt um aldraða þjóna sína
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Metum mikils eldri bræður okkar og systur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Viðhaltu gleðinni á efri árum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Þjónaðu Jehóva áður en vondu dagarnir koma
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 8.97 bls. 1

Aldraðir láta ekki af að prédika

1 Þegar aldurinn færist yfir, einblína margir á það að láta af störfum og njóta áhyggjulauss lífs þau ár sem þeir eiga eftir ólifuð. Þeim kann að finnast þeir hafa unnið nóg um ævina og eigi núna skilið að fá að hvíla sig. Líka má vera að þeir vilji aðeins njóta lífsins það sem eftir er. — Lúk. 12:19.

2 Sem vígðir þjónar Jehóva lítum við lífið öðrum augum. Við vitum að menn láta ekki af störfum í þjónustu Guðs. Viðhorf okkar er jákvætt vegna þess að við horfum til eilífa lífsins. (Júd. 21) Þekking og reynsla, sem safnast hefur upp á mörgum árum, getur aukið dómgreind manns og innsýn. Það gæti gert honum kleift að sýna meiri visku og jafnvægi og meta lífið enn meir. Allir þessir eiginleikar koma boðbera fagnaðarerindisins að góðum notum.

3 Að eldast snýst ekki aðeins um að líkaminn bæti við sig árum; viðhorf fólks kemur líka við sögu. Ef menn vænta þess að lifa lengi og leitast við að vera ungir í anda kunna líkurnar að aukast á að hvort tveggja takist. Þeir sem farnir eru að eldast geta auðgað líf sitt með því að auka andlega þekkingu sína og deila henni með öðrum. — 1. Kor. 9:23.

4 Raunveruleg dæmi: Þegar systir var 86 ára sagði hún: „Þegar ég hugleiði þau 60 ár sem liðin eru síðan ég kynntist sannleikanum vella hin huggandi fyrirheit Guðs upp í hjarta mér. Já, Jehóva, sem er ráðvandur gagnvart ráðvöndum, lætur okkur uppskera ríkulega gleði.“ (Sálm. 18:26) Aldraður bróðir nefndi að fráfall konu hans hafi orðið honum alvarlegt áfall og heilsu hans hrakað verulega eftir það. Hann bætti síðan við: „En vegna óverðskuldaðrar gæsku Jehóva náði ég mér nægilega til þess að geta tekið upp brautryðjandastarfið tveimur árum síðar. Ég er Jehóva mjög þakklátur fyrir að heilsan hefur eiginlega batnað með auknu prédikunarstarfi mínu.“

5 Það er sannarlega lofsvert að svona margir sem komnir eru á efri ár skuli vera staðráðnir í að láta ekki af að prédika í þeim mæli sem heilsa þeirra og þróttur leyfir. Þeir hafa góða ástæðu til að segja: „Guð, þú hefir kennt mér frá æsku, og allt til þessa kunngjöri ég dásemdarverk þín.“ — Sálm. 71:17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila