Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 14. júlí
Söngur 56
10 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Sviðsetjið síðustu tillöguna á bls. 4.
15 mín.: Hvernig auðgar tilbeiðslan á Jehóva líf okkar? Umræður við áheyrendur. Sönn tilbeiðsla er lykillinn að ánægjulegu og tilgangsríku lífi. (1) Með hjálp hennar getum við tekist á við vandamál og áhyggjur lífsins. (Fil. 4:6, 7) (2) Hún er okkur hvatning til að rækta með okkur eiginleika sem eru Guði að skapi. (2. Pét. 1:5-8) (3) Hún stuðlar að því að við notum tímann skynsamlega. (1. Tím. 6:17-19) (4) Hún veitir örugga von um bjarta framtíð. (2. Pét. 3:13) (5) Hún gerir okkur kleift að mynda náið samband við Jehóva. (Jak. 4:8) Sýnið fram á hvernig þetta skortir hjá þeim sem þjóna ekki Jehóva eða þekkja hann ekki.
20 mín.: „Þakklæti fyrir miskunn Guðs.“* Þegar farið er yfir grein 3 skal rifja upp tillögur úr Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1998, bls. 8, um hvernig hægt sé að hefja blaðaleið. Spyrjið einn eða tvo ötula boðbera hvaða aðferð þeim hafi fundist best til að hefja biblíunámskeið. Hvetjið alla að setja sér það markmið að hefja og halda biblíunámskeið. — om bls. 91.
Söngur 176 og lokabæn.
Vikan sem hefst 21. júlí
Söngur 184
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
15 mín.: „Við lofum Jehóva þegar við söfnumst saman.“* Farið yfir greinina í viðauka Ríkisþjónustu okkar í apríl 2003 og fylgið leiðbeiningunum sem gefnar eru þar.
20 mín.: „Tekurðu framförum í boðunarstarfinu?“* Sýnið foreldri og barn æfa saman stutta blaðakynningu úr Ríkisþjónustu okkar áður en farið er í boðunarstarfið.
Söngur 201 og lokabæn
Vikan sem hefst 28. júlí
Söngur 45
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila inn starfsskýrslu fyrir júlí. Notið tillögurnar á bls. 4 og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. ágúst og Vaknið! júlí-september. Í báðum tilfellum ætti að bjóða bæði blöðin saman jafnvel þótt aðeins annað sé kynnt. Í annarri kynningunni ætti boðberin að vitna óformlega.
15 mín.: „Að bjóða rit á svæði þar sem töluð eru fleiri en eitt tungumál.“* Notið námsspurningarnar. Hafið einfalda kynningu á tungumáli málhóps á safnaðarsvæðinu þegar farið er yfir grein 3. — km 7.02, bls. 1, gr. 4.
20 mín.: „Hópstarf er ánægjulegt.“* Takið með efni úr spurningarkassanum í Ríkisþjónustu okkar fyrir september 2001 þegar farið er yfir grein 3. Eigið stutt viðtal við bóknámsumsjónarmann. Spyrjið hvernig boðunarstarfið sé skipulagt í bóknámshópnum hans og hvernig hópurinn hafi notið góðs af því að fara saman í boðunarstarfið.
Söngur 36 og lokabæn
Vikan sem hefst 4. ágúst
Þjónustusamkoman fellur niður vegna landsmótsins 2003, „Gefið Guði dýrðina“, sem haldið er dagana 8. til 10. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Í október verður heil þjónustusamkoma helguð upprifjun á landsmótinu. Til að allir séu vel undirbúnir og geti tekið þátt í umræðunum er gott að hafa í huga að punkta hjá sér tillögur, sem koma fram á mótinu, og við ætlum okkur að nota annaðhvort í daglegu lífi okkar eða boðunarstarfinu. Þá getum við einnig sagt frá hvernig við höfum notfært okkur tillögurnar eftir að mótinu lauk. Það verður hvetjandi fyrir alla að heyra hvernig við höfum nýtt okkur þessa tímabæru og góðu kennslu.
* Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.