Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 11. júlí
Söngur 49
10 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Sviðsetjið tillöguna neðst á bls. 4.
15 mín.: Staðbundnar þarfir.
20 mín.: „Prédikum fyrir eins mörgum og mögulegt er“a Þegar farið er yfir gr. 5 ætti að rifja upp tillögur í greininni á bls. 8 í Ríkisþjónustu okkar í júní 2005 og heimfæra á aðstæður á svæðinu.
Söngur 88 og lokabæn.
Vikan sem hefst 18. júlí
Söngur 137
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Farið yfir greinina á bls. 32 í Varðturninum 1. september 2000. Bendið á hvað það sé gott að hafa reglubundna dagskrá fyrir biblíulestur. Það á líka við þegar við erum í sumarfríi eða þegar annað raskar venjum okkar.
15 mín.: „Árangursrík biblíunámskeið — 11. hluti.“b Bregðið upp sýnidæmi þar sem boðberi og biblíunemandi hans, sem er nýr boðberi, búa sig undir endurheimsókn. Þeir rifja upp fyrstu heimsóknina og velja viðeigandi atriði til að ræða um í heimsókninni. Þeir undirbúa einnig einföld inngangsorð og spurningu sem hægt er að varpa fram í lok heimsóknarinnar. Sýnikennslunni lýkur þegar þeir ætla að fara að æfa kynninguna sem þeir hafa undirbúið.
20 mín.: Hjálpið öðrum að meta Biblíuna að verðleikum. Farið yfir bls. 21-23, gr. 3-6 í Sameinuð í tilbeiðslu með spurningum og svörum. Notið námsspurningarnar í bókinni. Takið með efnið á bls. 32 í bæklingnum Bók fyrir alla menn.
Söngur 10 og lokabæn.
Vikan sem hefst 25. júlí
Söngur 138
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Lesið reikningshaldsskýrsluna og staðfestingu á framlögum sem hafa verið send. Notið tillögurnar á bls. 4 eða aðrar tillögur og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. ágúst og Vaknið! júlí-september. Sýnið í annarri kynningunni hvernig hægt er að bjóða blöðin óformlega á förnum vegi. Minnið boðbera á að skila skýrslum um starfið í júlí fyrir landsmótið.
15 mín.: „Hjálpaðu börnunum að taka framförum í boðunarstarfinu“ Ræða og umræður við áheyrendur. Sviðsetjið hvernig foreldri og barn æfa einfalda kynningu. Látið foreldrið ljúka kynningunni með því að útskýra framlagafyrirkomulagið.
20 mín.: „Við erum í skuld við aðra.“c Takið með efni úr Varðturninum 1. ágúst 2000, bls. 11, gr. 13.
Söngur 82 og lokabæn.
Vikan sem hefst 1. ágúst
Þjónustusamkoman fellur niður vegna landsmótsins 2005 „Hlýðni við Guð“ sem haldið er dagana 5.-8. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Seinna í haust verður dagskrárliður með upprifjun á landsmótinu. Þá fá allir tækifæri til að tjá sig um hvernig þeir hafa notað það sem þeir lærðu á mótinu og hvernig það hefur gert boðunarstarfið áhrifameira.
[Neðanmáls]
a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
c Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.