Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 15. mars
VIKAN SEM HEFST 15. MARS
□ Safnaðarbiblíunám:
cf 1. kafli gr. 16-20, rammi á bls. 13
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: 1. Samúelsbók 5-9
Nr. 1: 1. Samúelsbók 6:1-9
Nr. 2: Hvaða vörn höfum við gegn Satan og illu öndunum?
Nr. 3: Er nóg að trúa bara á Jesú til að hljóta hjálpræði? (td 23C)
□ Þjónustusamkoma:
5 mín.: Tilkynningar.
15 mín.: Nýtum okkur vel árbókina 2010. Ræða og umræður við áheyrendur. Farið yfir það helsta í,Bréfi frá hinu stjórnandi ráði‘ á bls. 3 í Ríkisþjónustunni en þetta er þýðing á bréfinu í árbókinni. Endursegið valdar frásögur úr árbókinni sem geta verið okkur til hvatningar í boðunarstarfinu. Biðjið áheyrendur um að segja frá hvað þeim þótti áhugavert í ársskýrslunni en hún fylgdi Ríkisþjónustunni í febrúar. Hvetjið að lokum alla til að lesa árbókina.
15 mín.: „Mikilvægasta starfið.“ Umræður með spurningum og svörum. Eftir að farið er yfir grein 3 skal hafa viðtal við boðbera sem hefur haft ánægju af því að stjórna biblíunámskeiði. Biblíunemandinn hefur í kjölfarið tekið miklum framförum. Hverju þurfti hann að breyta? Hvaða áhrif hafði það á boðberann?