Mikilvægasta starfið
1. Hvaða fórnir finnum við okkur knúin til að færa vegna þess að við skiljum mikilvægi boðunarstarfsins?
1 Af hverju erum við hvött til að nota tíma okkar, orku og eigur til að styðja við boðunarstarfið? Af því að ekkert starf er eins mikilvægt. Ef við hugleiðum hversu víðtæk áhrif það hefur mun það styrkja löngun okkar til að taka þátt í þessu starfi sem verður aldrei aftur endurtekið. — Post. 20:24.
2. Hvernig er nafn Jehóva helgað með boðunarstarfinu?
2 Helgar nafn Jehóva: Boðunarstarfið vekur athygli á að ríki Jehóva muni, fyrir milligöngu Jesú Krists, koma í staðinn fyrir allar mannlegar stjórnir og leysa öll vandamál mannkyns. (Matt. 6:9, 10) Jehóva er vegsamaður sem sá eini sem getur bjargað okkur frá veikindum og dauða. (Jes. 25:8; 33:24) Þar sem við berum nafn hans heiðrar það hann þegar aðrir taka eftir dugnaði okkar og góðri framkomu. (1. Pét. 2:12) Það færir okkur mikla gleði að kunngera nafn Jehóva um alla jörðina. — Sálm. 83:19.
3. Hvaða blessun uppskera þeir sem bregðast vel við fagnaðarerindinu?
3 Bjargar mannslífum: Jehóva „vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar“. (2. Pét. 3:9) En ef enginn kennir fólki, hvernig getur það nokkurn tíma lært hvernig hegðun Jehóva hefur velþóknun eða vanþóknun á? (Jónas 4:11; Rómv. 10:13-15) Einstaklingar, sem bregðast vel við fagnaðarerindinu, bæta lífsgæði sín þegar þeir hætta að stunda það sem er skaðlegt. (Míka 4:1-4) Þar að auki eignast þeir von um að lifa að eilífu. Við björgum sjálfum okkur og þeim sem hlusta með því að prédika og kenna. (1. Tím. 4:16) Það er mikill heiður að sinna þessu hlutverki í svona mikilvægu starfi.
4. Af hverju ættum við að gera allt sem við getum til að boða fagnaðarerindið og gera menn að lærisveinum?
4 Bráðum mun þessi óréttláti heimur taka skjótan endi í þrengingunni miklu. Þeir sem taka afstöðu með Jehóva munu lifa af. Það er ekkert nú á tímum sem er mikilvægara, brýnna og gagnlegra en að prédika og gera fólk að lærisveinum. Við skulum því láta það hafa forgang í lífi okkar. — Matt. 6:33.