Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 17. maí
VIKAN SEM HEFST 17. MAÍ
□ Safnaðarbiblíunám:
cf 4. kafli gr. 19-24, rammi á bls. 45
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: 2. Samúelsbók 9-12
Nr. 1: 2. Samúelsbók 10:1-12
Nr. 2: Af hverju byggði Jesús kennslu sína á ritningunum? (Jóh. 7:16-18)
Nr. 3: Hvers vegna gat Jesús greitt lausnargjaldið? (td 27B)
□ Þjónustusamkoma:
5 mín.: Tilkynningar.
10 mín.: Geturðu verið aðstoðarbrautryðjandi í sumar? Umræður við áheyrendur. Farið stuttlega yfir kröfurnar sem gerðar eru til aðstoðarbrautryðjenda eins og þeim er lýst á bls. 112-113 í bókinni Skipulagður söfnuður. Biðjið þá sem hafa verið aðstoðarbrautryðjendur í sumarfríi frá vinnu eða skóla að segja frá hvaða blessanir þeir hafa hlotið.
10 mín.: Aðferðir til að boða fagnaðarerindið — að vitna óformlega. Umræður við áheyrendur byggðar á bókinni Skipulagður söfnuður, bls. 101, gr. 2 til bls. 102, gr. 2. Sviðsetjið eða segið frá einu eða tveimur góðum dæmum af svæðinu þar sem óformlegur vitnisburður hefur gefið góða raun.
10 mín.: „Boðberar fagnaðarerindisins þurfa að biðja.“ Farið yfir greinina með spurningum og svörum.