Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.10 bls. 2
  • Boðberar fagnaðarerindisins þurfa að biðja

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Boðberar fagnaðarerindisins þurfa að biðja
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Hvernig nálgast má Guð í bæn
    Hvers krefst Guð af okkur?
  • Bænin hjálpar þér að nálgast Guð
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Metum bænina að verðleikum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Jesús kennir okkur að biðja
    Lærum af kennaranum mikla
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 5.10 bls. 2

Boðberar fagnaðarerindisins þurfa að biðja

1. Hvað er nauðsynlegt til að geta boðað fagnaðarerindið?

1 Við getum ekki boðað fagnaðarerindið ein og óstudd. Jehóva gefur okkur kraftinn til þess. (Fil. 4:13) Hann notar engla sína til að hjálpa okkur að finna auðmjúkt fólk. (Opinb. 14:6, 7) Jehóva lætur fræ sannleikans, sem við sáum og vökvum, vaxa. (1. Kor. 3:6, 9) Það er því mikilvægt fyrir boðbera að treysta á himneskan föður sinn í bæn.

2. Um hvað gætum við beðið?

2 Biðjum fyrir sjálfum okkur: Við ættum að biðja í hvert sinn sem við boðum trúna. (Ef. 6:18) Um hvað gætum við til dæmis beðið? Við gætum beðið um djörfung og jákvætt viðmót á starfssvæði okkar. (Post. 4:29) Við gætum beðið Jehóva um að leiða okkur til hjartahreins fólks sem við gætum ef til vill frætt um Biblíuna. Ef húsráðandi spyr okkur spurningar getum við farið með stutta bæn í hljóði og beðið Jehóva að hjálpa okkur að svara rétt. (Nehem. 2:4) Við gætum einnig beðið um visku til að hafa boðunarstarfið í fyrirrúmi. Það gleður einnig Jehóva þegar við látum í ljós þakklæti fyrir þann heiður að vera boðberar hans. — Kól. 3:15.

3. Hvernig eflir það boðunarstarfið að biðja fyrir öðrum?

3 Biðjum fyrir öðrum: Við ættum einnig að biðja „hvert fyrir öðru“ og nafngreina jafnvel starfsfélagana þegar það á við. (Jak. 5:16; Post. 12:5) Dregur slæm heilsa úr þátttöku þinni í boðunarstarfinu? Biddu þá fyrir starfsfélögum þínum sem hafa góða heilsu. Vanmettu aldrei mátt bæna þinna þeim til handa. (Jak. 5:16) Það er líka rétt að biðja fyrir valdhöfum, að þeir verði jákvæðir gagnvart boðunarstarfinu til þess að bræður og systur fái „lifað friðsamlegu og rólegu lífi“. — 1. Tím. 2:1, 2.

4. Hvers vegna eigum við að vera stöðug í bæninni?

4 Það er geysistórt verkefni að prédika fagnaðarerindið um alla jörðina. Ef við erum „staðföst í bæninni“ munum við ljúka verkinu með hjálp Jehóva. — Rómv. 12:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila