Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.11 bls. 1
  • Auðgandi og ánægjulegt starf

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Auðgandi og ánægjulegt starf
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Getur þú gert fólk að lærisveinum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – síðari hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Höfum yndi af því að gera menn að lærisveinum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 1.11 bls. 1

Auðgandi og ánægjulegt starf

1. Hvaða ánægjulega starf á sér stað á okkar tímum?

1 Fögnuður fyllti hjarta þeirra sem urðu vitni að líkamlegri lækningu á fyrstu öldinni. (Lúk. 5:24-26) Núna gleðjumst við innilega yfir því að fá að hjálpa öðrum að kynnast Jehóva. (Opinb. 22:1, 2, 17) Það er uppörvandi að lesa frásögur af því hvernig orð Guðs og andi hans hafa hjálpað fólki að breyta lífi sínu. Það er jafnvel enn meira gefandi að fá að taka þátt í þessu starfi með því að halda árangursrík biblíunámskeið.

2. Hvaða ánægju getum við upplifað þegar við kennum öðrum sannleikann?

2 Hvert er nafn Guðs? Hvers vegna leyfir hann þjáningar? Hvað mun ríki Guðs gera fyrir mannkynið? Það er okkur sönn ánægja að geta svarað slíkum spurningum og ekki síst að sjá gleðina sem skín úr andlitum biblíunemenda þegar þeir kynnast sannleikanum. (Orðskv. 15:23; Lúk. 24:32) Þegar biblíunemandi tekur framförum í trúnni byrjar hann kannski að nota nafn Guðs, gerir breytingar á klæðaburði sínum og útliti, sigrast á slæmum ávönum og fer að vitna um trú sína fyrir öðrum. Ef hann síðan vígist Guði og lætur skírast verður hann trúbróðir okkar og samstarfsmaður. Öll þessi framfaraskref gefa okkur ástæðu til að gleðjast. — 1. Þess. 2:19, 20.

3. Hvað getum við gert til að hefja biblíunámskeið?

3 Getur þú tekið þátt í því? Ef þú vilt taka þátt í þessu ánægjulega og auðgandi starfi skaltu biðja Jehóva um hjálp til að hefja biblíunámskeið og breyta svo í samræmi við bænir þínar. (1. Jóh. 5:14) Prédikaðu á þeim tíma og stöðum þar sem fólk er að finna. Bjóddu biblíunámskeið við hvert tækifæri þegar það á við. (Préd. 11:6) Þegar þú hittir einhvern áhugasaman og sáir sannleiksfræi skaltu fara í endurheimsókn til að vökva það sem þú sáðir. — 1. Kor. 3:6-9.

4. Hvers vegna ættum við að hafa hraðann á við að bjóða fólki biblíunámskeið?

4 Það eru enn margir sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti. Hverjir eru reiðubúnir að hjálpa þeim að fullnægja andlegum þörfum sínum með því að kenna þeim sannindi Biblíunnar? (Matt. 5:3, 6) Bjóðum okkur fúslega fram í prédikunarstarfinu og gerum fólk að lærisveinum áður en uppskerutímanum lýkur. — Jes. 6:8.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila