„Hvernig á ég að telja starfstímann?“
Hefurðu einhvern tímann spurt þessarar spurningar? Almennar viðmiðunarreglur er að finna á blaðsíðu 86-87 í bókinni Skipulagður söfnuður. Öðru hverju fáum við nánari leiðbeiningar, eins og í spurningakassanum í Ríkisþjónustu okkar fyrir september 2008. Aðstæður okkar eru margbreytilegar og af þeim sökum hafa okkur ekki verið gefnar margar og miklar reglur. Þar af leiðandi væri það ekki við hæfi að öldungar eða einhverjir aðrir settu fram viðbótarreglur.
Ef við veltum fyrir okkur hvernig á að telja tímann og ekki er hægt að styðjast við neinar útgefnar leiðbeiningar getur boðberi íhugað eftirfarandi: Var tíminn nýttur í boðunarstarfið? Eða var hann í raun notaður til þess að gera eitthvað sem tengist því ekki? Það sem við skrifum á starfsskýrsluna ætti að veita okkur gleði en ekki valda samviskubiti. (Post. 23:1) Það er auðvitað ekki aðalatriðið hvernig við teljum starfstímann heldur að við notum sem best þann tíma sem við erum í boðunarstarfinu. — Hebr. 6:11.